„Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. apríl 2025 21:46 Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, kom ÍR-ingum líklega á óvart í kvöld en hans menn voru öflugir í vörninni í þessum mikilvæga leik. Vísir/Pawel Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með varnarleik sinna manna gegn ÍR í kvöld en var duglegur í klisjunum í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. „Varnarleikurinn var frábær í dag og við þurfum að halda áfram einbeittir að gera hluti vel þar. Einn leik í einu,“ sagði Baldur pollrólegur eftir nokkuð öruggan sigur sinna manna. Eins og Baldur segir var varnarleikur Garðbæinga góður og fyrir utan Jacob Falko voru ÍR-ingar í stökustu vandræðum oft að skora. „Þetta gekk vel, 83 stig í íslensku deildinni telst held ég ágætt þegar við skorum svona mikið. Ánægður með það.“ Baldur sagði að mögulega hefði það komið ÍR á óvart að Ægir Þór Steinarsson hafi ekki verið settur til höfuðs Jacob Falko í vörninni hjá Stjörnunni. „En þú sérð það í fyrstu sókn og svo aðlagar þú þig. Þetta gekk vel í dag og við skorum 101 stig sem hjálpar líka. Við þurfum að bæta það sem hægt er að bæta og halda áfram.“ ÍR minnkaði muninn í eitt stig í byrjun þriðja leikhluta en það virðist lítið hafa hrist upp í Baldri. „Ég man ekki einu sinni eftir því. Þeir voru að gera vel í hraðaupphlaupum, fá mikið af sniðskotum sem ég var ekki sáttur með. Falko er líka bara geggjaður leikmaður, skorar 41 stig og það er hrikalega erfitt að eiga við hann. Frábær spilari og verður krefjandi að eiga við hann á mánudag.“ Jacob Falko með boltann.Vísir/Pawel Andri Már nefndi að Stjörnumenn hefðu algjörlega náð að stoppa aðra leikmenn ÍR en Falko, til að mynda Matej Kavas sem skoraði aðeins tvö stig í leiknum. „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp. Við þurfum bara að halda áfram, einhverjir hlutir sem er hægt að bæta. Halda einbeitingu og einn leik í einu og öll klisjan.“ Baldur tjáði sig að lokum um Shaquille Rombley sem var ÍR-ingum afar erfiður með 27 stig og 19 fráköst og sérstaklega voru sóknarfráköstin hans drjúg fyrir Stjörnuna. „Bara geggjaður og mikil orka í honum. Mikilvægt að vera með hann í þessum ham.“ Stjarnan ÍR Bónus-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
„Varnarleikurinn var frábær í dag og við þurfum að halda áfram einbeittir að gera hluti vel þar. Einn leik í einu,“ sagði Baldur pollrólegur eftir nokkuð öruggan sigur sinna manna. Eins og Baldur segir var varnarleikur Garðbæinga góður og fyrir utan Jacob Falko voru ÍR-ingar í stökustu vandræðum oft að skora. „Þetta gekk vel, 83 stig í íslensku deildinni telst held ég ágætt þegar við skorum svona mikið. Ánægður með það.“ Baldur sagði að mögulega hefði það komið ÍR á óvart að Ægir Þór Steinarsson hafi ekki verið settur til höfuðs Jacob Falko í vörninni hjá Stjörnunni. „En þú sérð það í fyrstu sókn og svo aðlagar þú þig. Þetta gekk vel í dag og við skorum 101 stig sem hjálpar líka. Við þurfum að bæta það sem hægt er að bæta og halda áfram.“ ÍR minnkaði muninn í eitt stig í byrjun þriðja leikhluta en það virðist lítið hafa hrist upp í Baldri. „Ég man ekki einu sinni eftir því. Þeir voru að gera vel í hraðaupphlaupum, fá mikið af sniðskotum sem ég var ekki sáttur með. Falko er líka bara geggjaður leikmaður, skorar 41 stig og það er hrikalega erfitt að eiga við hann. Frábær spilari og verður krefjandi að eiga við hann á mánudag.“ Jacob Falko með boltann.Vísir/Pawel Andri Már nefndi að Stjörnumenn hefðu algjörlega náð að stoppa aðra leikmenn ÍR en Falko, til að mynda Matej Kavas sem skoraði aðeins tvö stig í leiknum. „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp. Við þurfum bara að halda áfram, einhverjir hlutir sem er hægt að bæta. Halda einbeitingu og einn leik í einu og öll klisjan.“ Baldur tjáði sig að lokum um Shaquille Rombley sem var ÍR-ingum afar erfiður með 27 stig og 19 fráköst og sérstaklega voru sóknarfráköstin hans drjúg fyrir Stjörnuna. „Bara geggjaður og mikil orka í honum. Mikilvægt að vera með hann í þessum ham.“
Stjarnan ÍR Bónus-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira