Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar 4. apríl 2025 09:33 Núverandi lög um almannatryggingar tóku gildi í ársbyrjun 2017. Markmið þeirrar lagasetningar var að einfalda almannatryggingakerfið með því að sameina bótaflokka. Þannig var ellilífeyrir, sem hér eftir verður nefndur grunnlífeyrir, tekjutrygging og framfærsluuppbót sett í einn bótaflokk. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram haustið 2016 voru öll frítekjumörk felld niður og allar tekjur skertar um 45 %, hvort sem um var að ræða lífeyrissjóðatekjur, launatekjur eða vaxtatekjur. Nefnd sú sem vann að þessari lagasmíð var fjölmenn og einkum skipuð aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúum stjórnmálaflokka. Í þessari fjölmennu nefnd átti Landsamband eldri borgara aðeins einn fulltrúa sem telja verður sérkennilegt þar sem lögin fjölluðu eingöngu um málefni eldri borgara þar sem að Öryrkjabandalag Íslands dró sig úr nefndarstörfum. Fjölmennasta og þróttmesta félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni FEB, mótmælti harðlega þessum tillögum, sem að mati félagsins miðuðu í þá átt að gera Tryggingastofnun að eins konar fátæktarstofnun. Þess má geta að umrætt frumvarp og þar með lögin virtust bera keim af sérstakri vanþekkingu og hroðvirkni. Ekki verður séð að upplýsinga hafi verið aflað um almannatryggingar annars staðar, sérstaklega á Norðurlöndunum, en réttindagrunnur almennra lífeyrissjóðs verkafólks hér á landi var einmitt sniðinn að ATP kerfinu í Danmörku. Ekki voru skoðaðar tekjuskerðingar í löndum OECD ríkjanna, sem full þörf hefði verið að gera. Ein afdrifaríkustu mistökin voru þau að meðhöndla lífeyrissjóðagreiðslurnar með sama hætti og aðrar tekjur. Allt fram að hruni fjármálamarkaða 2008 skertu lífeyrissjóðatekjur ekki grunnlífeyri almannatrygginga. Það var hins vegar gert tímabundið eftir hrun, en leiðrétt svo aftur. Þúsundir eftirlaunaþega misstu hins vegar grunnlífeyrinn í ársbyrjun 2017.Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir um almannatryggingar: „frítekjumark ellilífeyris hækkar í skrefum upp í 60 þúsund krónur á mánuði, tekið verður upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna og dregið úr skerðingum lífeyris vegna atvinnutekna.“ . Hækkun frítekjumarka um hænufet er ekki lausn. Allt frá því að tekjutryggingin var tekin upp árið 1971 hefur það verið endalaus barátta verkalýðshreyfingarinnar að hækka frítekjumörkin. Með einu pennastriki voru síðan frítekjumörkin nær því alveg felld niður árið 2017. Sú þróun að hækka frítekjumark launa en skilja eftir frítekjumark lífeyrissjóðatekna er í hæsta lagi óeðlileg og ósanngjörn. Ef menn vilja tjasla eitthvað upp á almannatryggingakerfið væri fyrsta skrefið að hækka svo um munar frítekjumark lífeyrissjóðatekna. Hitt er svo annað mál og ætti að vera megin krafa Landsambands eldri borgara að fram fari heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu. Ríkisstjórnin ætti nú þegar að skipa sérstaka verkefnastjórn sem hefði það að megin verkefni að koma á réttlátu ellilífeyriskerfi. Sú verkefnastjórn á ekki að vera fjölmenn, en aðal atriðið er að hún verði skipuð kunnáttumönnum. Búum til réttlátt og sanngjarnt almannatryggingakerfi sem þarf ekki marga mánuði til að undirbúa. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Núverandi lög um almannatryggingar tóku gildi í ársbyrjun 2017. Markmið þeirrar lagasetningar var að einfalda almannatryggingakerfið með því að sameina bótaflokka. Þannig var ellilífeyrir, sem hér eftir verður nefndur grunnlífeyrir, tekjutrygging og framfærsluuppbót sett í einn bótaflokk. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram haustið 2016 voru öll frítekjumörk felld niður og allar tekjur skertar um 45 %, hvort sem um var að ræða lífeyrissjóðatekjur, launatekjur eða vaxtatekjur. Nefnd sú sem vann að þessari lagasmíð var fjölmenn og einkum skipuð aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúum stjórnmálaflokka. Í þessari fjölmennu nefnd átti Landsamband eldri borgara aðeins einn fulltrúa sem telja verður sérkennilegt þar sem lögin fjölluðu eingöngu um málefni eldri borgara þar sem að Öryrkjabandalag Íslands dró sig úr nefndarstörfum. Fjölmennasta og þróttmesta félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni FEB, mótmælti harðlega þessum tillögum, sem að mati félagsins miðuðu í þá átt að gera Tryggingastofnun að eins konar fátæktarstofnun. Þess má geta að umrætt frumvarp og þar með lögin virtust bera keim af sérstakri vanþekkingu og hroðvirkni. Ekki verður séð að upplýsinga hafi verið aflað um almannatryggingar annars staðar, sérstaklega á Norðurlöndunum, en réttindagrunnur almennra lífeyrissjóðs verkafólks hér á landi var einmitt sniðinn að ATP kerfinu í Danmörku. Ekki voru skoðaðar tekjuskerðingar í löndum OECD ríkjanna, sem full þörf hefði verið að gera. Ein afdrifaríkustu mistökin voru þau að meðhöndla lífeyrissjóðagreiðslurnar með sama hætti og aðrar tekjur. Allt fram að hruni fjármálamarkaða 2008 skertu lífeyrissjóðatekjur ekki grunnlífeyri almannatrygginga. Það var hins vegar gert tímabundið eftir hrun, en leiðrétt svo aftur. Þúsundir eftirlaunaþega misstu hins vegar grunnlífeyrinn í ársbyrjun 2017.Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir um almannatryggingar: „frítekjumark ellilífeyris hækkar í skrefum upp í 60 þúsund krónur á mánuði, tekið verður upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna og dregið úr skerðingum lífeyris vegna atvinnutekna.“ . Hækkun frítekjumarka um hænufet er ekki lausn. Allt frá því að tekjutryggingin var tekin upp árið 1971 hefur það verið endalaus barátta verkalýðshreyfingarinnar að hækka frítekjumörkin. Með einu pennastriki voru síðan frítekjumörkin nær því alveg felld niður árið 2017. Sú þróun að hækka frítekjumark launa en skilja eftir frítekjumark lífeyrissjóðatekna er í hæsta lagi óeðlileg og ósanngjörn. Ef menn vilja tjasla eitthvað upp á almannatryggingakerfið væri fyrsta skrefið að hækka svo um munar frítekjumark lífeyrissjóðatekna. Hitt er svo annað mál og ætti að vera megin krafa Landsambands eldri borgara að fram fari heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu. Ríkisstjórnin ætti nú þegar að skipa sérstaka verkefnastjórn sem hefði það að megin verkefni að koma á réttlátu ellilífeyriskerfi. Sú verkefnastjórn á ekki að vera fjölmenn, en aðal atriðið er að hún verði skipuð kunnáttumönnum. Búum til réttlátt og sanngjarnt almannatryggingakerfi sem þarf ekki marga mánuði til að undirbúa. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun