Á góðar minningar frá Þróttaravellinum Aron Guðmundsson skrifar 4. apríl 2025 11:31 Hildur í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Getty Íslenska landsliðskonan Hildur Antonsdóttir er klár í að byrja gegn Noregi í Þjóðadeildinni í fótbolta seinna í dag eftir að hafa glímt við meiðsli upp á síðkastið. Hún er sérstaklega spennt fyrir því að spila á heimavelli Þróttar Reykjavíkur, frá þeim velli á hún góðar minningar. Hildur hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði en hefur í aðdraganda þessa landsliðsverkefnis náð að æfa á fullu þó svo að varlega hafi verið farið í sakirnar varðandi mínútur hennar inn á vellinum með félagsliðinu Madrid CFF. „Endurhæfingin hefur gengið mjög vel. Það gerist í byrjun febrúar að ég ríf eitthvað smá aftan í læri. En það er búið að hugsa mjög vel um mig úti og við höfum verið varkár í endurkomunni þar sem að þessi meiðsli geta tekið sig upp. Við höfum farið mjög varlega, ég er búin að vera æfa núna síðustu fjórar vikur en ekki verið að spila til þess að halda mér góðri.“ Klippa: Hildur um veruna í Madrid og landsleik dagsins Erum við þá komin á það stig núna að þú getir byrjað leikinn gegn Noregi? „Ég má allavegana spila leiki. Ég er til í það.“ Hildur gekk í raðir Madrid CFF í spænsku úrvalsdeildinni frá Fortuna Sittard í Hollandi í fyrra og líkar veran þar mjög vel. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegur og lærdómsríkur tími. Þetta er öðruvísi fótbolti, öðruvísi æfingar og ég þurfti alveg nokkrar vikur til þess að venjast álaginu en heilt yfir hefur þetta verið frábær lífsreynsla, ég er búin að læra margt.“ En er maður að leggja það á sig að læra spænskuna? „Já ég fer í spænsku tíma tvisvar sinnum í viku. Æfingarnar hjá okkur fara fram á spænsku og í liðinu eru nokkrir leikmenn sem tala bara spænsku. Maður þarf því að læra það.“ Íslenska kvennalandsliðið mætir Noregi seinna í dag í Þjóðadeildinni. Leikið verður á heimavelli Þróttar Reykjavíkur þar sem að Laugardalsvöllurinn er ekki leikhæfur og Hildur bíður í ofvæni eftir því að spila á Þróttaravellinum. „Ég á mjög góðar minningar frá Þróttaravellinum, sneri. Fyrsti leikurinn minn eftir að hafa slitið krossband var á þessum velli og síðast þegar að ég spilaði þarna skoraði ég tvö mörk. Ég er mjög spennt fyrir leiknum þarna. Leikur Íslands og Noregs hefst klukkan korter í fimm í dag og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu. 3. apríl 2025 13:10 Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni. 3. apríl 2025 12:50 „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Ingibjörg Sigurðardóttir kveðst stolt af því að bera fyrirliðabandið hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í næstu tveimur leikjum þess. Hún segist eflast með aukinni ábyrgð. 3. apríl 2025 14:47 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Hildur hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði en hefur í aðdraganda þessa landsliðsverkefnis náð að æfa á fullu þó svo að varlega hafi verið farið í sakirnar varðandi mínútur hennar inn á vellinum með félagsliðinu Madrid CFF. „Endurhæfingin hefur gengið mjög vel. Það gerist í byrjun febrúar að ég ríf eitthvað smá aftan í læri. En það er búið að hugsa mjög vel um mig úti og við höfum verið varkár í endurkomunni þar sem að þessi meiðsli geta tekið sig upp. Við höfum farið mjög varlega, ég er búin að vera æfa núna síðustu fjórar vikur en ekki verið að spila til þess að halda mér góðri.“ Klippa: Hildur um veruna í Madrid og landsleik dagsins Erum við þá komin á það stig núna að þú getir byrjað leikinn gegn Noregi? „Ég má allavegana spila leiki. Ég er til í það.“ Hildur gekk í raðir Madrid CFF í spænsku úrvalsdeildinni frá Fortuna Sittard í Hollandi í fyrra og líkar veran þar mjög vel. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegur og lærdómsríkur tími. Þetta er öðruvísi fótbolti, öðruvísi æfingar og ég þurfti alveg nokkrar vikur til þess að venjast álaginu en heilt yfir hefur þetta verið frábær lífsreynsla, ég er búin að læra margt.“ En er maður að leggja það á sig að læra spænskuna? „Já ég fer í spænsku tíma tvisvar sinnum í viku. Æfingarnar hjá okkur fara fram á spænsku og í liðinu eru nokkrir leikmenn sem tala bara spænsku. Maður þarf því að læra það.“ Íslenska kvennalandsliðið mætir Noregi seinna í dag í Þjóðadeildinni. Leikið verður á heimavelli Þróttar Reykjavíkur þar sem að Laugardalsvöllurinn er ekki leikhæfur og Hildur bíður í ofvæni eftir því að spila á Þróttaravellinum. „Ég á mjög góðar minningar frá Þróttaravellinum, sneri. Fyrsti leikurinn minn eftir að hafa slitið krossband var á þessum velli og síðast þegar að ég spilaði þarna skoraði ég tvö mörk. Ég er mjög spennt fyrir leiknum þarna. Leikur Íslands og Noregs hefst klukkan korter í fimm í dag og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu. 3. apríl 2025 13:10 Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni. 3. apríl 2025 12:50 „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Ingibjörg Sigurðardóttir kveðst stolt af því að bera fyrirliðabandið hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í næstu tveimur leikjum þess. Hún segist eflast með aukinni ábyrgð. 3. apríl 2025 14:47 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu. 3. apríl 2025 13:10
Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni. 3. apríl 2025 12:50
„Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Ingibjörg Sigurðardóttir kveðst stolt af því að bera fyrirliðabandið hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í næstu tveimur leikjum þess. Hún segist eflast með aukinni ábyrgð. 3. apríl 2025 14:47