SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. apríl 2025 12:05 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra stendur að baki frumvarpi um hækkun veiðigjalda sem hefur valdið kurr í röðum sjávarútvegsins. Vísir/Vilhelm Atvinnuvegaráðuneytið segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) ekki hafa svarað fundarboði um fund þar sem fara átti yfir útreikninga að baki veiðigjaldsbreytingum. Gagnabeiðnir frá SFS hafi verið afgreiddar í samræmi við lög og þau gögn sem falli undir afhendingarskyldu hafi samtökin fengið. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þar sem ráðuneytið svarar harðorðri yfirlýsingu sem SFS sendu frá sér í gær. Samtökin sögðust þar ekki ætla að veita umsögn um veiðigjaldafrumvarp innan tilskilins vikufrests vegna þess hve stuttur hann er. Samtökin sögðu ráðuneytið jafnframt kjósa að svara ekki ítrekuðum beiðnum um aðgang að undirliggjandi grunngögnum og útreikningum sem frumvarpið byggði á. Þannig væri ljóst að samtökin höfnuðu faglegri úrvinnslu gagna, gagnsæi og upplýstri umræðu. Atvinnuvegaráðuneytið svarar nú fyrir ásakanir SFS um tregðu við afhendingu gagna, samráðsleysi og stuttan umsagnarfrest um frumvarpið. Hafi fengið boð um fund og öll gögn Ráðuneytið segir í tilkynningunni að gagnabeiðnum frá samtökunum hafi verið svarað innan tilskilinna tímamarka og þær afgreiddar í samræmi við upplýsingalög og stjórnsýslulög. „Samtökunum hafa verið afhent öll þau gögn sem óskað hefur verið eftir og falla undir afhendingarskyldu fyrrgreindra laga. Vinnugögn og gögn sem varða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga eða fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila eru undanskilin afhendingarskyldu,“ segir í tilkynningunni. Þá segist ráðuneytið hafa átt þrjá fundi með samtökunum vegna frumvarpsins auk annnarra „formlegra og óformlegra samskipta“. „Samtökin svöruðu ekki boði um fund sem boðaður var 1. apríl sl. þar sem til stóð að fara yfir útreikninga sem liggja að baki ákvörðunar veiðigjaldsins,“ segir einnig í tilkynningunni. Málið sé brýnt og fresturinn því stuttur Loks útskýrir ráðuneytið að einnar viku umsagnarfrestur í samráðsgáttinni hafi verið ákveðinn í ljósi hve brýnt hafi verið að koma málinu sem fyrst til Alþingis. Það væri í samræmi við fyrirmæli í samþykkt ríkisstjórnarinnar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa. Jafnframt gefist aftur kostur á að koma á framfæri athugasemdum við frumvarpið við þinglega meðferð þess. Gagnrýni á stuttan umsagnarfrest um frumvarpið í samráðsgátt hafa komið frá fleirumm en SFS, þar á meðal Samtökum atvinnulífsins. Síðasta ríkisstjórn setti sér árið 2018 þá vinnureglu að gefinn væri að minnsta kosti tveggja til fjögurra vikna frestur til að skila inn umsögnum um drög að frumvörpum. Ný ríkisstjórn virðist ekki ætla að halda jafn fast í þá vinnureglu. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Matvælaframleiðsla Atvinnurekendur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Rúmlega sextíu prósent þjóðarinnar eru hlynntir frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. 94 prósent telja að útgerðirnar séu færar um að greiða hærri veiðigjöld en þær gera í dag. 4. apríl 2025 11:53 Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Atvinnuvegaráðherra segir að ef fiskvinnslum verði lokað verði það ekki vegna hærri veiðigjalda heldur vegna þess að eigendur þeirra geri það til þess að lýsa óánægju sinni. Hann trúi því ekki fyrri en á reyni að sjávarútvegsfyrirtæki grípi til slíkra aðgerða. 28. mars 2025 14:12 „Þetta er afnotagjald“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu. 28. mars 2025 12:37 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þar sem ráðuneytið svarar harðorðri yfirlýsingu sem SFS sendu frá sér í gær. Samtökin sögðust þar ekki ætla að veita umsögn um veiðigjaldafrumvarp innan tilskilins vikufrests vegna þess hve stuttur hann er. Samtökin sögðu ráðuneytið jafnframt kjósa að svara ekki ítrekuðum beiðnum um aðgang að undirliggjandi grunngögnum og útreikningum sem frumvarpið byggði á. Þannig væri ljóst að samtökin höfnuðu faglegri úrvinnslu gagna, gagnsæi og upplýstri umræðu. Atvinnuvegaráðuneytið svarar nú fyrir ásakanir SFS um tregðu við afhendingu gagna, samráðsleysi og stuttan umsagnarfrest um frumvarpið. Hafi fengið boð um fund og öll gögn Ráðuneytið segir í tilkynningunni að gagnabeiðnum frá samtökunum hafi verið svarað innan tilskilinna tímamarka og þær afgreiddar í samræmi við upplýsingalög og stjórnsýslulög. „Samtökunum hafa verið afhent öll þau gögn sem óskað hefur verið eftir og falla undir afhendingarskyldu fyrrgreindra laga. Vinnugögn og gögn sem varða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga eða fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila eru undanskilin afhendingarskyldu,“ segir í tilkynningunni. Þá segist ráðuneytið hafa átt þrjá fundi með samtökunum vegna frumvarpsins auk annnarra „formlegra og óformlegra samskipta“. „Samtökin svöruðu ekki boði um fund sem boðaður var 1. apríl sl. þar sem til stóð að fara yfir útreikninga sem liggja að baki ákvörðunar veiðigjaldsins,“ segir einnig í tilkynningunni. Málið sé brýnt og fresturinn því stuttur Loks útskýrir ráðuneytið að einnar viku umsagnarfrestur í samráðsgáttinni hafi verið ákveðinn í ljósi hve brýnt hafi verið að koma málinu sem fyrst til Alþingis. Það væri í samræmi við fyrirmæli í samþykkt ríkisstjórnarinnar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa. Jafnframt gefist aftur kostur á að koma á framfæri athugasemdum við frumvarpið við þinglega meðferð þess. Gagnrýni á stuttan umsagnarfrest um frumvarpið í samráðsgátt hafa komið frá fleirumm en SFS, þar á meðal Samtökum atvinnulífsins. Síðasta ríkisstjórn setti sér árið 2018 þá vinnureglu að gefinn væri að minnsta kosti tveggja til fjögurra vikna frestur til að skila inn umsögnum um drög að frumvörpum. Ný ríkisstjórn virðist ekki ætla að halda jafn fast í þá vinnureglu.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Matvælaframleiðsla Atvinnurekendur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Rúmlega sextíu prósent þjóðarinnar eru hlynntir frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. 94 prósent telja að útgerðirnar séu færar um að greiða hærri veiðigjöld en þær gera í dag. 4. apríl 2025 11:53 Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Atvinnuvegaráðherra segir að ef fiskvinnslum verði lokað verði það ekki vegna hærri veiðigjalda heldur vegna þess að eigendur þeirra geri það til þess að lýsa óánægju sinni. Hann trúi því ekki fyrri en á reyni að sjávarútvegsfyrirtæki grípi til slíkra aðgerða. 28. mars 2025 14:12 „Þetta er afnotagjald“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu. 28. mars 2025 12:37 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Rúmlega sextíu prósent þjóðarinnar eru hlynntir frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. 94 prósent telja að útgerðirnar séu færar um að greiða hærri veiðigjöld en þær gera í dag. 4. apríl 2025 11:53
Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Atvinnuvegaráðherra segir að ef fiskvinnslum verði lokað verði það ekki vegna hærri veiðigjalda heldur vegna þess að eigendur þeirra geri það til þess að lýsa óánægju sinni. Hann trúi því ekki fyrri en á reyni að sjávarútvegsfyrirtæki grípi til slíkra aðgerða. 28. mars 2025 14:12
„Þetta er afnotagjald“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu. 28. mars 2025 12:37
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels