Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2025 12:32 Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og ríkisstjórnina njóta mikils stuðnings hjá stjórnarandstöðunni um að auka útgjöld til varnarmála. Vísir Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir utanríkisráðherra hafa fullan stuðning flokksins í að auka útgjöld til varnarmála. Það veki furðu að ekkert segi til um útgjaldaaukningu í málaflokknum í fjármálaáætlun. Útkljá þurfi málið áður en þingið fer í páskafrí. Hávær krafa hefur verið frá Bandaríkjunum um að Evrópuríkin innan Atlanshafsbandalagsins leggi meira af mörkum. Ákall hefur verið eftir því að Ísland auki útgjöld til málaflokksins, sér í lagi í ljósi þess að við erum herlaus þjóð. Norðurlöndin standi saman Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í umræðu um störf þingsins í morgun að allir þingmenn gætu verið sammála um það að alþjóðamálin séu stærsta verkefnið sem Alþingi standi frammi fyrir. „Ég er nýkomin frá Helsinki ásamt Íslandsdeild Norðurlandaráðs þar sem verið var að ræða öryggis- og varnarmál og samfélagsöryggi. Það er alveg ljóst að Norðurlöndin standa saman, þau standa saman í mikilvægi þess að við þurfum að tryggja öryggi þessara landa,“ sagði Bryndís í ræðu sinni í morgun. Mikill stuðningur frá stjórnarandstöðunni Ísland sé í annarri stöðu en hin Norðurlöndin vegna herleysis. Hún bendir á að ræða hafi átt á Alþingi í gær fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, en því hafi verið frestað vegna ábendinga stjórnarandstöðunnar um hve rýr áætlunin sé af upplýsingum. „Það er ekkert komið inn á þennan mikilvæga málaflokk hér,“ sagði Bryndís og lyfti upp fjármálaáætlun. „Ef við sammælumst um það að þetta séeu stærstu málin okkar núna á þessum tíma - og ég held líka að ríkisstjórnin eigi mikinn stuðning frá stjórnarandstöðunni í þessum málum - þá er svo mikilvægt að við tökum þetta samtal hér.“ Sjálfstæðisflokkurinn sé tilbúinn að styðja við ríkisstjórnina í málaflokknum. „Nú er ein vika eftir, næsta vika, af þinginu og svo förum við í tveggja vikna frí. Ég held að það sé nauðsynlegt að við fáum hér sérstakt samtal við hæstvirtan utanríkisráðherra í næstu viku þar sem við getum tekið þátt í samtalinu um stöðu mála, því það er síbreytilegt, og ekki síst um það hvernig við hér á Íslandi ætlum að bregðast við.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Tengdar fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Bandarískir embættismenn og erindrekar hafa kvartað við kollega sína í Evrópu yfir ætlunum ráðamanna þar um að draga úr hergagnakaupum frá Bandaríkjunum. Mörg ríki Evrópu stefna nú á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem má að hluta til rekja til ótta við að Evrópa geti ekki lengur reitt sig á Bandaríkin. 2. apríl 2025 16:04 Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði að ráðamenn Bandaríkjanna eiga ekki að tala við bandamenn sína í þeim tón sem hefur verið gert. Danir séu opnir fyrir nánara samstarfi innan þess ramma sem er til staðar. 29. mars 2025 10:40 Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að rússneskum hermönnum muni fjölga á norðurslóðum. Á sama tíma gagnrýndi hann aðildarríki Atlantshafsbandalagsins fyrir meinta vígvæðingu á norðurslóðum. Þetta sagði hann í ræðu sem hann flutti í dag um þau fjölmörgu og stóru tækifæri á þessum slóðum og ætlanir ríkisstjórnar hans til að nýta þau. 27. mars 2025 18:04 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Hávær krafa hefur verið frá Bandaríkjunum um að Evrópuríkin innan Atlanshafsbandalagsins leggi meira af mörkum. Ákall hefur verið eftir því að Ísland auki útgjöld til málaflokksins, sér í lagi í ljósi þess að við erum herlaus þjóð. Norðurlöndin standi saman Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í umræðu um störf þingsins í morgun að allir þingmenn gætu verið sammála um það að alþjóðamálin séu stærsta verkefnið sem Alþingi standi frammi fyrir. „Ég er nýkomin frá Helsinki ásamt Íslandsdeild Norðurlandaráðs þar sem verið var að ræða öryggis- og varnarmál og samfélagsöryggi. Það er alveg ljóst að Norðurlöndin standa saman, þau standa saman í mikilvægi þess að við þurfum að tryggja öryggi þessara landa,“ sagði Bryndís í ræðu sinni í morgun. Mikill stuðningur frá stjórnarandstöðunni Ísland sé í annarri stöðu en hin Norðurlöndin vegna herleysis. Hún bendir á að ræða hafi átt á Alþingi í gær fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, en því hafi verið frestað vegna ábendinga stjórnarandstöðunnar um hve rýr áætlunin sé af upplýsingum. „Það er ekkert komið inn á þennan mikilvæga málaflokk hér,“ sagði Bryndís og lyfti upp fjármálaáætlun. „Ef við sammælumst um það að þetta séeu stærstu málin okkar núna á þessum tíma - og ég held líka að ríkisstjórnin eigi mikinn stuðning frá stjórnarandstöðunni í þessum málum - þá er svo mikilvægt að við tökum þetta samtal hér.“ Sjálfstæðisflokkurinn sé tilbúinn að styðja við ríkisstjórnina í málaflokknum. „Nú er ein vika eftir, næsta vika, af þinginu og svo förum við í tveggja vikna frí. Ég held að það sé nauðsynlegt að við fáum hér sérstakt samtal við hæstvirtan utanríkisráðherra í næstu viku þar sem við getum tekið þátt í samtalinu um stöðu mála, því það er síbreytilegt, og ekki síst um það hvernig við hér á Íslandi ætlum að bregðast við.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Tengdar fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Bandarískir embættismenn og erindrekar hafa kvartað við kollega sína í Evrópu yfir ætlunum ráðamanna þar um að draga úr hergagnakaupum frá Bandaríkjunum. Mörg ríki Evrópu stefna nú á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem má að hluta til rekja til ótta við að Evrópa geti ekki lengur reitt sig á Bandaríkin. 2. apríl 2025 16:04 Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði að ráðamenn Bandaríkjanna eiga ekki að tala við bandamenn sína í þeim tón sem hefur verið gert. Danir séu opnir fyrir nánara samstarfi innan þess ramma sem er til staðar. 29. mars 2025 10:40 Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að rússneskum hermönnum muni fjölga á norðurslóðum. Á sama tíma gagnrýndi hann aðildarríki Atlantshafsbandalagsins fyrir meinta vígvæðingu á norðurslóðum. Þetta sagði hann í ræðu sem hann flutti í dag um þau fjölmörgu og stóru tækifæri á þessum slóðum og ætlanir ríkisstjórnar hans til að nýta þau. 27. mars 2025 18:04 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Bandarískir embættismenn og erindrekar hafa kvartað við kollega sína í Evrópu yfir ætlunum ráðamanna þar um að draga úr hergagnakaupum frá Bandaríkjunum. Mörg ríki Evrópu stefna nú á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem má að hluta til rekja til ótta við að Evrópa geti ekki lengur reitt sig á Bandaríkin. 2. apríl 2025 16:04
Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði að ráðamenn Bandaríkjanna eiga ekki að tala við bandamenn sína í þeim tón sem hefur verið gert. Danir séu opnir fyrir nánara samstarfi innan þess ramma sem er til staðar. 29. mars 2025 10:40
Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að rússneskum hermönnum muni fjölga á norðurslóðum. Á sama tíma gagnrýndi hann aðildarríki Atlantshafsbandalagsins fyrir meinta vígvæðingu á norðurslóðum. Þetta sagði hann í ræðu sem hann flutti í dag um þau fjölmörgu og stóru tækifæri á þessum slóðum og ætlanir ríkisstjórnar hans til að nýta þau. 27. mars 2025 18:04