Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2025 18:35 Sveindís Jane Jónsdóttir var besti leikmaður Íslands í dag og var bæði nálægt því að skora og leggja upp mark. Vísir/Anton Íslenska landsliðið tók á móti því norska í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld. Íslenska liðið var hættulegra stærstan hluta leiksins og fékk nokkur ákjósanleg færi til að koma boltanum í netið. Þær norsku fengu þó einnig sín færi, en inn vildi boltinn ekki og niðurstaðan varð markalaust jafntefli. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [7] Gaf norska liðinu dauðafæri eftir rúmlega korters leik og var heppin að skot Norðmanna hafnaði í stönginni. Varði hins vegar vel eftir að Karólína Lea gaf eitt stykki dauðafæri og var nokkuð örugg í teignum það sem eftir lifði leiks þó kvöldsólin hafi vissulega náð að stríða henni á einhverjum tímapunkti. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður [6] Virtist hálf óörugg framan af leik, en komst betur í takt við leikinn eftir sem leið á. Lítið hægt að setja út á hennar leik, ef frá eru taldar fyrstu 15-20 mínúturnar. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [7] Bar fyrirliðabandið í fjarveru Glódísar Perlu. Hefur verið hluti af sterku miðvarðarpari með Glódísi og steig upp sem leiðtogi liðsins í dag. Guðrún Arnardóttir, miðvörður [7] Skilaði sinni vakt vel við hlið Ingibjargar. Varnarlína íslenska liðsins er öflug og gott að sjá að liðið getur alveg plummað sig þó Glódís missi af einstaka leik. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [7] Iðin upp og niður vinstri kantinn og virðist ekki þreytast mikið. Er alla jafna góð spyrnukona, en þær hornspyrnur sem hún tók voru hins vegar ekki upp á marga fiska í dag. Berglind Rós Ágústsdóttir, miðjumaður [7] Stýrði umferðinni vel á miðjunni í dag og var einn af bestu leikmönnum vallarins. Óheppin að skora ekki snemma í síðari hálfleik þegar þrumuskot hennar sigldi rétt framhjá samskeytunum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [5] Fékk algjört dauðafæri stuttu fyrir hálfleik, en hitti boltann mjög illa og gaf svo dauðafæri stuttu síðar. Þrumuskot af varnarmanni í slána súmmerar kannski hennar leik ágætlega upp. Hefur oft verið sýnilegri í íslensku treyjunni. Ekki sú Karólína sem við höfum vanist. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [7] Óheppin að skora ekki snemma leiks þegar hún stal boltanum á miðsvæðinu og keyrði upp völlinn. Komst í gott færi, en lét verja frá sér. Var öflug inni á miðsvæðinu og örugg í sínum aðgerðum þar til hún var tekin af velli á 67. mínútu. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, hægri vængmaður [6] Vann ágætis vinnu á báðum endum vallarins, en skapaði lítið fyrir sjálfa sig og liðsfélaga sína. Fór af velli á 82. mínútu. Hlín Eiríksdóttir, framherji [6] Hljóp mikið og djöflaðist, en fékk úr litlu að moða í fremstu víglínu og kom sér ekki í nein alvöru færi. Var tekin af velli á 67. mínútu fyrir Söndru Maríu. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri vængmaður [8] Ógnandi, eins og nánast alltaf þegar hún stígur inn á fótboltavöll. Kom sér í að minnsta kosti tvö góð færi og er ábyggilega svekkt út í sjálfa sig að hafa ekki skorað. Er potturinn og pannan í íslenska sóknarleiknum. Varamenn: Sandra María Jessen kom inn á fyrir Hlín Eiríksdóttir á 67. mínútu [6] Markadrottning Bestu-deildarinnar á síðasta tímabili náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Andrea Hauksdóttir kom inn á fyrir Hildur Antonsdóttir á 67. mínútu [6] Ágætis innkoma hjá Andreu. Svo sem ekki mikið meira um það að segja. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir kom inn á fyrir Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur á 82. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Íslenska liðið var hættulegra stærstan hluta leiksins og fékk nokkur ákjósanleg færi til að koma boltanum í netið. Þær norsku fengu þó einnig sín færi, en inn vildi boltinn ekki og niðurstaðan varð markalaust jafntefli. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [7] Gaf norska liðinu dauðafæri eftir rúmlega korters leik og var heppin að skot Norðmanna hafnaði í stönginni. Varði hins vegar vel eftir að Karólína Lea gaf eitt stykki dauðafæri og var nokkuð örugg í teignum það sem eftir lifði leiks þó kvöldsólin hafi vissulega náð að stríða henni á einhverjum tímapunkti. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður [6] Virtist hálf óörugg framan af leik, en komst betur í takt við leikinn eftir sem leið á. Lítið hægt að setja út á hennar leik, ef frá eru taldar fyrstu 15-20 mínúturnar. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [7] Bar fyrirliðabandið í fjarveru Glódísar Perlu. Hefur verið hluti af sterku miðvarðarpari með Glódísi og steig upp sem leiðtogi liðsins í dag. Guðrún Arnardóttir, miðvörður [7] Skilaði sinni vakt vel við hlið Ingibjargar. Varnarlína íslenska liðsins er öflug og gott að sjá að liðið getur alveg plummað sig þó Glódís missi af einstaka leik. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [7] Iðin upp og niður vinstri kantinn og virðist ekki þreytast mikið. Er alla jafna góð spyrnukona, en þær hornspyrnur sem hún tók voru hins vegar ekki upp á marga fiska í dag. Berglind Rós Ágústsdóttir, miðjumaður [7] Stýrði umferðinni vel á miðjunni í dag og var einn af bestu leikmönnum vallarins. Óheppin að skora ekki snemma í síðari hálfleik þegar þrumuskot hennar sigldi rétt framhjá samskeytunum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [5] Fékk algjört dauðafæri stuttu fyrir hálfleik, en hitti boltann mjög illa og gaf svo dauðafæri stuttu síðar. Þrumuskot af varnarmanni í slána súmmerar kannski hennar leik ágætlega upp. Hefur oft verið sýnilegri í íslensku treyjunni. Ekki sú Karólína sem við höfum vanist. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [7] Óheppin að skora ekki snemma leiks þegar hún stal boltanum á miðsvæðinu og keyrði upp völlinn. Komst í gott færi, en lét verja frá sér. Var öflug inni á miðsvæðinu og örugg í sínum aðgerðum þar til hún var tekin af velli á 67. mínútu. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, hægri vængmaður [6] Vann ágætis vinnu á báðum endum vallarins, en skapaði lítið fyrir sjálfa sig og liðsfélaga sína. Fór af velli á 82. mínútu. Hlín Eiríksdóttir, framherji [6] Hljóp mikið og djöflaðist, en fékk úr litlu að moða í fremstu víglínu og kom sér ekki í nein alvöru færi. Var tekin af velli á 67. mínútu fyrir Söndru Maríu. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri vængmaður [8] Ógnandi, eins og nánast alltaf þegar hún stígur inn á fótboltavöll. Kom sér í að minnsta kosti tvö góð færi og er ábyggilega svekkt út í sjálfa sig að hafa ekki skorað. Er potturinn og pannan í íslenska sóknarleiknum. Varamenn: Sandra María Jessen kom inn á fyrir Hlín Eiríksdóttir á 67. mínútu [6] Markadrottning Bestu-deildarinnar á síðasta tímabili náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Andrea Hauksdóttir kom inn á fyrir Hildur Antonsdóttir á 67. mínútu [6] Ágætis innkoma hjá Andreu. Svo sem ekki mikið meira um það að segja. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir kom inn á fyrir Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur á 82. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn