„Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2025 19:24 Hildur Antonsdóttir átti fínan leik á miðsvæðinu hjá íslenska liðinu. Vísir/Anton Brink Hildur Antonsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að það hafi verið hálfgerð vonbrigði að taka bara eitt stig gegn sterku norsku liði á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld. „Já, ég myndi segja það. Að við tökum ekki þrjú stig úr þessum leik eru vonbrigði fyrir okkur,“ sagði Hildur í viðtali í leikslok. „Við áttum mjög góð færi sem við hefðum getað nýtt. Alveg í lokin eigum við sláarskot og horn eftir horn. Þær voru bara orðnar stressaðar og farnar að tefja í lokin. Eitt stig, við tökum því, en við hefðum viljað þrjú.“ Hún segist einfaldlega ekki skilja hvernig íslenska liðinu tókst ekki að skora í kvöld. „Ég veit það ekki. Ég skil ekki hvernig hann fór ekki inn þarna á tímabili. En við þurfum bara að nýta færin okkar og ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú. Við erum að komast í ágætar stöður og það vantar kannski bara meiri ró á síðasta þriðjungi vallarins.“ Fimm breytingar voru gerðar á íslenska liðinu milli leikja og þá voru íslensku stelpurnar án fyrirliða síns, Glódísar Perlu Viggósdóttur. Hildur segir liðið þó hafa náð að leysa vel úr því. „Mér fannst dýnamíkin bara góð. Það er ótrúlega mikil samheldni í þessu liði og það skiptir ekki máli hverjar koma inn og hverjar detta út. Við erum bara eitt stórt lið með 23 leikmenn og það standa sig allar vel í hópnum.“ Þá segir hún mikilvægt að íslenska liðið taki með sér það jákvæða úr leik kvöldsins í næsta leik, sem er gegn Sviss hér á sama velli næstkomandi þriðjudag. „Ef við tökum þessa orku og það sem við vorum að gera í þessum leik með okkur í þann leik þá eigum við að taka þrjú stig á móti Sviss. Það er bara algjörlega þannig og við stefnum að því,“ sagði Hildur að lokum Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
„Já, ég myndi segja það. Að við tökum ekki þrjú stig úr þessum leik eru vonbrigði fyrir okkur,“ sagði Hildur í viðtali í leikslok. „Við áttum mjög góð færi sem við hefðum getað nýtt. Alveg í lokin eigum við sláarskot og horn eftir horn. Þær voru bara orðnar stressaðar og farnar að tefja í lokin. Eitt stig, við tökum því, en við hefðum viljað þrjú.“ Hún segist einfaldlega ekki skilja hvernig íslenska liðinu tókst ekki að skora í kvöld. „Ég veit það ekki. Ég skil ekki hvernig hann fór ekki inn þarna á tímabili. En við þurfum bara að nýta færin okkar og ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú. Við erum að komast í ágætar stöður og það vantar kannski bara meiri ró á síðasta þriðjungi vallarins.“ Fimm breytingar voru gerðar á íslenska liðinu milli leikja og þá voru íslensku stelpurnar án fyrirliða síns, Glódísar Perlu Viggósdóttur. Hildur segir liðið þó hafa náð að leysa vel úr því. „Mér fannst dýnamíkin bara góð. Það er ótrúlega mikil samheldni í þessu liði og það skiptir ekki máli hverjar koma inn og hverjar detta út. Við erum bara eitt stórt lið með 23 leikmenn og það standa sig allar vel í hópnum.“ Þá segir hún mikilvægt að íslenska liðið taki með sér það jákvæða úr leik kvöldsins í næsta leik, sem er gegn Sviss hér á sama velli næstkomandi þriðjudag. „Ef við tökum þessa orku og það sem við vorum að gera í þessum leik með okkur í þann leik þá eigum við að taka þrjú stig á móti Sviss. Það er bara algjörlega þannig og við stefnum að því,“ sagði Hildur að lokum
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira