„Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. apríl 2025 19:21 Sveindís sótti af krafti og fékk fín færi, en líkt og öðrum leikmönnum íslenska liðsins tókst henni ekki að skora. vísir / anton brink „Við viljum vinna alla leiki á heimavelli og mér fannst við eiga mjög góð færi, nóg til að skora allavega eitt“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir eftir markalaust jafntefli Íslands gegn Noregi, þar sem Ísland fékk fjölda færa til að klára leikinn. Hins vegar er hægara sagt en gert að koma tuðrunni yfir línuna. „Ég veit ekki hvort við séum bara ekki vanar að vera í þessari stöðu [fá svona mörg færi]. Ég veit það ekki, en þetta var óheppni líka. Við komumst í góð færi allavega og það er jákvætt, en við verðum að koma honum yfir línuna í næsta leik“ sagði Sveindís einnig, sjáanlega svekkt með niðurstöðu leiksins. Færasköpun hefur oft verið vandamál hjá íslenska liðinu, en var það alls ekki í dag. Sveindís segir liðið þó ekki hafa breytt neinu í sinni spilamennsku. „Nei, ekkert þannig séð. Við erum kannski bara vanari að spila í þessum vindi og á gervigrasi, það virkaði fínt fyrir okkur en við verðum að vera grimmari fyrir framan markið og koma honum yfir línuna.“ Norska landsliðið saknaði slatta af góðum leikmönnum og var án tveggja stærstu stjarnanna, Caroline Graham Hansen og Ada Hegerberg. Í ljósi þess er svekkelsið enn meira hjá Íslandi, að hafa ekki náð í þrjú stig úr þessum leik. „Jú og sérstaklega á heimavelli. Við vorum betri, komum okkur í betri færi en þær. Við verðum að fara að refsa úr góðu stöðunum sem við komumst í, en eins og ég segi, gerum bara betur í næsta leik.“ Sveindís var örlítið þreytt og haltraði inn í viðtalið, en sagðist vera í góðu lagi og klár í næsta leik gegn Sviss á mánudaginn. Ísland gerði einnig markalaust jafntefli við Sviss þegar liðin mættust í febrúar. „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora. Við munum fara yfir leikinn og sjá hvað við getum gert betur. Það eru fullt af möguleikum á móti Sviss, við skoðum síðasta leik á móti þeim og gerum betur. Setjum boltann yfir línuna“ sagði Sveindís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Sjá meira
„Ég veit ekki hvort við séum bara ekki vanar að vera í þessari stöðu [fá svona mörg færi]. Ég veit það ekki, en þetta var óheppni líka. Við komumst í góð færi allavega og það er jákvætt, en við verðum að koma honum yfir línuna í næsta leik“ sagði Sveindís einnig, sjáanlega svekkt með niðurstöðu leiksins. Færasköpun hefur oft verið vandamál hjá íslenska liðinu, en var það alls ekki í dag. Sveindís segir liðið þó ekki hafa breytt neinu í sinni spilamennsku. „Nei, ekkert þannig séð. Við erum kannski bara vanari að spila í þessum vindi og á gervigrasi, það virkaði fínt fyrir okkur en við verðum að vera grimmari fyrir framan markið og koma honum yfir línuna.“ Norska landsliðið saknaði slatta af góðum leikmönnum og var án tveggja stærstu stjarnanna, Caroline Graham Hansen og Ada Hegerberg. Í ljósi þess er svekkelsið enn meira hjá Íslandi, að hafa ekki náð í þrjú stig úr þessum leik. „Jú og sérstaklega á heimavelli. Við vorum betri, komum okkur í betri færi en þær. Við verðum að fara að refsa úr góðu stöðunum sem við komumst í, en eins og ég segi, gerum bara betur í næsta leik.“ Sveindís var örlítið þreytt og haltraði inn í viðtalið, en sagðist vera í góðu lagi og klár í næsta leik gegn Sviss á mánudaginn. Ísland gerði einnig markalaust jafntefli við Sviss þegar liðin mættust í febrúar. „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora. Við munum fara yfir leikinn og sjá hvað við getum gert betur. Það eru fullt af möguleikum á móti Sviss, við skoðum síðasta leik á móti þeim og gerum betur. Setjum boltann yfir línuna“ sagði Sveindís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Sjá meira