„Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Siggeir Ævarsson skrifar 5. apríl 2025 20:30 Kolbrún María Ármannsdóttir er komin á 80% fulla ferð á ný Vísir/Pawel Cieslikiewicz Kolbrún María Ármannsdóttir steig sín fyrstu skref á parketinu í kvöld eftir langa fjarveru en hún meiddist í leik Stjörnunnar og Aþenu þann 7. janúar, eða fyrir rétt tæpum þremur mánuðum. Kolbrún viðurkenndi að það fylgdu þessari innkomu blendnar tilfinningar í ljósi úrslitanna en Njarðvík vann 72-89 sigur í Umhyggjuhöllinni og er komið í 2-0 í einvíginu. „Það er auðvitað frábært að vera komin aftur inn á völlinn, bara „hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“. Á sama tíma þá erum við komnar með bakið upp við vegg, við verðum að vinna næsta leik. Það er bara ekkert annað í stöðunni.“ Njarðvíkingar eru með þrjá erlenda leikmenn í sínum röðum sem varnarmenn Stjörnunnar þurftu að hafa mikið fyrir að hægja á í kvöld og Kolbrún sagði það vera ærið verkefni. „Erlendu stelpurnar eru allar frábærar. Emilie ótrúlega klár í körfubolta. Brittany náttúrulega rugl góð. En við verðum bara að finna leiðir til að stoppa þær og við ætlum að gera það.“ Hvaða leiðir það eru vildi Kolbrún ekki gefa upp en planið fyrir miðvikudaginn er einfalt. „Við ætlum að fara til Njarðvíkur og bara gera okkar besta og vinna. Það er alveg klárt mál að við ætlum að vinna.“ Kolbrún spilaði rúmlega 21 mínútu í kvöld og skoraði 17 stig en sagðist enn eiga eitthvað í að ná sér 100 prósent góðri. „Ég myndi segja að ég væri svona 80 prósent. Ég er ennþá á smá mínútufjölda því ég er ennþá að jafna mig eftir ökklann. En þetta er allt að komast, loksins, þannig að ég er bara mjög ánægð með framhaldið.“ Hún viðurkenndi fúslega að ef þjálfarateymi Stjörnunnar væri ekki með hemil á mínútum hennar hefði hún örugglega spilað meira en sýndi stöðunni skilning „Auðvitað myndi ég gera það.“ - Sagði Kolbrún og hló. „Ég vil alltaf spila og gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu mínu. Auðvitað er erfitt að sitja á bekknum en ég skil þetta. Ég er bara að koma til baka og þetta tekur tíma.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Kolbrún viðurkenndi að það fylgdu þessari innkomu blendnar tilfinningar í ljósi úrslitanna en Njarðvík vann 72-89 sigur í Umhyggjuhöllinni og er komið í 2-0 í einvíginu. „Það er auðvitað frábært að vera komin aftur inn á völlinn, bara „hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“. Á sama tíma þá erum við komnar með bakið upp við vegg, við verðum að vinna næsta leik. Það er bara ekkert annað í stöðunni.“ Njarðvíkingar eru með þrjá erlenda leikmenn í sínum röðum sem varnarmenn Stjörnunnar þurftu að hafa mikið fyrir að hægja á í kvöld og Kolbrún sagði það vera ærið verkefni. „Erlendu stelpurnar eru allar frábærar. Emilie ótrúlega klár í körfubolta. Brittany náttúrulega rugl góð. En við verðum bara að finna leiðir til að stoppa þær og við ætlum að gera það.“ Hvaða leiðir það eru vildi Kolbrún ekki gefa upp en planið fyrir miðvikudaginn er einfalt. „Við ætlum að fara til Njarðvíkur og bara gera okkar besta og vinna. Það er alveg klárt mál að við ætlum að vinna.“ Kolbrún spilaði rúmlega 21 mínútu í kvöld og skoraði 17 stig en sagðist enn eiga eitthvað í að ná sér 100 prósent góðri. „Ég myndi segja að ég væri svona 80 prósent. Ég er ennþá á smá mínútufjölda því ég er ennþá að jafna mig eftir ökklann. En þetta er allt að komast, loksins, þannig að ég er bara mjög ánægð með framhaldið.“ Hún viðurkenndi fúslega að ef þjálfarateymi Stjörnunnar væri ekki með hemil á mínútum hennar hefði hún örugglega spilað meira en sýndi stöðunni skilning „Auðvitað myndi ég gera það.“ - Sagði Kolbrún og hló. „Ég vil alltaf spila og gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu mínu. Auðvitað er erfitt að sitja á bekknum en ég skil þetta. Ég er bara að koma til baka og þetta tekur tíma.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira