Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 7. apríl 2025 07:02 Fangelsisvist er ekki einungis áfall fyrir þann sem brýtur af sér, heldur hefur hún áhrif á fjölskyldur viðkomandi, einkum börnin. Hér á Íslandi erum við farin að sjá ákveðna þróun sem kallar á brýn inngrip, þriðju kynslóðina sem fer inn í fangelsi. Það er sorgleg staðreynd að börn fanga eru í meiri hættu en önnur börn á að lenda í afbrotum sjálf. Afstaða, samtök sem starfa í þágu fanga og fjölskyldna þeirra, hefur því sett sér það markmið að rjúfa þennan vítahring með því að bjóða foreldrum í fangelsi upp á fræðslu og stuðningsúrræði sem geta dregið úr líkum á að börnin þeirra lendi sömu leið. Hvað segja rannsóknirnar? Rannsóknir sýna að börn foreldra sem hafa setið í fangelsi eiga í meiri hættu á að lenda í félagslegum og sálrænum erfiðleikum. Ástæður fyrir þessu eru margþættar, félagsleg einangrun, skortur á stuðningi, einelti og minni fjárhagslegt öryggi eru nokkur dæmi um þá áhættuþætti sem fylgja. Í þessu samhengi er mikilvægt að benda á þá erfiðleika sem oft fylgja því að eiga foreldra í fangelsi; þeir glíma gjarnan við tilfinningar eins og skömm, sektarkennd og óöryggi sem getur þróast í langvarandi vanda. Afleiðingin er sú að börn sem upplifa slíkan bakgrunn eiga oft á hættu að lenda sjálf í vítahring afbrota og refsinga. Úrræði fyrir foreldra í fangelsi Afstaða stefnir á að bjóða upp á námskeið fyrir foreldra í fangelsum í haust þar sem megináhersla verður lögð á að kynna úrræði sem eru til staðar fyrir fjölskyldur þeirra. Meðal annars verður fjallað um stuðningsnet, sálfræðiráðgjöf, snemmtæka íhlutun og ýmis forvarnarúrræði sem hafa sýnt góðan árangur erlendis og hér heima við að rjúfa þennan neikvæða vítahring. Með þessu vonast Afstaða til að styrkja foreldra í því að hlúa að börnum sínum, þrátt fyrir þau takmörk sem fangelsisvist setur. Fyrir foreldra í fangelsi getur verið mikill léttir að vita af úrræðum sem geta styrkt tengsl þeirra við börnin og stuðlað að heilbrigðri uppbyggingu þeirra. Þessar aðgerðir geta verið hvað áhrifaríkastar þegar um er að ræða inngrip snemma á lífsleið barnsins, sem getur dregið verulega úr líkum á félagslegum vandamálum og afbrotum í framtíðinni. Að byggja upp stuðningskerfi fyrir fjölskyldur Í samfélagi okkar er mikilvægt að móta samfélagslegar aðgerðir sem miða að því að rjúfa vítahring afbrota og styðja fjölskyldur þeirra sem lenda í fangelsi. Afstaða leggur áherslu á að foreldrar í fangelsi fái bæði fræðslu og stuðning til að styðja börn sín betur og bjóða þeim heilbrigðan stuðning. Þetta er mikilvægt fyrirkomulag sem hefur ekki einungis jákvæð áhrif á börn fanga heldur einnig á samfélagið allt. Rannsóknir hafa sýnt að þegar fangar fá stuðning og leiðsögn til að halda sambandi við fjölskyldu sína og börn meðan á fangelsisvist stendur, aukast líkur á farsælli samfélagsaðlögun og minni endurkomu í fangelsi. Með því að styrkja tengsl foreldra og barna í gegnum námskeið og stuðningskerfi skapar Afstaða samfélagslega ávinning sem nær langt út fyrir fangelsismúrana. Slík fræðsla getur stuðlað að jákvæðri þróun innan réttarkerfisins þar sem samfélagsaðlögun, samstaða og stuðningur er í fyrirrúmi. Börn eiga rétt á því að eiga tækifæri til að vaxa og þroskast án þeirrar áhættu sem fylgir því að eiga foreldra í fangelsi. Um leið hvetur Afstaða stjórnvöld um að ráðinn verði sérstakur barnafulltrúi í öll fangelsi landsins til aðstoða fólki í afplánun sem eiga börn en það er einmitt það sem norðurlöndin gera og hefur einnig verið hvatt til af Umboðsmanni Barna fyrir þó nokkru síðan. Ef þú ert foreldri eða aðstandandi barns sem á foreldri í fangelsi, ekki hika við að fá frekari upplýsingar hjá Afstöðu (afstada@afstada.is) eða Bjargráð(https://faff.is/hafdu-samband) en það eru þeir aðilar sem sinna þessum hópi og geta bent á leiðir fyrir farsæld barnsins sem hægt er að sækja. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Barnavernd Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fangelsisvist er ekki einungis áfall fyrir þann sem brýtur af sér, heldur hefur hún áhrif á fjölskyldur viðkomandi, einkum börnin. Hér á Íslandi erum við farin að sjá ákveðna þróun sem kallar á brýn inngrip, þriðju kynslóðina sem fer inn í fangelsi. Það er sorgleg staðreynd að börn fanga eru í meiri hættu en önnur börn á að lenda í afbrotum sjálf. Afstaða, samtök sem starfa í þágu fanga og fjölskyldna þeirra, hefur því sett sér það markmið að rjúfa þennan vítahring með því að bjóða foreldrum í fangelsi upp á fræðslu og stuðningsúrræði sem geta dregið úr líkum á að börnin þeirra lendi sömu leið. Hvað segja rannsóknirnar? Rannsóknir sýna að börn foreldra sem hafa setið í fangelsi eiga í meiri hættu á að lenda í félagslegum og sálrænum erfiðleikum. Ástæður fyrir þessu eru margþættar, félagsleg einangrun, skortur á stuðningi, einelti og minni fjárhagslegt öryggi eru nokkur dæmi um þá áhættuþætti sem fylgja. Í þessu samhengi er mikilvægt að benda á þá erfiðleika sem oft fylgja því að eiga foreldra í fangelsi; þeir glíma gjarnan við tilfinningar eins og skömm, sektarkennd og óöryggi sem getur þróast í langvarandi vanda. Afleiðingin er sú að börn sem upplifa slíkan bakgrunn eiga oft á hættu að lenda sjálf í vítahring afbrota og refsinga. Úrræði fyrir foreldra í fangelsi Afstaða stefnir á að bjóða upp á námskeið fyrir foreldra í fangelsum í haust þar sem megináhersla verður lögð á að kynna úrræði sem eru til staðar fyrir fjölskyldur þeirra. Meðal annars verður fjallað um stuðningsnet, sálfræðiráðgjöf, snemmtæka íhlutun og ýmis forvarnarúrræði sem hafa sýnt góðan árangur erlendis og hér heima við að rjúfa þennan neikvæða vítahring. Með þessu vonast Afstaða til að styrkja foreldra í því að hlúa að börnum sínum, þrátt fyrir þau takmörk sem fangelsisvist setur. Fyrir foreldra í fangelsi getur verið mikill léttir að vita af úrræðum sem geta styrkt tengsl þeirra við börnin og stuðlað að heilbrigðri uppbyggingu þeirra. Þessar aðgerðir geta verið hvað áhrifaríkastar þegar um er að ræða inngrip snemma á lífsleið barnsins, sem getur dregið verulega úr líkum á félagslegum vandamálum og afbrotum í framtíðinni. Að byggja upp stuðningskerfi fyrir fjölskyldur Í samfélagi okkar er mikilvægt að móta samfélagslegar aðgerðir sem miða að því að rjúfa vítahring afbrota og styðja fjölskyldur þeirra sem lenda í fangelsi. Afstaða leggur áherslu á að foreldrar í fangelsi fái bæði fræðslu og stuðning til að styðja börn sín betur og bjóða þeim heilbrigðan stuðning. Þetta er mikilvægt fyrirkomulag sem hefur ekki einungis jákvæð áhrif á börn fanga heldur einnig á samfélagið allt. Rannsóknir hafa sýnt að þegar fangar fá stuðning og leiðsögn til að halda sambandi við fjölskyldu sína og börn meðan á fangelsisvist stendur, aukast líkur á farsælli samfélagsaðlögun og minni endurkomu í fangelsi. Með því að styrkja tengsl foreldra og barna í gegnum námskeið og stuðningskerfi skapar Afstaða samfélagslega ávinning sem nær langt út fyrir fangelsismúrana. Slík fræðsla getur stuðlað að jákvæðri þróun innan réttarkerfisins þar sem samfélagsaðlögun, samstaða og stuðningur er í fyrirrúmi. Börn eiga rétt á því að eiga tækifæri til að vaxa og þroskast án þeirrar áhættu sem fylgir því að eiga foreldra í fangelsi. Um leið hvetur Afstaða stjórnvöld um að ráðinn verði sérstakur barnafulltrúi í öll fangelsi landsins til aðstoða fólki í afplánun sem eiga börn en það er einmitt það sem norðurlöndin gera og hefur einnig verið hvatt til af Umboðsmanni Barna fyrir þó nokkru síðan. Ef þú ert foreldri eða aðstandandi barns sem á foreldri í fangelsi, ekki hika við að fá frekari upplýsingar hjá Afstöðu (afstada@afstada.is) eða Bjargráð(https://faff.is/hafdu-samband) en það eru þeir aðilar sem sinna þessum hópi og geta bent á leiðir fyrir farsæld barnsins sem hægt er að sækja. Höfundur er formaður Afstöðu.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun