Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar 7. apríl 2025 13:30 „Allar hendur á dekk“ kölluðu eigendur stórútgerðarinnar og samtökin sem vinna fyrir þeirra málstað, SFS. Þau höfðu nefnilega orðið þess vör að bæði ríkisstjórnin og þjóðin hygðist krefjast réttlátara gjalds fyrir sjávarauðlindina. „Landsbyggðaskattur“ kalla þau leiðréttingu á veiðigjaldi jafnvel þó þau viti að það sem eftir verður af veiðigjaldinu þegar búið er að greiða þjónustu við greinina sjálfa úr ríkissjóði, fari í bættar samgöngur á landsbyggðinni. Einhvern veginn er ekki sama umhyggjan fyrir landsbyggðinni þegar kvóti gengur kaupum og sölum þeirra á milli og skilur sjávarpáss eftir í miklum vanda. En þá er hins vegar hægt greiða fullt verð fyrir kvótann. Breytingarnar sem til stendur að gera á veiðigjaldinu eru ekki stórkostlegar en gott skref þar til auðlindastefna fyrir Ísland er tilbúin. Þær eru ekki um að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu eða formúlunni sem veiðigjaldið er reiknað út frá. Áfram verður umtalsverður afsláttur gefinn fyrir litlar og meðalstórar útgerðir. Breytingarnar ganga aðeins út á að miðað verði við markaðsverð í útreikningnum en ekki það verð sem útgerðarmenn ákveða sjálfir þegar þeir selja sjálfum sér fisk til vinnslu í fiskvinnslustöðvum í þeirra eigin eigu. Með breytingunum færi veiðigjald fyrir kíló af þorski úr tæpum 29 krónum í tæpar 46 krónur. Þessa breytingu er nauðsynlegt að skoða í samhengi við það sem þeir sem sýsla með kvóta fá þegar þeir leigja kvóta frá sér, svo sem til þeirra sem ekki fá úthlutaðan kvóta innan kerfisins. Þar er verðið 480 kr á kílóið nú um stundir. Meira en 10 sinnum hærra en boðað veiðigjald! Með fyrirhuguðum breytingunum er ekki stuðlað að nýliðun í sjávarútvegi. Kerfið verður áfram lokað sem er eitt af því sem ósætti hefur lengi verið um. Til að stuðla að nýliðun hefur Landssamband smábátaútgerða boðið 100 krónur í kílóið af þorski. Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda bjóða 150 krónur í kílóið. Þessi tilboð ásamt leiguverði á milli útgerða gefa til kynna að fullt verð fyrir fiskveiðiauðlindina sé mun hærra en það sem lagt er til í drögum að frumvarpi um veiðigjöld. Um fullt verð fáum við hins vegar aðeins að vita með útboði á kvóta. Ekkert sjávarpláss mun fara á hliðina við þessa hækkun veiðigjalda líkt og gefið er í skyn í tilkomumiklum sjónvarpsauglýsingum frá SFS. Mér finnast þær auglýsingar sýna töluverða ósvífni að hálfu útgerðarinnar sem malar gull og nýtir arðinn m.a. í samkeppni við ungt fólk sem vill kaupa sér þak yfir höfuðið eða til að keppa við aðra um fjárfestingar í óskyldum rekstri í hinum ýmsum fyrirtækjum. Keppni sem stórútgerðin vinnur því hún getur ávallt boðið betur. „Allar hendur á dekk“ kallar SFS og við sjáum að margir sinna kallinu með greinarskrifum og viðtölum að ótöldum auglýsingunum fallegu. Árangur af slíku hefur reynst þeim ábatasamur undanfarna áratugi. Þau veðja á að svo verði einnig nú. Vegna þess að þau halda að þau eigi Ísland. En svo er ekki. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Sjávarútvegur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
„Allar hendur á dekk“ kölluðu eigendur stórútgerðarinnar og samtökin sem vinna fyrir þeirra málstað, SFS. Þau höfðu nefnilega orðið þess vör að bæði ríkisstjórnin og þjóðin hygðist krefjast réttlátara gjalds fyrir sjávarauðlindina. „Landsbyggðaskattur“ kalla þau leiðréttingu á veiðigjaldi jafnvel þó þau viti að það sem eftir verður af veiðigjaldinu þegar búið er að greiða þjónustu við greinina sjálfa úr ríkissjóði, fari í bættar samgöngur á landsbyggðinni. Einhvern veginn er ekki sama umhyggjan fyrir landsbyggðinni þegar kvóti gengur kaupum og sölum þeirra á milli og skilur sjávarpáss eftir í miklum vanda. En þá er hins vegar hægt greiða fullt verð fyrir kvótann. Breytingarnar sem til stendur að gera á veiðigjaldinu eru ekki stórkostlegar en gott skref þar til auðlindastefna fyrir Ísland er tilbúin. Þær eru ekki um að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu eða formúlunni sem veiðigjaldið er reiknað út frá. Áfram verður umtalsverður afsláttur gefinn fyrir litlar og meðalstórar útgerðir. Breytingarnar ganga aðeins út á að miðað verði við markaðsverð í útreikningnum en ekki það verð sem útgerðarmenn ákveða sjálfir þegar þeir selja sjálfum sér fisk til vinnslu í fiskvinnslustöðvum í þeirra eigin eigu. Með breytingunum færi veiðigjald fyrir kíló af þorski úr tæpum 29 krónum í tæpar 46 krónur. Þessa breytingu er nauðsynlegt að skoða í samhengi við það sem þeir sem sýsla með kvóta fá þegar þeir leigja kvóta frá sér, svo sem til þeirra sem ekki fá úthlutaðan kvóta innan kerfisins. Þar er verðið 480 kr á kílóið nú um stundir. Meira en 10 sinnum hærra en boðað veiðigjald! Með fyrirhuguðum breytingunum er ekki stuðlað að nýliðun í sjávarútvegi. Kerfið verður áfram lokað sem er eitt af því sem ósætti hefur lengi verið um. Til að stuðla að nýliðun hefur Landssamband smábátaútgerða boðið 100 krónur í kílóið af þorski. Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda bjóða 150 krónur í kílóið. Þessi tilboð ásamt leiguverði á milli útgerða gefa til kynna að fullt verð fyrir fiskveiðiauðlindina sé mun hærra en það sem lagt er til í drögum að frumvarpi um veiðigjöld. Um fullt verð fáum við hins vegar aðeins að vita með útboði á kvóta. Ekkert sjávarpláss mun fara á hliðina við þessa hækkun veiðigjalda líkt og gefið er í skyn í tilkomumiklum sjónvarpsauglýsingum frá SFS. Mér finnast þær auglýsingar sýna töluverða ósvífni að hálfu útgerðarinnar sem malar gull og nýtir arðinn m.a. í samkeppni við ungt fólk sem vill kaupa sér þak yfir höfuðið eða til að keppa við aðra um fjárfestingar í óskyldum rekstri í hinum ýmsum fyrirtækjum. Keppni sem stórútgerðin vinnur því hún getur ávallt boðið betur. „Allar hendur á dekk“ kallar SFS og við sjáum að margir sinna kallinu með greinarskrifum og viðtölum að ótöldum auglýsingunum fallegu. Árangur af slíku hefur reynst þeim ábatasamur undanfarna áratugi. Þau veðja á að svo verði einnig nú. Vegna þess að þau halda að þau eigi Ísland. En svo er ekki. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun