Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 7. apríl 2025 18:05 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra og Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins ræddu fjármálaáætlunina í kvöldfréttum. Vísir/Anton Brink Þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu út á Alþingi síðdegis þegar Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra fór í ræðustól til að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026-2030. Þeir sögðust ekki treysta sér til þess að eiga umræður um áætlunina. Fyrri umræðu um fjármálaáætlunarinnar var frestað og málið tekið af dagskrá þingsins eftir fund þingflokksformanna með forseta Alþingis á fimmtudaginn. Þar voru miklar athugasemdir gerðar við fyrirkomulag fjármálaáætlunarinnar og skort á gögnum. Í upptöku á vef Alþingis má meðal annars sjá Sigurð Inga Jóhannsson þingmann Framsóknar og fyrrverandi fjármálaráðherra standa upp og yfirgefa þingsalinn meðan Inga gekk að ræðustólnum klukkan 16:54. Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður Stöðvar 2 ræddi uppákomuna við fjármálaráðherra og þingmann Miðflokksins í kvöldfréttum. Áhyggjur sagðar á rökum reistar „Það má segja að áhyggjur okkar á fimmtudaginn hafi verið á rökum reistar. Við tókum okkur helgina í að reyna að glöggva okkur á því hvort það væri hægt að eiga samtal við fagráðherra á grundvelli þess plaggs sem nú liggur fyrir,“ segir Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins. Að því loknu, auk samtals við fjármálaráðherra við upphaf umræðunnar í dag, hafi blasað við að ekki væri hægt að ræða það frekar. „Það er einfaldlega það mikið af gögnum sem eru ekki birt með fjármálaáætluninni núna, sem voru birt á netinu í fyrra og í prentuðu eintaki árin þar á undan, sem eru grundvöllur þeirrar umræðu sem við eigum við fagráðherrana um þeirra málefnasvið. Og þegar búið er að kippa því úr sambandi, þá er um lítið að tala. Því miður.“ Ósammála um innihald áætlunarinnar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að í fjármálaáætlun sé ekki gert ráð fyrir að umræddar upplýsingar komi fram. Svo hafi heldur ekki verið í fyrra. „Í fjármálaáætlun er ekki gert ráð fyrir að þessar upplýsingar komi fram, og gerðu það ekki í fyrra. Þannig að það var raunverulega búið að gera þessa breytingu á framsetningu fjármálaáætlunarinnar. Hún er niður á málefnasviðin og er þá eins og hún var í fyrra. Þingskjalið er að mestu óbreytt. Hér eru auðvitað nýjar áherslur, áherslur um jafnvægi í rekstri ríkisins og aðhald, sem koma glögglega fram í þessu tvö hundruð síðna skjali.“ Bergþór skýtur þá inn í og segist þurfa að leiðrétta Daða „einu sinni enn“. „En í plagginu í fyrra stendur beinlínis: Töflu um markmið og mælikvarða má skoða á vefnum fjarlög.is, ásamt stefnumótun um málefnasvið og málefnaflokka þess í heild. Þetta stendur við hvert einasta málefnasvið í öllu plagginu. Þannig að allar þessar upplýsingar voru aðgengilegar í fyrra og eru það ekki núna.“ Daði segir þá ekki sammála um hvernig málinu vindur fram. „Eins og ég sagði, það er alveg skýrt hvað á að vera í þessari áætlun og allt sem á að vera í henni er í henni.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Fyrri umræðu um fjármálaáætlunarinnar var frestað og málið tekið af dagskrá þingsins eftir fund þingflokksformanna með forseta Alþingis á fimmtudaginn. Þar voru miklar athugasemdir gerðar við fyrirkomulag fjármálaáætlunarinnar og skort á gögnum. Í upptöku á vef Alþingis má meðal annars sjá Sigurð Inga Jóhannsson þingmann Framsóknar og fyrrverandi fjármálaráðherra standa upp og yfirgefa þingsalinn meðan Inga gekk að ræðustólnum klukkan 16:54. Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður Stöðvar 2 ræddi uppákomuna við fjármálaráðherra og þingmann Miðflokksins í kvöldfréttum. Áhyggjur sagðar á rökum reistar „Það má segja að áhyggjur okkar á fimmtudaginn hafi verið á rökum reistar. Við tókum okkur helgina í að reyna að glöggva okkur á því hvort það væri hægt að eiga samtal við fagráðherra á grundvelli þess plaggs sem nú liggur fyrir,“ segir Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins. Að því loknu, auk samtals við fjármálaráðherra við upphaf umræðunnar í dag, hafi blasað við að ekki væri hægt að ræða það frekar. „Það er einfaldlega það mikið af gögnum sem eru ekki birt með fjármálaáætluninni núna, sem voru birt á netinu í fyrra og í prentuðu eintaki árin þar á undan, sem eru grundvöllur þeirrar umræðu sem við eigum við fagráðherrana um þeirra málefnasvið. Og þegar búið er að kippa því úr sambandi, þá er um lítið að tala. Því miður.“ Ósammála um innihald áætlunarinnar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að í fjármálaáætlun sé ekki gert ráð fyrir að umræddar upplýsingar komi fram. Svo hafi heldur ekki verið í fyrra. „Í fjármálaáætlun er ekki gert ráð fyrir að þessar upplýsingar komi fram, og gerðu það ekki í fyrra. Þannig að það var raunverulega búið að gera þessa breytingu á framsetningu fjármálaáætlunarinnar. Hún er niður á málefnasviðin og er þá eins og hún var í fyrra. Þingskjalið er að mestu óbreytt. Hér eru auðvitað nýjar áherslur, áherslur um jafnvægi í rekstri ríkisins og aðhald, sem koma glögglega fram í þessu tvö hundruð síðna skjali.“ Bergþór skýtur þá inn í og segist þurfa að leiðrétta Daða „einu sinni enn“. „En í plagginu í fyrra stendur beinlínis: Töflu um markmið og mælikvarða má skoða á vefnum fjarlög.is, ásamt stefnumótun um málefnasvið og málefnaflokka þess í heild. Þetta stendur við hvert einasta málefnasvið í öllu plagginu. Þannig að allar þessar upplýsingar voru aðgengilegar í fyrra og eru það ekki núna.“ Daði segir þá ekki sammála um hvernig málinu vindur fram. „Eins og ég sagði, það er alveg skýrt hvað á að vera í þessari áætlun og allt sem á að vera í henni er í henni.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels