„Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Ágúst Orri Arnarson skrifa 7. apríl 2025 22:31 Karólína Lea ræddi við Stöð 2 og Vísi fyrir leik Íslands og Sviss. Vísir/Stöð 2 „Bara vel. Þetta er búið að vera jákvætt eftir Noregsleikinn, mikið af ljósum punktum og við verðum að byggja ofan á þetta,“ sagði landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir aðspurð hvernig sér liði í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Karólína Lea var í eldlínunni þegar Ísland og Noregur gerðu markalaust jafntefli í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. Næsti leikur liðsins er gegn Sviss. Miðjumaðurinn öflugi var spurð út í hvað hefur mest verið rætt síðan leiknum gegn Noregi lauk. „Það sem við getum byggt ofan á. Við gerðum mikið af góðum hlutum. Vorum þéttar varnarlega og vorum að skapa mikið sóknarlega. Fengum flott færi og það eina sem vantaði var þetta mark. Þurfum að ná því inn og þá er ég bjartsýn.“ Það kom blaðamanni á óvart hversu heimilislegt allt er á hóteli landsliðsins. Þjálfarinn á inniskónum og fleira í þeim dúr. „Við fórum aðeins út í gær, fengum þá smá frítíma annars erum við bara hér að jafna okkur á milli leikja. Fjölskyldan kemur stundum á hótelið en það er þá bara eitthvað stutt á milli æfinga.“ Síðast þegar Ísland mætti Sviss lauk leiknum með markalausu jafntefli. „Sviss er hörkulið með mikið af frábærum leikmönnum þannig að við þurfum að eiga góðan leik til að eiga möguleika á sigri,“ sagði Karólína Lea og bætti jafnframt við að ef liðið myndi byggja á Noregsleiknum þá ættu möguleikarnir að vera góðir. „Maður þarf að skora til að vinna leiki og við ætlum að gera það á morgun, þriðjudag.“ Leikur Íslands og Sviss hefst klukkan 16.45 á morgun, þriðjudag. Verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á Vísi. Klippa: Karólína Lea: „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Karólína Lea var í eldlínunni þegar Ísland og Noregur gerðu markalaust jafntefli í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. Næsti leikur liðsins er gegn Sviss. Miðjumaðurinn öflugi var spurð út í hvað hefur mest verið rætt síðan leiknum gegn Noregi lauk. „Það sem við getum byggt ofan á. Við gerðum mikið af góðum hlutum. Vorum þéttar varnarlega og vorum að skapa mikið sóknarlega. Fengum flott færi og það eina sem vantaði var þetta mark. Þurfum að ná því inn og þá er ég bjartsýn.“ Það kom blaðamanni á óvart hversu heimilislegt allt er á hóteli landsliðsins. Þjálfarinn á inniskónum og fleira í þeim dúr. „Við fórum aðeins út í gær, fengum þá smá frítíma annars erum við bara hér að jafna okkur á milli leikja. Fjölskyldan kemur stundum á hótelið en það er þá bara eitthvað stutt á milli æfinga.“ Síðast þegar Ísland mætti Sviss lauk leiknum með markalausu jafntefli. „Sviss er hörkulið með mikið af frábærum leikmönnum þannig að við þurfum að eiga góðan leik til að eiga möguleika á sigri,“ sagði Karólína Lea og bætti jafnframt við að ef liðið myndi byggja á Noregsleiknum þá ættu möguleikarnir að vera góðir. „Maður þarf að skora til að vinna leiki og við ætlum að gera það á morgun, þriðjudag.“ Leikur Íslands og Sviss hefst klukkan 16.45 á morgun, þriðjudag. Verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á Vísi. Klippa: Karólína Lea: „Maður þarf að skora til að vinna leiki“
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira