Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2025 07:37 Örvar Eggertsson var í aðalhlutverki í Garðabæ í gær en átti mark hans að standa? vísir/Diego Menn voru ekki sammála um það í Stúkunni á Stöð 2 Sport hvort að mark Örvars Eggertssonar fyrir Stjörnuna gegn FH í gær, í Bestu deildinni, gæti virkilega hafa átt að standa. Umræðuna og mörkin úr leikjum gærkvöldsins má nú sjá á Vísi. Stjarnan vann FH 2-1 í gær en það sem vakti mesta athygli í leiknum var fyrsta markið, sem Örvar skoraði. Fór boltinn allur yfir línuna? Hér að neðan má sjá umræðuna og getur hver dæmt fyrir sig. Neðar í greininni má sjá öll mörkin úr leiknum sem og úr leik Víkings og ÍBV þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var rekinn af velli. Í Stúkunni var mikil umræða um markið hans Örvars. „Það er ómögulegt að sjá þetta frá þessum vinklum. Hann [Mathias Rosenorn, markvörður FH] stendur vissulega með fæturna fyrir innan línuna en það er þetta með hvort boltinn sé allur inni eða ekki. Það þarf að vera óyggjandi frá stöðu aðstoðardómarans úti við hornfánann að hann sjái þetta. Þetta verður umdeilt,“ sagði Ólafur Kristjánsson í Stúkunni og Gummi Ben tók undir að ekki væri hægt að dæma um þetta. Því var Bjarni Guðjónsson ekki sammála: „Boltinn er ekki allur yfir línuna“ „Boltinn er ákveðið breiður þannig að ég ætla að vera ósammála ykkur. Ég held að það sé alveg hægt að skera úr um þetta. Boltinn er ekki allur yfir línuna. Hann [markvörðurin] þarf þá að vera vel fyrir innan línuna. Að línuvörðurinn taki það upp hjá sér að dæma þetta sem mark…“ sagði Bjarni en Gummi skaut þá inn í: „Hann hlýtur samt að hafa séð boltann fyrir innan.“ „Boltinn er 22 sentímetrar í þvermál. Það er nú slatti,“ bætti Ólafur við. „Svo er allt atið. Allur mannskapurinn þarna fyrir framan. Hvernig í veröldinni sér AD1 boltann fyrir innan?“ spurði Bjarni. „Verðum við ekki samt að trúa að hann hafi séð boltann allan fyrir innan línuna? Ég trúi ekki öðru en að hann hafi séð hann allan fyrir innan og þess vegna tekið ákvörðun. Ekki var hann hræddur við Örvar?“ spurði Gummi áður en Ólafur sagði: „Það er ómögulegt að sjá hvort að boltinn sé inni eða ekki.“ Öll mörkin úr leikjunum í Garðabæ og Víkinni má sjá hér að neðan. Besta deild karla Tengdar fréttir Glórulaus tækling Gylfa Þórs Gylfi Þór Sigurðsson fékk beint rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu í sínum fyrsta leik með Víking í Bestu deild karla í knattspyrnu. 7. apríl 2025 19:48 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
Stjarnan vann FH 2-1 í gær en það sem vakti mesta athygli í leiknum var fyrsta markið, sem Örvar skoraði. Fór boltinn allur yfir línuna? Hér að neðan má sjá umræðuna og getur hver dæmt fyrir sig. Neðar í greininni má sjá öll mörkin úr leiknum sem og úr leik Víkings og ÍBV þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var rekinn af velli. Í Stúkunni var mikil umræða um markið hans Örvars. „Það er ómögulegt að sjá þetta frá þessum vinklum. Hann [Mathias Rosenorn, markvörður FH] stendur vissulega með fæturna fyrir innan línuna en það er þetta með hvort boltinn sé allur inni eða ekki. Það þarf að vera óyggjandi frá stöðu aðstoðardómarans úti við hornfánann að hann sjái þetta. Þetta verður umdeilt,“ sagði Ólafur Kristjánsson í Stúkunni og Gummi Ben tók undir að ekki væri hægt að dæma um þetta. Því var Bjarni Guðjónsson ekki sammála: „Boltinn er ekki allur yfir línuna“ „Boltinn er ákveðið breiður þannig að ég ætla að vera ósammála ykkur. Ég held að það sé alveg hægt að skera úr um þetta. Boltinn er ekki allur yfir línuna. Hann [markvörðurin] þarf þá að vera vel fyrir innan línuna. Að línuvörðurinn taki það upp hjá sér að dæma þetta sem mark…“ sagði Bjarni en Gummi skaut þá inn í: „Hann hlýtur samt að hafa séð boltann fyrir innan.“ „Boltinn er 22 sentímetrar í þvermál. Það er nú slatti,“ bætti Ólafur við. „Svo er allt atið. Allur mannskapurinn þarna fyrir framan. Hvernig í veröldinni sér AD1 boltann fyrir innan?“ spurði Bjarni. „Verðum við ekki samt að trúa að hann hafi séð boltann allan fyrir innan línuna? Ég trúi ekki öðru en að hann hafi séð hann allan fyrir innan og þess vegna tekið ákvörðun. Ekki var hann hræddur við Örvar?“ spurði Gummi áður en Ólafur sagði: „Það er ómögulegt að sjá hvort að boltinn sé inni eða ekki.“ Öll mörkin úr leikjunum í Garðabæ og Víkinni má sjá hér að neðan.
Besta deild karla Tengdar fréttir Glórulaus tækling Gylfa Þórs Gylfi Þór Sigurðsson fékk beint rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu í sínum fyrsta leik með Víking í Bestu deild karla í knattspyrnu. 7. apríl 2025 19:48 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
Glórulaus tækling Gylfa Þórs Gylfi Þór Sigurðsson fékk beint rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu í sínum fyrsta leik með Víking í Bestu deild karla í knattspyrnu. 7. apríl 2025 19:48