Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 10:34 Þrjár kynslóðir konungsfjölskyldunnar með forsetahjónunum í norsku konungshöllinni í morgun. Frá vinstri Ingiríður prinsessa, Hákon krónprins, Mette-Marit krónprinsessa, Björn Skúlason, Halla Tómasóttir, forseti Íslands, Haraldur konungur, Sonja drottning og Ástríður prinsessa. Aldís Pálsdóttir/Det Norske Kongehus Það voru tímamót í morgun þegar þrjár kynslóðir norsku konungsfjölskyldunnar tóku á móti Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar, við konungshöllina í miðborg Oslóar. Þar sinnti Ingiríður prinsessa sínu fyrsta opinbera embættisverki í ríkisheimsókn. Fjallað er um þessi tímamót í norska ríkisútvarpinu, NRK. Þar segir að Ingiríður hafi staðið nokkrum skrefum fyrir aftan ömmu sína og afa, konunginn og drottninguna, og tekið á móti forsetahjónunum sem var fylgt að höllinni af Hákoni krónprinsi, föður hennar. Heimsóknin er 55. ríkisheimsóknin til Noregs í valdatíð Haralds en aldrei hafa þrjár kynslóðir verið í móttökunni áður. Í frétt NRK segir að prinsessan muni auk þess taka þátt í viðburðum síðar í dag þegar Haraldur V. konungur og Sonja drottning bjóða til hádegisverðar og á hátíðarkvöldverði sem haldinn verður í konungshöllinni í kvöld. Ríkisheimsóknin er fyrsta opinbera verk Haralds í kjölfar þriggja vikna frís sem hann fór í en auk þess hefur krónprinsessan Metta-Marit verið í veikindaleyfi í um tvær vikur. Í frétt NRK kemur einnig fram að Ingiríður hafi komið til Íslands í fyrsta sinn fyrir 21 ári aðeins fimm mánaða gömul. Þá í þriggja daga opinberri heimsókn með foreldrum sínum. Prinsessan er nýútskrifuð úr hernum og fékk í síðustu viku medalíu fyrir að ljúka grunnþjálfun. Hér er Ingiríður prinsessa við útskrift úr hernum, önnur frá hægri. Vísir/EPA Í tilkynningu á vef Forseta Íslands um heimsóknina kemur fram að samhliða heimsókninni hafi viðskiptasendinefnd farið til Noregs með fulltrúum um 40 íslenskra fyrirtækja sem sækja þar hluta dagskrárinnar með konungi og forseta ásamt fulltrúum úr norsku viðskiptalífi. Nánar er fjallað um dagskrána á vef forsetans. Á morgun heimsækir forsetinn höfuðstöðvar Innovation Norway, systursamtaka Íslandsstofu, og hittir svo borgarstjóra Oslóar og síðar um kvöldið forsætisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre. Síðdegis á miðvikudag fer fram menningarviðburður í Óslóarháskóla þar sem sjónum verður beint að bókmenntaarfi þjóðanna. Skáldin og rithöfundarnir Gerður Kristný, Knut Ødegård og Mette Karlsvik taka þar þátt í umræðum sem Halldór Guðmundsson rithöfundur stýrir. Um kvöldið býður forseti Íslands til móttöku til heiðurs Haraldi konungi og Sonju drottningu. Þar reiðir íslenska kokkalandsliðið fram veitingar, Ari Eldjárn fer með gamanmál og Benjamín Gísli Einarsson tónskáld leikur á píanó. Á fimmtudag fylgir Hákon krónprins forsetahjónum og opinberri sendinefnd til Þrándheims, ásamt Tore O. Sandvik, varnarmálaráðherra Noregs. Noregur Forseti Íslands Kóngafólk Halla Tómasdóttir Haraldur V Noregskonungur Íslendingar erlendis Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Fjallað er um þessi tímamót í norska ríkisútvarpinu, NRK. Þar segir að Ingiríður hafi staðið nokkrum skrefum fyrir aftan ömmu sína og afa, konunginn og drottninguna, og tekið á móti forsetahjónunum sem var fylgt að höllinni af Hákoni krónprinsi, föður hennar. Heimsóknin er 55. ríkisheimsóknin til Noregs í valdatíð Haralds en aldrei hafa þrjár kynslóðir verið í móttökunni áður. Í frétt NRK segir að prinsessan muni auk þess taka þátt í viðburðum síðar í dag þegar Haraldur V. konungur og Sonja drottning bjóða til hádegisverðar og á hátíðarkvöldverði sem haldinn verður í konungshöllinni í kvöld. Ríkisheimsóknin er fyrsta opinbera verk Haralds í kjölfar þriggja vikna frís sem hann fór í en auk þess hefur krónprinsessan Metta-Marit verið í veikindaleyfi í um tvær vikur. Í frétt NRK kemur einnig fram að Ingiríður hafi komið til Íslands í fyrsta sinn fyrir 21 ári aðeins fimm mánaða gömul. Þá í þriggja daga opinberri heimsókn með foreldrum sínum. Prinsessan er nýútskrifuð úr hernum og fékk í síðustu viku medalíu fyrir að ljúka grunnþjálfun. Hér er Ingiríður prinsessa við útskrift úr hernum, önnur frá hægri. Vísir/EPA Í tilkynningu á vef Forseta Íslands um heimsóknina kemur fram að samhliða heimsókninni hafi viðskiptasendinefnd farið til Noregs með fulltrúum um 40 íslenskra fyrirtækja sem sækja þar hluta dagskrárinnar með konungi og forseta ásamt fulltrúum úr norsku viðskiptalífi. Nánar er fjallað um dagskrána á vef forsetans. Á morgun heimsækir forsetinn höfuðstöðvar Innovation Norway, systursamtaka Íslandsstofu, og hittir svo borgarstjóra Oslóar og síðar um kvöldið forsætisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre. Síðdegis á miðvikudag fer fram menningarviðburður í Óslóarháskóla þar sem sjónum verður beint að bókmenntaarfi þjóðanna. Skáldin og rithöfundarnir Gerður Kristný, Knut Ødegård og Mette Karlsvik taka þar þátt í umræðum sem Halldór Guðmundsson rithöfundur stýrir. Um kvöldið býður forseti Íslands til móttöku til heiðurs Haraldi konungi og Sonju drottningu. Þar reiðir íslenska kokkalandsliðið fram veitingar, Ari Eldjárn fer með gamanmál og Benjamín Gísli Einarsson tónskáld leikur á píanó. Á fimmtudag fylgir Hákon krónprins forsetahjónum og opinberri sendinefnd til Þrándheims, ásamt Tore O. Sandvik, varnarmálaráðherra Noregs.
Noregur Forseti Íslands Kóngafólk Halla Tómasdóttir Haraldur V Noregskonungur Íslendingar erlendis Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira