Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 8. apríl 2025 12:02 Þrálátt stef og ofnotað er það um að menntun sé dýr þegar einmitt er mikilvægt að hún kosti eða öllu heldur sé fjármögnuð svo að vel sé að henni staðið. Fögur fyrirheit núverandi ríkisstjórnar um áherslu á menntamál virðast hafa verið innantómt gjálfur enda engin teikn á lofti um aukna fjármögnun eða annað uppbyggilegt og þarft tengt menntamálum heldur þvert á móti. Í nýrri fjármálaáætlun ríkissjóðs er varðar framhaldsskóla stendur meðal annars að leggja eigi áherslu á sókn í menntamálum, bæta umhverfi nemenda og kennara og styðja við skólakerfið. Að sérstaklega verði lögð áhersla á iðn- og verknám. Kveðið er auk þess á um aukinn fjölbreytileika í skólakerfinu, fjölga eigi nemendum í starfsnámi og efla stöðu þeirra á vinnumarkaði meðal annars með þvi að vinna náið með aðilum vinnumarkaðar. Ferðaþjónustan, ein okkar stærsta atvinnugrein sem dæmi, er einmitt mikilvægur starfsvettvangur og þar er sannarlega þörf á menntun er varðar jafnvægi og sjálfbærni. Auk þess þarf að taka tillit til náttúruverndar og náttúruvár sem og mikilvægi menningarverðmæta sem meðal annars felast í umgengni í óbyggðum og ferðum um hálendið svo dæmi séu nefnd. Þarna er mikilvægt að tryggja öryggi ferðamanna og sjá til þess að upplifun þeirra af landi og þjóð sé jákvæð og heillarík og einmitt annað sem stjórnvöld hafa einsett sér (eða ekki) er að auka öryggi ferðamanna. Í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) má finna bæði grunn- og framhaldsnám í fjallamennsku. Nám sem tekur á öllum helstu greinum fjallamennskunnar sem meðal annars inniheldur viðurkennda þjálfun í fyrstu hjálp. Námið samanstendur af verklegum vettvangsáföngum og bóklegu fjarnámi og er einstakt á landsvísu enda í því umhverfi sem ferðamenn sækja helst. Ráðuneyti menntamála segir námið dýrt og mikla áskorun að halda því úti í fámennum framhaldsskóla og því sé framtíð þess í skoðun. Hvernig stendur á því að ekki er stutt við slíkt nám? Nám sem er einmitt í því umhverfi sem nýtist því best. Af hverju þurfa skólar á landsbyggðinni stöðugt að vera í vörn og berjast fyrir tilverurétti sínum? Hvar er stóru orðin um fjölbreytt námsframboð og stuðning við verknám? Er það bara ef skólar eru á höfuðborgarsvæðinu? Er enginn málsvari landsbyggðanna á okkar háa Alþingi? Það er til skammar hverri þjóð að sinna menntun illa, að vinna að einsleitni hennar og draga svo úr fjármagni að einkavæðing á greiðari leið okkur öllum til vansa. Þá verður nám aðeins fyrir útvalin og þau efnameiri. Menntun á að vera fjölbreytt svo öll geti fundið sér eitthvað við hæfi og þannig eflt sig sem manneskjur og þjóðfélagsþegnar. Menntun á og má kosta! Höfundur er leik- og grunnskólakennari og ritari VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skóla- og menntamál Vinstri græn Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þrálátt stef og ofnotað er það um að menntun sé dýr þegar einmitt er mikilvægt að hún kosti eða öllu heldur sé fjármögnuð svo að vel sé að henni staðið. Fögur fyrirheit núverandi ríkisstjórnar um áherslu á menntamál virðast hafa verið innantómt gjálfur enda engin teikn á lofti um aukna fjármögnun eða annað uppbyggilegt og þarft tengt menntamálum heldur þvert á móti. Í nýrri fjármálaáætlun ríkissjóðs er varðar framhaldsskóla stendur meðal annars að leggja eigi áherslu á sókn í menntamálum, bæta umhverfi nemenda og kennara og styðja við skólakerfið. Að sérstaklega verði lögð áhersla á iðn- og verknám. Kveðið er auk þess á um aukinn fjölbreytileika í skólakerfinu, fjölga eigi nemendum í starfsnámi og efla stöðu þeirra á vinnumarkaði meðal annars með þvi að vinna náið með aðilum vinnumarkaðar. Ferðaþjónustan, ein okkar stærsta atvinnugrein sem dæmi, er einmitt mikilvægur starfsvettvangur og þar er sannarlega þörf á menntun er varðar jafnvægi og sjálfbærni. Auk þess þarf að taka tillit til náttúruverndar og náttúruvár sem og mikilvægi menningarverðmæta sem meðal annars felast í umgengni í óbyggðum og ferðum um hálendið svo dæmi séu nefnd. Þarna er mikilvægt að tryggja öryggi ferðamanna og sjá til þess að upplifun þeirra af landi og þjóð sé jákvæð og heillarík og einmitt annað sem stjórnvöld hafa einsett sér (eða ekki) er að auka öryggi ferðamanna. Í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) má finna bæði grunn- og framhaldsnám í fjallamennsku. Nám sem tekur á öllum helstu greinum fjallamennskunnar sem meðal annars inniheldur viðurkennda þjálfun í fyrstu hjálp. Námið samanstendur af verklegum vettvangsáföngum og bóklegu fjarnámi og er einstakt á landsvísu enda í því umhverfi sem ferðamenn sækja helst. Ráðuneyti menntamála segir námið dýrt og mikla áskorun að halda því úti í fámennum framhaldsskóla og því sé framtíð þess í skoðun. Hvernig stendur á því að ekki er stutt við slíkt nám? Nám sem er einmitt í því umhverfi sem nýtist því best. Af hverju þurfa skólar á landsbyggðinni stöðugt að vera í vörn og berjast fyrir tilverurétti sínum? Hvar er stóru orðin um fjölbreytt námsframboð og stuðning við verknám? Er það bara ef skólar eru á höfuðborgarsvæðinu? Er enginn málsvari landsbyggðanna á okkar háa Alþingi? Það er til skammar hverri þjóð að sinna menntun illa, að vinna að einsleitni hennar og draga svo úr fjármagni að einkavæðing á greiðari leið okkur öllum til vansa. Þá verður nám aðeins fyrir útvalin og þau efnameiri. Menntun á að vera fjölbreytt svo öll geti fundið sér eitthvað við hæfi og þannig eflt sig sem manneskjur og þjóðfélagsþegnar. Menntun á og má kosta! Höfundur er leik- og grunnskólakennari og ritari VG.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun