Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 8. apríl 2025 16:02 Á flokksþingi Repúblikana í Bandaríkjunum árið 1988 stóð forsetaframbjóðandinn George H. W. Bush og sagði: „Read my lips: No new taxes.“ (Lestu varirnar á mér: Engir nýir skattar.) Hann sigraði kosningarnar í kjölfarið – en hækkaði svo skatta. Loforðasvikin kostuðu hann forsetastólinn. Viðreisn lofaði líka að hækka ekki skatta á almenning – bæði fyrir og eftir kosningar. Nú, innan hundrað daga frá stjórnarmyndun, hefur ríkisstjórnin kynnt fjármálaáætlun sem leggur tugmilljarða álögur á heimili landsins, dulbúnar sem „kerfisbreytingar“. Þegar orðin og aðgerðirnar fara í sitthvora áttina, tapast traustið fyrst. Nú eru „kerfisbreytingar“ orðnar hentugt orð yfir nýjar álögur – og það eru heimilin í landinu sem borga fyrir þær. Þegar fjármálaráðherra mætti fyrir svörum á Alþingi í gær, var fátt um svör um raunverulegan tilgang fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Þar eru boðaðar tugmilljarða auknar álögur á heimili landsins – á sama tíma og efnahagurinn stendur á óvissum grunni. Fjármálaráðherra gat hvorki útskýrt hver tilgangurinn væri né hverjir bæru byrðarnar. Hann sagði einfaldlega að skattar fylgdu „kerfisbreytingum“. Þetta er áhyggjuefni. Þegar skattheimta verður markmið í sjálfu sér, þá hefur ríkisstjórnin gleymt hverjum hún á að þjóna. Í fyrsta verki hefur ríkisstjórnin, þvert á eigin yfirlýsingar, lagt fram fjármálaáætlun sem felur í sér umfangsmiklar skattahækkanir á almenning. Þegar tekjurnar duga ekki lengur fyrir loforðum, er reikningurinn sendur beint á fjölskyldur landsins. Þegar fjármálaráðherra getur ekki sagt hvaða hópar verða fyrir mestum áhrifum, þá veit hann ekki hverju hann er að breyta. Þegar hann getur ekki gert grein fyrir því hvort skattabreytingarnar skili ríkissjóði meiri tekjum til lengri tíma, þá veit hann ekki hvort þær borgi sig. Þegar svar hans við gagnrýni er að vísa almennt til skattaglufa og útreikninga ráðuneytisins, þá er það ekki stefna, heldur stjórnlaus skattheimta. Stór hluti umræðunnar hefur snúist um afnám samsköttunar. Ég benti á í gær að þessi breyting bitni sérstaklega á barnafjölskyldum með ójafnar tekjur. Svör fjármálaráðherra voru óskýr og innihaldslaus. En almenningur á rétt á skýrum svörum þegar lagt er til að hækka álögur um milljarða á fjölskyldur í sömu andrá og skortur er á leikskólaplássum, matvælaverð í sögulegum hæðum og vaxtastig hefur verið hátt. Ef þessi fjármálaáætlun á að vera svar ríkisstjórnarinnar við áskorunum dagsins í dag, þá liggur eitt fyrir: Þetta er ekki stefna sem styður heimilin í landinu. Þetta er stefna sem flytur fjármuni frá heimilisbókhaldi fjölskyldunnar og yfir í opinn reikning hjá fjármálaráðuneytinu. Höfundur er þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Á flokksþingi Repúblikana í Bandaríkjunum árið 1988 stóð forsetaframbjóðandinn George H. W. Bush og sagði: „Read my lips: No new taxes.“ (Lestu varirnar á mér: Engir nýir skattar.) Hann sigraði kosningarnar í kjölfarið – en hækkaði svo skatta. Loforðasvikin kostuðu hann forsetastólinn. Viðreisn lofaði líka að hækka ekki skatta á almenning – bæði fyrir og eftir kosningar. Nú, innan hundrað daga frá stjórnarmyndun, hefur ríkisstjórnin kynnt fjármálaáætlun sem leggur tugmilljarða álögur á heimili landsins, dulbúnar sem „kerfisbreytingar“. Þegar orðin og aðgerðirnar fara í sitthvora áttina, tapast traustið fyrst. Nú eru „kerfisbreytingar“ orðnar hentugt orð yfir nýjar álögur – og það eru heimilin í landinu sem borga fyrir þær. Þegar fjármálaráðherra mætti fyrir svörum á Alþingi í gær, var fátt um svör um raunverulegan tilgang fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Þar eru boðaðar tugmilljarða auknar álögur á heimili landsins – á sama tíma og efnahagurinn stendur á óvissum grunni. Fjármálaráðherra gat hvorki útskýrt hver tilgangurinn væri né hverjir bæru byrðarnar. Hann sagði einfaldlega að skattar fylgdu „kerfisbreytingum“. Þetta er áhyggjuefni. Þegar skattheimta verður markmið í sjálfu sér, þá hefur ríkisstjórnin gleymt hverjum hún á að þjóna. Í fyrsta verki hefur ríkisstjórnin, þvert á eigin yfirlýsingar, lagt fram fjármálaáætlun sem felur í sér umfangsmiklar skattahækkanir á almenning. Þegar tekjurnar duga ekki lengur fyrir loforðum, er reikningurinn sendur beint á fjölskyldur landsins. Þegar fjármálaráðherra getur ekki sagt hvaða hópar verða fyrir mestum áhrifum, þá veit hann ekki hverju hann er að breyta. Þegar hann getur ekki gert grein fyrir því hvort skattabreytingarnar skili ríkissjóði meiri tekjum til lengri tíma, þá veit hann ekki hvort þær borgi sig. Þegar svar hans við gagnrýni er að vísa almennt til skattaglufa og útreikninga ráðuneytisins, þá er það ekki stefna, heldur stjórnlaus skattheimta. Stór hluti umræðunnar hefur snúist um afnám samsköttunar. Ég benti á í gær að þessi breyting bitni sérstaklega á barnafjölskyldum með ójafnar tekjur. Svör fjármálaráðherra voru óskýr og innihaldslaus. En almenningur á rétt á skýrum svörum þegar lagt er til að hækka álögur um milljarða á fjölskyldur í sömu andrá og skortur er á leikskólaplássum, matvælaverð í sögulegum hæðum og vaxtastig hefur verið hátt. Ef þessi fjármálaáætlun á að vera svar ríkisstjórnarinnar við áskorunum dagsins í dag, þá liggur eitt fyrir: Þetta er ekki stefna sem styður heimilin í landinu. Þetta er stefna sem flytur fjármuni frá heimilisbókhaldi fjölskyldunnar og yfir í opinn reikning hjá fjármálaráðuneytinu. Höfundur er þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun