Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar 8. apríl 2025 17:02 Ég held að við könnumst öll við augnablik og stundir þar sem náttúran talar. Ekki með orðum, heldur með þögn, hvin, skrjáfi, fuglasöng, hljóðum sem sökkva inn í vitundina. Það getur gerst á berangri á Ströndum, í grýttu hrauni á Reykjanesskaga, í ferskum ilminum af mosa eftir rigningu. Á slíkum stundum vitum við að landið hefur sögu að segja – ef við hlustum. Í nýlegri grein í Politiken er rætt við grænlensku fræðikonuna Vivi Vold, sem rannsakar hvernig náttúra og menning fléttast saman í grænlenskum veruleika og grænlenskri menningu. Hún talar um að sem fræðimaður hlusti hún á það sem náttúran hvíslar. Þessi orð sitja í mér. Þau minna mig á að náttúruvernd snýst ekki bara um lög, mótmæli og skýrslur – hún snýst líka um tengsl, næmi og minningar. Grænland og Ísland Vivi Vold lýsir því hvernig Grænlendingar sjá sjálfbærni ekki aðeins sem efnahagslegt verkefni, heldur ekki síður sem siðferðilega skyldu gagnvart forfeðrum, sögum og landinu sjálfu. Náttúran er ekki hlutlaus; hún geymir líf, hamingju, sorgir, og framtíð. Á Íslandi höfum við svipaða sögu að segja, en stundum gleymum við þessari dýpt. Við tölum um að vernda landið, en gleymum að spyrja: Hvað vill landið sjálft? Hvað segir það okkur í kyrrðinni? Við þurfum að gæta að þessari vídd í umræðunni um náttúruvernd á Íslandi. Að hlusta á landið og hafið í kring. Hugsum líka um sögu, menningu og sjálfsmynd. Við þurfum að hlusta eins og Vivi Vold hlustar – á það sem ekki er mælt í krónum eða kílóvöttum, heldur í samhengi, nærveru og minningum. Hún bendir á að landslagið í Grænlandi geymi hluti sem fólk hefur misst: tengsl, sögu, rætur. Hið sama á við hér. Þegar hraun rennur yfir óraskað svæði, glatast ekki bara plöntur og steinar – heldur hluti af því sem fólk tengdi við, hafðist við í, dró andann í. Þögn sem var. Skuggar minninga. Þegar virkjað er og vatn rennur yfir land og landslag breytist glatast líka rætur og minningar. Þegar votlendi er ræst fram glatast móar og lyng, mýrar og heimkynni fugla, söngur og sögur. Þessum megum við ekki gleyma. Hvernig breytum við okkar sýn á náttúruvernd? Við getum byrjað á einföldum hlutum. Gengið hægar um landið. Verið meðvituð um raddirnar í landslaginu. Látið sögur fólks og staða lifa í stefnumótun. Við getum spurt okkur sjálf: Hvaða landslag geymir minningarnar mínar? Hvaða fjöll, hvaða ár, hvaða fjara? Og, ef við höfum völd – hvort sem við erum ráðherrar, fræðimenn, foreldrar eða skólafólk – getum við spurt: Hvernig endurspegla gjörðir mínar og ákvarðanir virðingu við ræturnar og visku landsins? Ný náttúruvernd – gömul tengsl Íslensk náttúruvernd þarf ekki nýja hugmyndafræði – hún þarf að muna hvað hún vissi áður. Að náttúran er ekki hlutur eða hagstærð heldur líka hlustandi og miðlandi þáttur í menningunni og tilverunni. Vivi Vold sagði: „Þetta snýst ekki bara um hagfræði heldur líka um að muna ræturnar.“ Það á líka við hér. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Ég held að við könnumst öll við augnablik og stundir þar sem náttúran talar. Ekki með orðum, heldur með þögn, hvin, skrjáfi, fuglasöng, hljóðum sem sökkva inn í vitundina. Það getur gerst á berangri á Ströndum, í grýttu hrauni á Reykjanesskaga, í ferskum ilminum af mosa eftir rigningu. Á slíkum stundum vitum við að landið hefur sögu að segja – ef við hlustum. Í nýlegri grein í Politiken er rætt við grænlensku fræðikonuna Vivi Vold, sem rannsakar hvernig náttúra og menning fléttast saman í grænlenskum veruleika og grænlenskri menningu. Hún talar um að sem fræðimaður hlusti hún á það sem náttúran hvíslar. Þessi orð sitja í mér. Þau minna mig á að náttúruvernd snýst ekki bara um lög, mótmæli og skýrslur – hún snýst líka um tengsl, næmi og minningar. Grænland og Ísland Vivi Vold lýsir því hvernig Grænlendingar sjá sjálfbærni ekki aðeins sem efnahagslegt verkefni, heldur ekki síður sem siðferðilega skyldu gagnvart forfeðrum, sögum og landinu sjálfu. Náttúran er ekki hlutlaus; hún geymir líf, hamingju, sorgir, og framtíð. Á Íslandi höfum við svipaða sögu að segja, en stundum gleymum við þessari dýpt. Við tölum um að vernda landið, en gleymum að spyrja: Hvað vill landið sjálft? Hvað segir það okkur í kyrrðinni? Við þurfum að gæta að þessari vídd í umræðunni um náttúruvernd á Íslandi. Að hlusta á landið og hafið í kring. Hugsum líka um sögu, menningu og sjálfsmynd. Við þurfum að hlusta eins og Vivi Vold hlustar – á það sem ekki er mælt í krónum eða kílóvöttum, heldur í samhengi, nærveru og minningum. Hún bendir á að landslagið í Grænlandi geymi hluti sem fólk hefur misst: tengsl, sögu, rætur. Hið sama á við hér. Þegar hraun rennur yfir óraskað svæði, glatast ekki bara plöntur og steinar – heldur hluti af því sem fólk tengdi við, hafðist við í, dró andann í. Þögn sem var. Skuggar minninga. Þegar virkjað er og vatn rennur yfir land og landslag breytist glatast líka rætur og minningar. Þegar votlendi er ræst fram glatast móar og lyng, mýrar og heimkynni fugla, söngur og sögur. Þessum megum við ekki gleyma. Hvernig breytum við okkar sýn á náttúruvernd? Við getum byrjað á einföldum hlutum. Gengið hægar um landið. Verið meðvituð um raddirnar í landslaginu. Látið sögur fólks og staða lifa í stefnumótun. Við getum spurt okkur sjálf: Hvaða landslag geymir minningarnar mínar? Hvaða fjöll, hvaða ár, hvaða fjara? Og, ef við höfum völd – hvort sem við erum ráðherrar, fræðimenn, foreldrar eða skólafólk – getum við spurt: Hvernig endurspegla gjörðir mínar og ákvarðanir virðingu við ræturnar og visku landsins? Ný náttúruvernd – gömul tengsl Íslensk náttúruvernd þarf ekki nýja hugmyndafræði – hún þarf að muna hvað hún vissi áður. Að náttúran er ekki hlutur eða hagstærð heldur líka hlustandi og miðlandi þáttur í menningunni og tilverunni. Vivi Vold sagði: „Þetta snýst ekki bara um hagfræði heldur líka um að muna ræturnar.“ Það á líka við hér. Höfundur er formaður Vinstri grænna.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun