„Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Kári Mímisson skrifar 8. apríl 2025 22:00 Emil Barja, þjálfari Hauka. Vísir / Hulda Margrét Það var létt yfir Emil Barja, þjálfara Hauka eftir sigur liðsins gegn Grindavík í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Bónus deildar kvenna. Haukakonur sigruðu deildina en voru búnar að tapa fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu gegn Grindavík. „Ég er ótrúlega ánægður með þennan sigur. Mér fannst þetta vera lang besti leikurinn hjá Grindavík í þessu einvígi. Mér fannst við reyndar líka góðar enda var þetta bara hörku leikur. Þær voru að hitta vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég er bara ótrúlega ánægður að klára þetta,“ sagði léttur Emil strax að leik loknum. Spurður að því hver helsti munurinn á liðunum væri segir Emil að fráköstin hafi falli meira með liðinu í dag. „Frákasta baráttan aðallega. Ég held að við höfum allavega unnið hana í dag, það sást allavega ekki að við værum að tapa henni. Það var samt meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum sem skilaði þessum sigri fyrir okkur í dag.“ Þegar rúmlega sex sekúndur voru eftir af leiknum héldu Grindvíkingar í sókn og freistuðu þess að jafna leikinn. Daisha Bradford fékk tækifærið til að jafna og knýja framlengingu en skot hennar fór ekki niður og Haukar komnir á blað í þessu einvígi. „Já, sérstaklega miða við það hvernig leikurinn var búinn að þróast. Mér fannst við vera komnar með þetta þegar við komumst tíu stigum yfir um miðjan fjórða fjórðung. Daisha setur svo þarna tvo þrista á stuttum tíma og við það myndast smá hræðsla í liðinu sem gerir það að verkum að þær fá í raun tækifæri til að klára þetta. Ég veit ekki almennilega hvað maður getur gert annað en að reyna að hvetja þær áfram. Ég tók leikhlé til að reyna að róa þær aðeins því það var komið smá „panic“ í liðið. Það eina sem ég gat reynt var að róa þær og láta þær spila sinn leik.“ Spurður hvort hann reikni með að breyta einhverju fyrir næstu viðureign liðanna segist Emil bara ætla að byrja á því að skoða þennan leik. „Ég ætla að byrja á því að skoða þennan leik. Það er var margt gott í þessu en svo eru alltaf nokkrir hlutir sem hægt er að laga og bæta.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
„Ég er ótrúlega ánægður með þennan sigur. Mér fannst þetta vera lang besti leikurinn hjá Grindavík í þessu einvígi. Mér fannst við reyndar líka góðar enda var þetta bara hörku leikur. Þær voru að hitta vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég er bara ótrúlega ánægður að klára þetta,“ sagði léttur Emil strax að leik loknum. Spurður að því hver helsti munurinn á liðunum væri segir Emil að fráköstin hafi falli meira með liðinu í dag. „Frákasta baráttan aðallega. Ég held að við höfum allavega unnið hana í dag, það sást allavega ekki að við værum að tapa henni. Það var samt meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum sem skilaði þessum sigri fyrir okkur í dag.“ Þegar rúmlega sex sekúndur voru eftir af leiknum héldu Grindvíkingar í sókn og freistuðu þess að jafna leikinn. Daisha Bradford fékk tækifærið til að jafna og knýja framlengingu en skot hennar fór ekki niður og Haukar komnir á blað í þessu einvígi. „Já, sérstaklega miða við það hvernig leikurinn var búinn að þróast. Mér fannst við vera komnar með þetta þegar við komumst tíu stigum yfir um miðjan fjórða fjórðung. Daisha setur svo þarna tvo þrista á stuttum tíma og við það myndast smá hræðsla í liðinu sem gerir það að verkum að þær fá í raun tækifæri til að klára þetta. Ég veit ekki almennilega hvað maður getur gert annað en að reyna að hvetja þær áfram. Ég tók leikhlé til að reyna að róa þær aðeins því það var komið smá „panic“ í liðið. Það eina sem ég gat reynt var að róa þær og láta þær spila sinn leik.“ Spurður hvort hann reikni með að breyta einhverju fyrir næstu viðureign liðanna segist Emil bara ætla að byrja á því að skoða þennan leik. „Ég ætla að byrja á því að skoða þennan leik. Það er var margt gott í þessu en svo eru alltaf nokkrir hlutir sem hægt er að laga og bæta.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti