„Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Kári Mímisson skrifar 8. apríl 2025 22:00 Emil Barja, þjálfari Hauka. Vísir / Hulda Margrét Það var létt yfir Emil Barja, þjálfara Hauka eftir sigur liðsins gegn Grindavík í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Bónus deildar kvenna. Haukakonur sigruðu deildina en voru búnar að tapa fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu gegn Grindavík. „Ég er ótrúlega ánægður með þennan sigur. Mér fannst þetta vera lang besti leikurinn hjá Grindavík í þessu einvígi. Mér fannst við reyndar líka góðar enda var þetta bara hörku leikur. Þær voru að hitta vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég er bara ótrúlega ánægður að klára þetta,“ sagði léttur Emil strax að leik loknum. Spurður að því hver helsti munurinn á liðunum væri segir Emil að fráköstin hafi falli meira með liðinu í dag. „Frákasta baráttan aðallega. Ég held að við höfum allavega unnið hana í dag, það sást allavega ekki að við værum að tapa henni. Það var samt meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum sem skilaði þessum sigri fyrir okkur í dag.“ Þegar rúmlega sex sekúndur voru eftir af leiknum héldu Grindvíkingar í sókn og freistuðu þess að jafna leikinn. Daisha Bradford fékk tækifærið til að jafna og knýja framlengingu en skot hennar fór ekki niður og Haukar komnir á blað í þessu einvígi. „Já, sérstaklega miða við það hvernig leikurinn var búinn að þróast. Mér fannst við vera komnar með þetta þegar við komumst tíu stigum yfir um miðjan fjórða fjórðung. Daisha setur svo þarna tvo þrista á stuttum tíma og við það myndast smá hræðsla í liðinu sem gerir það að verkum að þær fá í raun tækifæri til að klára þetta. Ég veit ekki almennilega hvað maður getur gert annað en að reyna að hvetja þær áfram. Ég tók leikhlé til að reyna að róa þær aðeins því það var komið smá „panic“ í liðið. Það eina sem ég gat reynt var að róa þær og láta þær spila sinn leik.“ Spurður hvort hann reikni með að breyta einhverju fyrir næstu viðureign liðanna segist Emil bara ætla að byrja á því að skoða þennan leik. „Ég ætla að byrja á því að skoða þennan leik. Það er var margt gott í þessu en svo eru alltaf nokkrir hlutir sem hægt er að laga og bæta.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
„Ég er ótrúlega ánægður með þennan sigur. Mér fannst þetta vera lang besti leikurinn hjá Grindavík í þessu einvígi. Mér fannst við reyndar líka góðar enda var þetta bara hörku leikur. Þær voru að hitta vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég er bara ótrúlega ánægður að klára þetta,“ sagði léttur Emil strax að leik loknum. Spurður að því hver helsti munurinn á liðunum væri segir Emil að fráköstin hafi falli meira með liðinu í dag. „Frákasta baráttan aðallega. Ég held að við höfum allavega unnið hana í dag, það sást allavega ekki að við værum að tapa henni. Það var samt meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum sem skilaði þessum sigri fyrir okkur í dag.“ Þegar rúmlega sex sekúndur voru eftir af leiknum héldu Grindvíkingar í sókn og freistuðu þess að jafna leikinn. Daisha Bradford fékk tækifærið til að jafna og knýja framlengingu en skot hennar fór ekki niður og Haukar komnir á blað í þessu einvígi. „Já, sérstaklega miða við það hvernig leikurinn var búinn að þróast. Mér fannst við vera komnar með þetta þegar við komumst tíu stigum yfir um miðjan fjórða fjórðung. Daisha setur svo þarna tvo þrista á stuttum tíma og við það myndast smá hræðsla í liðinu sem gerir það að verkum að þær fá í raun tækifæri til að klára þetta. Ég veit ekki almennilega hvað maður getur gert annað en að reyna að hvetja þær áfram. Ég tók leikhlé til að reyna að róa þær aðeins því það var komið smá „panic“ í liðið. Það eina sem ég gat reynt var að róa þær og láta þær spila sinn leik.“ Spurður hvort hann reikni með að breyta einhverju fyrir næstu viðureign liðanna segist Emil bara ætla að byrja á því að skoða þennan leik. „Ég ætla að byrja á því að skoða þennan leik. Það er var margt gott í þessu en svo eru alltaf nokkrir hlutir sem hægt er að laga og bæta.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira