McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2025 13:47 Rory McIlroy hefur ekki unnið risamót í ellefu ár en stefnir á að breyta því um helgina. getty/Richard Heathcote Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters og núna. Masters hefst á morgun og McIlroy þykir líklegur til afreka á mótinu. Hann hefur unnið öll risamótin nema Masters en hefur trú á að það breytist í ár. McIlroy hefur unnið tvö mót að undanförnu, AT&T Pebble Beach Pro-Am og Players, og segist vera í góðu formi. „Ég spilaði frábærlega á Pebble Beach. Fór erfiðu leiðina á Sawgrass. Kom aftur á mánudaginn og spilaði í erfiðum aðstæðum,“ sagði McIlroy sem tryggði sér sigur á Players í bráðabana. „Þetta gefur manni mikið sjálfstraust og staðfestir það sem ég vann að í lok síðasta árs og sýnir að leikurinn minn er á réttri leið.“ Norður-Írinn hefur ekki unnið risamót síðan 2014 en hefur trú á að það breytist um helgina. „Á hverju ári kem ég aftur með það að markmiði að vinna þetta mót og eftir byrjunina á þessu ári líður mér eins og ég hafi aldrei verið í jafn góðu formi þegar ég kem inn í þessa viku. Ég er ánægður að vera hér og hlakka til að byrja.“ Besti árangur McIlroys á Masters er 2. sætið 2022. Hann var þá þremur höggum á eftir sigurvegaranum Scottie Scheffler. Masters hefst á morgun og stendur fram á sunnudag. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Stöð 2 Sport 4. Golf Masters-mótið Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Masters hefst á morgun og McIlroy þykir líklegur til afreka á mótinu. Hann hefur unnið öll risamótin nema Masters en hefur trú á að það breytist í ár. McIlroy hefur unnið tvö mót að undanförnu, AT&T Pebble Beach Pro-Am og Players, og segist vera í góðu formi. „Ég spilaði frábærlega á Pebble Beach. Fór erfiðu leiðina á Sawgrass. Kom aftur á mánudaginn og spilaði í erfiðum aðstæðum,“ sagði McIlroy sem tryggði sér sigur á Players í bráðabana. „Þetta gefur manni mikið sjálfstraust og staðfestir það sem ég vann að í lok síðasta árs og sýnir að leikurinn minn er á réttri leið.“ Norður-Írinn hefur ekki unnið risamót síðan 2014 en hefur trú á að það breytist um helgina. „Á hverju ári kem ég aftur með það að markmiði að vinna þetta mót og eftir byrjunina á þessu ári líður mér eins og ég hafi aldrei verið í jafn góðu formi þegar ég kem inn í þessa viku. Ég er ánægður að vera hér og hlakka til að byrja.“ Besti árangur McIlroys á Masters er 2. sætið 2022. Hann var þá þremur höggum á eftir sigurvegaranum Scottie Scheffler. Masters hefst á morgun og stendur fram á sunnudag. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Stöð 2 Sport 4.
Golf Masters-mótið Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira