Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2025 08:56 Með hagræðingaraðgerðunum í Kópavogi verður aðeins önnur af tveimur sundlaugum sveitarfélagsins opin á rauðum dögum í stað beggja áður. Vísir/Vilhelm Meirihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs samþykkti 670 milljóna króna hagræðingaraðgerðir til þess að mæta launahækkunum kennara í gærkvöldi. Laun kjörinna fulltrúa verða meðal annars lækkuð, opnunartími í sundlaugar verður skertur og sumarstörfum fækkar. Flest sveitarfélög á landinu skoða nú hvernig þau eigi að standa undir launahækkunum sem samið var um við leikskóla- og grunnskólakennara í vetur sem voru umfram þær sem þau gerðu upphaflega ráð fyrir. Fjárhagsgatið í Kópavogi nam 670 milljónum króna. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins samþykkti hagræðingaraðgerðir á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi. Fundargerð hefur enn ekki verið birt á vefsíðu bæjarins en Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifar á Facebook-síðu sína að á meðal aðgerða sé lækkun launa kjörinna fulltrúa, launafrysting æðstu stjórnenda bæjarins og skipulagsbreytingar í stjórnsýslunni. Þá verða sjálfvirkar endurráðningar stöðvaðar nema með rökstuddum undanþágum. Fulltrúar minnihlutans höfðu gagnrýnt að ekki stæði til að lækka laun Ásdísar Kristjánsdóttur, bæjarstjóra, nema að hluta. Hún fær bæði laun sem kjörinn bæjarfulltrúi og sem bæjarstjóri. Andri Steinn segir að laun Ásdísar sem kjörinn fulltrúi lækki og að kjör hennar sem framkvæmdastjóri sveitarfélagsins verði fyrst fram í júlí 2026 líkt og annarra lykilstjórnenda. Það feli í sér raunlækkun launa yfir tímabilið. Ein sundlaug af tveimur opin á rauðum dögum Bærinn ætlar einnig að selja eða leigja út Geðræktarhúsið, sem er gamla Hressingarhælið, og draga úr aðkeyptri þjónustu. Launaáætlun leikskóla hefur verið uppfærð vegna minni yfirvinnu í samræmi við breyttar áherslur Kópavogsmódelsins svonefnda. Módelið felur í sér að sex tíma leikskóladvöl er gjaldfrjáls í bænum en foreldrar hafa þurft að greiða meira en áður fyrir lengri dvöl. Hluti hagræðingarinnar felst einnig í auknum tekjum, meðal annars vegna hærra útsvars kennara og hækkandi framlags úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Andri Steinn segir að bæjarbúar verði lítið varir við flestar breytingarnar. Undantekning á því sé meðal annars að aðeins önnur tveggja sundlauga sveitarfélagsins verði opin á rauðum dögum í stað beggja áður, sumastörfum fækki líttilega og gjaldskrár sumarsnámskeiða hækki. Kópavogur Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Sundlaugar og baðlón Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Flest sveitarfélög á landinu skoða nú hvernig þau eigi að standa undir launahækkunum sem samið var um við leikskóla- og grunnskólakennara í vetur sem voru umfram þær sem þau gerðu upphaflega ráð fyrir. Fjárhagsgatið í Kópavogi nam 670 milljónum króna. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins samþykkti hagræðingaraðgerðir á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi. Fundargerð hefur enn ekki verið birt á vefsíðu bæjarins en Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifar á Facebook-síðu sína að á meðal aðgerða sé lækkun launa kjörinna fulltrúa, launafrysting æðstu stjórnenda bæjarins og skipulagsbreytingar í stjórnsýslunni. Þá verða sjálfvirkar endurráðningar stöðvaðar nema með rökstuddum undanþágum. Fulltrúar minnihlutans höfðu gagnrýnt að ekki stæði til að lækka laun Ásdísar Kristjánsdóttur, bæjarstjóra, nema að hluta. Hún fær bæði laun sem kjörinn bæjarfulltrúi og sem bæjarstjóri. Andri Steinn segir að laun Ásdísar sem kjörinn fulltrúi lækki og að kjör hennar sem framkvæmdastjóri sveitarfélagsins verði fyrst fram í júlí 2026 líkt og annarra lykilstjórnenda. Það feli í sér raunlækkun launa yfir tímabilið. Ein sundlaug af tveimur opin á rauðum dögum Bærinn ætlar einnig að selja eða leigja út Geðræktarhúsið, sem er gamla Hressingarhælið, og draga úr aðkeyptri þjónustu. Launaáætlun leikskóla hefur verið uppfærð vegna minni yfirvinnu í samræmi við breyttar áherslur Kópavogsmódelsins svonefnda. Módelið felur í sér að sex tíma leikskóladvöl er gjaldfrjáls í bænum en foreldrar hafa þurft að greiða meira en áður fyrir lengri dvöl. Hluti hagræðingarinnar felst einnig í auknum tekjum, meðal annars vegna hærra útsvars kennara og hækkandi framlags úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Andri Steinn segir að bæjarbúar verði lítið varir við flestar breytingarnar. Undantekning á því sé meðal annars að aðeins önnur tveggja sundlauga sveitarfélagsins verði opin á rauðum dögum í stað beggja áður, sumastörfum fækki líttilega og gjaldskrár sumarsnámskeiða hækki.
Kópavogur Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Sundlaugar og baðlón Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira