Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2025 07:00 Cathia Schär er með stór sár eftir slysið en birti þessa mynd af sér í sjúkrarúminu. @cathia.schaer Svissneska þríþrautarkonan Cathia Schär er heppin að vera á lífi eftir slys á hjólaæfingu. Hún hefur sagt frá slysinu og birt myndir af sér á sjúkrabeðinum. Hin 23 ára gamla Schär var að hjóla úti í umferð þegar bíllinn á undan henni stoppaði skyndilega til að hleypa gangandi vegfaranda yfir götuna. Sportbladet Schär náði ekki að stöðva hjólið sitt í tíma og fór í genum afturgluggann á bílnum sem var á undan henni. „Ég skar mig illa í andliti og á hálsi,“ skrifaði Cathia Schär á Instagram reikning sinn. Atvikið varð fyrir viku síðan. „Þegar ég skall á glugganum þá fékk ég öll glerbrotin í andlitið. Ég skarst mjög illa á vörunum og það voru glerbrot í hálsinum á mér. Svo heppilega vildi til að ég skar ekki hálsslagæðina mína,“ skrifaði Schär. Hún fór með sjúkrabíl upp á spítala og þurfti síðan að gangast undir þriggja klukkutíma aðgerð. „Í aðgerðinni kom í ljós að sárin mín voru dýpri en læknarnir héldu í fyrstu. Brotin lentu á hálsvöðva og það tók langan tíma að fjarlægja öll glerbrotin og sauma mig aftur saman,“ skrifaði Schär. „Ég er virkilega þakklát fyrir það að þetta fór ekki verr. Ég samt ekki hversu langan tíma það mun taka mig að koma til baka og byrja æfingar að nýju“ skrifaði Schär. Schär er mjög öflug þríþrautarkona og vann HM silfur í blönduðum flokki árið 2024. Nú tekur við fjögurra til sex vikna endurhæfing áður en hún hefur æfingar að nýju. View this post on Instagram A post shared by Cathia Schär (@cathia.schaer) Þríþraut Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Sjá meira
Hin 23 ára gamla Schär var að hjóla úti í umferð þegar bíllinn á undan henni stoppaði skyndilega til að hleypa gangandi vegfaranda yfir götuna. Sportbladet Schär náði ekki að stöðva hjólið sitt í tíma og fór í genum afturgluggann á bílnum sem var á undan henni. „Ég skar mig illa í andliti og á hálsi,“ skrifaði Cathia Schär á Instagram reikning sinn. Atvikið varð fyrir viku síðan. „Þegar ég skall á glugganum þá fékk ég öll glerbrotin í andlitið. Ég skarst mjög illa á vörunum og það voru glerbrot í hálsinum á mér. Svo heppilega vildi til að ég skar ekki hálsslagæðina mína,“ skrifaði Schär. Hún fór með sjúkrabíl upp á spítala og þurfti síðan að gangast undir þriggja klukkutíma aðgerð. „Í aðgerðinni kom í ljós að sárin mín voru dýpri en læknarnir héldu í fyrstu. Brotin lentu á hálsvöðva og það tók langan tíma að fjarlægja öll glerbrotin og sauma mig aftur saman,“ skrifaði Schär. „Ég er virkilega þakklát fyrir það að þetta fór ekki verr. Ég samt ekki hversu langan tíma það mun taka mig að koma til baka og byrja æfingar að nýju“ skrifaði Schär. Schär er mjög öflug þríþrautarkona og vann HM silfur í blönduðum flokki árið 2024. Nú tekur við fjögurra til sex vikna endurhæfing áður en hún hefur æfingar að nýju. View this post on Instagram A post shared by Cathia Schär (@cathia.schaer)
Þríþraut Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Sjá meira