Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2025 14:03 Khvicha Kvaratskhelia fagnar eftir að hafa komið Paris Saint-Germain í 2-1 gegn Aston Villa. getty/Jean Catuffe Paris Saint-Germain og Barcelona eru í góðri stöðu í sínum einvígum í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir sigra á heimavelli í gær. PSG vann 3-1 sigur á Aston Villa á meðan Barcelona rústaði Borussia Dortmund, 4-0. Villa náði forystunni á Parc des Princes í gær þegar Morgan Rogers skoraði á 35. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Désiré Doué metin með mögnuðu skoti. Staðan í hálfleik var 1-1. Á 49. mínútu kom Khvicha Kvaratskhelia PSG yfir eftir góðan sprett og frábært skot. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Nuno Mendes svo þriðja mark frönsku meistaranna. Þeir eru því í afar góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Villa Park á þriðjudaginn. Brasilíumaðurinn Raphinha hefur verið magnaður í Meistaradeildinni í vetur og hann kom Barcelona á bragðið gegn Dortmund í gær. Á 25. mínútu skoraði hann með skoti af örstuttu færi og skoraði sitt tólfta mark í Meistaradeildinni á tímabilinu. Hann er markahæsti leikmaður hennar. Á 48. mínútu lagði Raphinha upp mark fyrir Robert Lewandowski og Pólverjinn skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Börsunga á 66. mínútu. Lewandowski hefur skorað fjörutíu mörk í öllum keppnum á tímabilinu. Ungstirnið Lamine Yamal gerði svo fjórða mark Barcelona á 77. mínútu eftir undirbúning Raphinhas. Seinni leikur Barcelona og Dortmund fer fram á Signal Iduna Park á þriðjudaginn. Sigurvegari einvígisins mætir Bayern München eða Inter í undanúrslitum. Í hinni undanúrslitarimmunni mætir annað hvort PSG eða Villa Arsenal eða Real Madrid. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Miðvörðurinn Pau Cubarsí hélt að hann hefði skorað sitt fyrsta Meistaradeildarmark þegar Barcelona vann 4-0 stórsigur á Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það var ekki alveg svo. 10. apríl 2025 07:30 Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Barcelona er í frábærum málum eftir 4-0 sigur á Borussia Dortmund í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. apríl 2025 20:53 Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Paris Saint Germain fer til Englands með tvö mörk í forskot eftir 3-1 sigur á Aston Villa á Parc des Princes í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. apríl 2025 20:52 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
PSG vann 3-1 sigur á Aston Villa á meðan Barcelona rústaði Borussia Dortmund, 4-0. Villa náði forystunni á Parc des Princes í gær þegar Morgan Rogers skoraði á 35. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Désiré Doué metin með mögnuðu skoti. Staðan í hálfleik var 1-1. Á 49. mínútu kom Khvicha Kvaratskhelia PSG yfir eftir góðan sprett og frábært skot. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Nuno Mendes svo þriðja mark frönsku meistaranna. Þeir eru því í afar góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Villa Park á þriðjudaginn. Brasilíumaðurinn Raphinha hefur verið magnaður í Meistaradeildinni í vetur og hann kom Barcelona á bragðið gegn Dortmund í gær. Á 25. mínútu skoraði hann með skoti af örstuttu færi og skoraði sitt tólfta mark í Meistaradeildinni á tímabilinu. Hann er markahæsti leikmaður hennar. Á 48. mínútu lagði Raphinha upp mark fyrir Robert Lewandowski og Pólverjinn skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Börsunga á 66. mínútu. Lewandowski hefur skorað fjörutíu mörk í öllum keppnum á tímabilinu. Ungstirnið Lamine Yamal gerði svo fjórða mark Barcelona á 77. mínútu eftir undirbúning Raphinhas. Seinni leikur Barcelona og Dortmund fer fram á Signal Iduna Park á þriðjudaginn. Sigurvegari einvígisins mætir Bayern München eða Inter í undanúrslitum. Í hinni undanúrslitarimmunni mætir annað hvort PSG eða Villa Arsenal eða Real Madrid.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Miðvörðurinn Pau Cubarsí hélt að hann hefði skorað sitt fyrsta Meistaradeildarmark þegar Barcelona vann 4-0 stórsigur á Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það var ekki alveg svo. 10. apríl 2025 07:30 Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Barcelona er í frábærum málum eftir 4-0 sigur á Borussia Dortmund í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. apríl 2025 20:53 Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Paris Saint Germain fer til Englands með tvö mörk í forskot eftir 3-1 sigur á Aston Villa á Parc des Princes í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. apríl 2025 20:52 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Miðvörðurinn Pau Cubarsí hélt að hann hefði skorað sitt fyrsta Meistaradeildarmark þegar Barcelona vann 4-0 stórsigur á Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það var ekki alveg svo. 10. apríl 2025 07:30
Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Barcelona er í frábærum málum eftir 4-0 sigur á Borussia Dortmund í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. apríl 2025 20:53
Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Paris Saint Germain fer til Englands með tvö mörk í forskot eftir 3-1 sigur á Aston Villa á Parc des Princes í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. apríl 2025 20:52