Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2025 08:00 Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir er á fullu í krefjandi læknisnámi en um leið vinnur hún hver verðlaunin á fætur öðrum í ólympískum lyftingum. @eyglo_fanndal Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir hefur verið að gera frábæra hluti í íþrótt sinni síðustu mánuðina og hún hefur bætt fjölda Norðurlandamet og Íslandsmeta á þeim tíma. Það er líka nóg að gera hjá henni utan lyftingarsalsins. Eygló sagði frá því að hún hafi nú klárað fjórða árið í læknisfræðinni. „Þetta er búið að vera svo ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt ár og það er svo gaman að finna að maður er á réttri hillu í lífinu. Lærði eitthvað nýtt á nánast hverjum degi og er svo spennt fyrir næstu árum að læra ennþá meira,“ skrifaði Eygló á Instagram síðu sína. „Er svo þakklát fyrir elsku bestu læknisfræði stelpurnar mínar og að fá að ganga í gegnum þetta með þeim. Þær gera þetta svo miklu skemmtilegra og hafa svoleiðis bjargað mér og komið mér í gegnum námið þegar það hefur verið brjálað að gera á öðrum sviðum í lífinu. Veit ekki hvar ég væri án þeirra (líklegast ennþá á 1.ári) en þær eru bestar og ég elska þær endalaus,“ skrifaði Eygló. Jú það var svo sannarlega mikið að gera hjá henni fyrir utan skólann í vetur enda hér á ferðinni ein fremsta íþróttakona landsins. Það er því gaman að fara aðeins yfir eitthvað af því sem hún afrekaði á meðan hún kláraði fjórða árið í læknisfræðinni sem á flestum bæjum er mjög krefjandi nám. Eygló Fanndal varð bæði Norðurlandameistari í ólympískum lyftingum í vetur sem og Evrópumeistari 23 ára og yngri. Hún endaði árið síðan með því að ná fjórða sæti á Evrópumeistaramóti fullorðinna í -71kg flokki með því að lyfta samanlagt 230 kílóum. Hún varð í þriðja sæti í kosningunni á Íþróttamanni ársins 2024 og var kosin Íþróttakona Reykjavíkur fyrir árið 2024. Eygló setti alls fjögur Norðurlandamet í í fullorðinsflokki á síðasta ári, tvö í snörun og tvö í samanlögðum árangri. Hún setti sex Íslandsmet í fullorðins flokki og sex Íslandsmet í flokki 23 ára og yngri. Eygló var líka tilnefnd sem Lyftingakona ársins 2024 af lyftingasambandi Evrópu. Eygló keppir vanalega í 71 kílóa flokki en létti sig ekki fyrir smáþjóðamótið í lyftingum á Möltu í mars síðastliðnum og lyfti því í 76 kílóa flokki. Hún sló þá öll Íslandsmetin í 76 kílóa flokknum. Eygló er næst á leiðinni á Evrópumeistaramótið í ólympískum lyftingum sem fer fram í Moldóvu dagana 13. til 21. apríl næstkomandi. Þar þykir hún líkleg til afreka í sínum flokki. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sjá meira
Eygló sagði frá því að hún hafi nú klárað fjórða árið í læknisfræðinni. „Þetta er búið að vera svo ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt ár og það er svo gaman að finna að maður er á réttri hillu í lífinu. Lærði eitthvað nýtt á nánast hverjum degi og er svo spennt fyrir næstu árum að læra ennþá meira,“ skrifaði Eygló á Instagram síðu sína. „Er svo þakklát fyrir elsku bestu læknisfræði stelpurnar mínar og að fá að ganga í gegnum þetta með þeim. Þær gera þetta svo miklu skemmtilegra og hafa svoleiðis bjargað mér og komið mér í gegnum námið þegar það hefur verið brjálað að gera á öðrum sviðum í lífinu. Veit ekki hvar ég væri án þeirra (líklegast ennþá á 1.ári) en þær eru bestar og ég elska þær endalaus,“ skrifaði Eygló. Jú það var svo sannarlega mikið að gera hjá henni fyrir utan skólann í vetur enda hér á ferðinni ein fremsta íþróttakona landsins. Það er því gaman að fara aðeins yfir eitthvað af því sem hún afrekaði á meðan hún kláraði fjórða árið í læknisfræðinni sem á flestum bæjum er mjög krefjandi nám. Eygló Fanndal varð bæði Norðurlandameistari í ólympískum lyftingum í vetur sem og Evrópumeistari 23 ára og yngri. Hún endaði árið síðan með því að ná fjórða sæti á Evrópumeistaramóti fullorðinna í -71kg flokki með því að lyfta samanlagt 230 kílóum. Hún varð í þriðja sæti í kosningunni á Íþróttamanni ársins 2024 og var kosin Íþróttakona Reykjavíkur fyrir árið 2024. Eygló setti alls fjögur Norðurlandamet í í fullorðinsflokki á síðasta ári, tvö í snörun og tvö í samanlögðum árangri. Hún setti sex Íslandsmet í fullorðins flokki og sex Íslandsmet í flokki 23 ára og yngri. Eygló var líka tilnefnd sem Lyftingakona ársins 2024 af lyftingasambandi Evrópu. Eygló keppir vanalega í 71 kílóa flokki en létti sig ekki fyrir smáþjóðamótið í lyftingum á Möltu í mars síðastliðnum og lyfti því í 76 kílóa flokki. Hún sló þá öll Íslandsmetin í 76 kílóa flokknum. Eygló er næst á leiðinni á Evrópumeistaramótið í ólympískum lyftingum sem fer fram í Moldóvu dagana 13. til 21. apríl næstkomandi. Þar þykir hún líkleg til afreka í sínum flokki. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sjá meira