„Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 11. apríl 2025 22:09 Vísir/Hulda Margrét Mario Matasovic átti frábæran leik fyrir Njarðvík í kvöld þegar Njarðvíkingar héldu lífi í seríunni gegn Álftanesi með stórsigri 107-74 í kvöld. Njarðvíkingar eru minnkuðu muninn í seríunni gegn Álftanesi í IceMar-höllinni í kvöld og tryggðu sér leik fjögur á þriðjudaginn kemur með 33 stiga sigri í kvöld. „Þetta er alltaf erfitt þegar bakið er komið upp við vegg. Við urðum að koma í þetta með miklu meiri orku heldur en í fyrstu tveimur leikjunum. Það er föstudagskvöld og við vissum að það yrði frábær úrslitakeppnisandi yfir þessu og ég er mjög ánægður að bregðast ekki aðdáendum okkar í kvöld,“ sagði Mario Matasovic eftir sigurinn í kvöld. Njarðvíkingar komu virkilega vel út úr hálfleiknum og læstu leiknum varnarlega í seinni hálfleik með frábærri svæðisvörn. „Við höfum alltaf haft þetta [þessa svæðisvörn] en núna var bara meiri neyð í henni. Sérstaklega í fyrri hálfleik þá var þetta 50/50. Í hálfleik þá ákváðum við að fara út og gefa gjörsamlega allt í þetta og sjá hvert það myndi leiða okkur“ Mario Matasovic átti frábæran leik fyrir Njarðvíkinga í dag en hann skoraði 23 stig og reif auk þess niður 13 fráköst. „Þetta er eins og það er. Þegar þú færð þetta 'momentum' og allt er að detta fyrir okkur. Eins og ég sagði þá gáfum við allt í þetta varnarlega, náðum stoppum og eftir það kom sókarleikurinn nokkuð þægilega“ Undir lok leiks voru Njarðvíkingar farnir að leika sér og henda í alley oop sendingar við mikinn fögnuð áhorfenda. „Þetta var frábært. Öll orkan var með okkur, við vorum að setja skotin okkar og spila vel sem lið. Við vorum vorum að deila boltanum vel og finna aukamanninn og aðdáendurnir sáu það og það myndaðist frábær stemning og orka og ég er ánægður með að ná sigrinum“ Aðspurður um hvort að sigrar eins og þessi geti haft þau áhrifa að það geti snúið seríunni var Mario Matasovic vongóður. „Ég held það. Þetta var „statement“ sigur. Við komum út og unnum með þrjátíu stigum en núna þurfum við að fara til þeirra og halda áfram frá því sem frá var horfið hér í kvöld,“ sagði Mario Matasovic að lokum. UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Sjá meira
Njarðvíkingar eru minnkuðu muninn í seríunni gegn Álftanesi í IceMar-höllinni í kvöld og tryggðu sér leik fjögur á þriðjudaginn kemur með 33 stiga sigri í kvöld. „Þetta er alltaf erfitt þegar bakið er komið upp við vegg. Við urðum að koma í þetta með miklu meiri orku heldur en í fyrstu tveimur leikjunum. Það er föstudagskvöld og við vissum að það yrði frábær úrslitakeppnisandi yfir þessu og ég er mjög ánægður að bregðast ekki aðdáendum okkar í kvöld,“ sagði Mario Matasovic eftir sigurinn í kvöld. Njarðvíkingar komu virkilega vel út úr hálfleiknum og læstu leiknum varnarlega í seinni hálfleik með frábærri svæðisvörn. „Við höfum alltaf haft þetta [þessa svæðisvörn] en núna var bara meiri neyð í henni. Sérstaklega í fyrri hálfleik þá var þetta 50/50. Í hálfleik þá ákváðum við að fara út og gefa gjörsamlega allt í þetta og sjá hvert það myndi leiða okkur“ Mario Matasovic átti frábæran leik fyrir Njarðvíkinga í dag en hann skoraði 23 stig og reif auk þess niður 13 fráköst. „Þetta er eins og það er. Þegar þú færð þetta 'momentum' og allt er að detta fyrir okkur. Eins og ég sagði þá gáfum við allt í þetta varnarlega, náðum stoppum og eftir það kom sókarleikurinn nokkuð þægilega“ Undir lok leiks voru Njarðvíkingar farnir að leika sér og henda í alley oop sendingar við mikinn fögnuð áhorfenda. „Þetta var frábært. Öll orkan var með okkur, við vorum að setja skotin okkar og spila vel sem lið. Við vorum vorum að deila boltanum vel og finna aukamanninn og aðdáendurnir sáu það og það myndaðist frábær stemning og orka og ég er ánægður með að ná sigrinum“ Aðspurður um hvort að sigrar eins og þessi geti haft þau áhrifa að það geti snúið seríunni var Mario Matasovic vongóður. „Ég held það. Þetta var „statement“ sigur. Við komum út og unnum með þrjátíu stigum en núna þurfum við að fara til þeirra og halda áfram frá því sem frá var horfið hér í kvöld,“ sagði Mario Matasovic að lokum.
UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Sjá meira