Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar 12. apríl 2025 15:02 Fundur í Evrópuþinginu undirstrikaði það sem heilbrigðisstarfsfólk hefur lengi sagt: „Við getum ekki leyst manneklu með skýrslum og góðum vilja. - Við þurfum aðgerðir.“ Í síðustu viku sátum við fulltrúar Sjúkraliðafélags Íslands fund í sjálfu Evrópuþinginu, í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tilefnið var ekki hátíðlegt. Þvert á móti var fundurinn viðvörun. Þar komu saman þingmenn, verkalýðsleiðtogar og heilbrigðisstarfsfólk frá öllum hornum Evrópu til að ræða það sem brennur heitast, alvarlegur og vaxandi skortur á starfsfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ekki tímabundið ástand Á fundinum, með þátttakendum frá EPSU og EPN, kom skýrt fram að manneklan sem við höfum talað um á Íslandi er hluti af stærri heild. Þetta er ekki tímabundið ástand. Þetta er evrópskt vandamál. Og meira en það, þetta er siðferðileg spurning. Frásagnir heilbrigðisstarfsfólks á fundinum voru átakanlegar. Florence Ndebo, hjúkrunarfræðingur frá Belgíu, lýsti álagi sem hefur orðið til þess að 41% menntaðra hjúkrunarfræðinga hafa hætt störfum. Razvan Gae frá Rúmeníu greindi frá yfirvinnu sem enn er greidd samkvæmt taxta frá 2018, tvöfaldri skráningu á pappír og í tölvu, og djúpstæðu vantrausti á kerfið. Þetta eru ekki einstök tilvik, heldur lýsingar á þróun sem blasir við víða í Evrópu. Starfsfólk brennur út, vantar stuðning, og neyðist jafnvel til að yfirgefa störf sem þau hafa helgað líf sitt. Og það sem skilur á milli heilbrigðiskerfa sem standast álag og þeirra sem falla, er hvort hlustað sé á þessi varnaðarorð. Tvöfalt hlutverk Evrópusambandsins Fræðimenn eins og prófessor Roland Erne bentu á tvíeggjað hlutverk Evrópusambandsins. Annars vegar stuðning við réttindi starfsmanna og hins vegar fjárlög og samkeppnisreglur sem þrýsta heilbrigðisþjónustuna til niðurskurðar og einkavæðingar. Tilly Metz, þingkona Græningja, orðaði það skýrt: „Við verðum að hætta að fórna heilbrigðisþjónustu fyrir hernaðarútgjöld.“ Hún kallaði eftir samevrópskri tilskipun um örugga mönnun, sálfélagslegan stuðning og mannsæmandi vinnuumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Okkar veruleiki Við fulltrúar frá Íslandi lýstum okkar veruleika. Að meðalaldur sjúkraliða fari hækkandi, nýliðun er of lítil, og mikil þörf sé á að tryggja traustar og faglegar starfsleiðir fyrir fólk sem sinnir krefjandi heilbrigðisþjónustu. Við höfum náð árangri í styttingu vinnuviku og þróun menntunarleiða, en þörf fyrir skýra framtíðarsýn og raunhæfa stefnu í mönnun heilbrigðisstofnana er brýn. Evrópuþingið á ekki að vera eini salurinn þar sem raddir sjúkraliða fá að heyrast. Þær þurfa líka að hljóma heima, í ríkisfjármálum, fjármálaáætlun, á Alþingi, í kjarasamningum og pólitískum ákvörðunum. Það þarf meira en viljayfirlýsingar, það þarf virka stefnu sem tryggir starfsfólki mannsæmandi kjör, öryggi og faglegt rými til að rækja störf sín með reisn. Þau sem hugsa um okkur Fundurinn í Evrópuþinginu var áminning um mikilvægi alþjóðlegrar samstöðu. Um að raddir þeirra sem vinna við að hlúa að fólki, á öllum aldri, á öllum stigum veikinda og þjáningar, þurfa að vera í forgrunni. Of lengi hefur fólk verið sett í þá stöðu að gefa meira en það hefur. Nú er kominn tími til að sinna okkar frábæra heilbrigðisstarfsfólki. Að fjárfesta ekki bara í byggingum eða búnaði, heldur í fólkinu. Í höndum og hugsun heilbrigðisþjónustunnar. Í þeim sem hlúa að okkur þegar við getum það ekki sjálf. Það þarf að sýna með verkum, en ekki orðum, að sjúkraliðar og starfsfólk sem sinnir hjúkrun skipta máli. Að hugsað sé þau sem hugsa um okkur. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Heilbrigðismál Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Fundur í Evrópuþinginu undirstrikaði það sem heilbrigðisstarfsfólk hefur lengi sagt: „Við getum ekki leyst manneklu með skýrslum og góðum vilja. - Við þurfum aðgerðir.“ Í síðustu viku sátum við fulltrúar Sjúkraliðafélags Íslands fund í sjálfu Evrópuþinginu, í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tilefnið var ekki hátíðlegt. Þvert á móti var fundurinn viðvörun. Þar komu saman þingmenn, verkalýðsleiðtogar og heilbrigðisstarfsfólk frá öllum hornum Evrópu til að ræða það sem brennur heitast, alvarlegur og vaxandi skortur á starfsfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ekki tímabundið ástand Á fundinum, með þátttakendum frá EPSU og EPN, kom skýrt fram að manneklan sem við höfum talað um á Íslandi er hluti af stærri heild. Þetta er ekki tímabundið ástand. Þetta er evrópskt vandamál. Og meira en það, þetta er siðferðileg spurning. Frásagnir heilbrigðisstarfsfólks á fundinum voru átakanlegar. Florence Ndebo, hjúkrunarfræðingur frá Belgíu, lýsti álagi sem hefur orðið til þess að 41% menntaðra hjúkrunarfræðinga hafa hætt störfum. Razvan Gae frá Rúmeníu greindi frá yfirvinnu sem enn er greidd samkvæmt taxta frá 2018, tvöfaldri skráningu á pappír og í tölvu, og djúpstæðu vantrausti á kerfið. Þetta eru ekki einstök tilvik, heldur lýsingar á þróun sem blasir við víða í Evrópu. Starfsfólk brennur út, vantar stuðning, og neyðist jafnvel til að yfirgefa störf sem þau hafa helgað líf sitt. Og það sem skilur á milli heilbrigðiskerfa sem standast álag og þeirra sem falla, er hvort hlustað sé á þessi varnaðarorð. Tvöfalt hlutverk Evrópusambandsins Fræðimenn eins og prófessor Roland Erne bentu á tvíeggjað hlutverk Evrópusambandsins. Annars vegar stuðning við réttindi starfsmanna og hins vegar fjárlög og samkeppnisreglur sem þrýsta heilbrigðisþjónustuna til niðurskurðar og einkavæðingar. Tilly Metz, þingkona Græningja, orðaði það skýrt: „Við verðum að hætta að fórna heilbrigðisþjónustu fyrir hernaðarútgjöld.“ Hún kallaði eftir samevrópskri tilskipun um örugga mönnun, sálfélagslegan stuðning og mannsæmandi vinnuumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Okkar veruleiki Við fulltrúar frá Íslandi lýstum okkar veruleika. Að meðalaldur sjúkraliða fari hækkandi, nýliðun er of lítil, og mikil þörf sé á að tryggja traustar og faglegar starfsleiðir fyrir fólk sem sinnir krefjandi heilbrigðisþjónustu. Við höfum náð árangri í styttingu vinnuviku og þróun menntunarleiða, en þörf fyrir skýra framtíðarsýn og raunhæfa stefnu í mönnun heilbrigðisstofnana er brýn. Evrópuþingið á ekki að vera eini salurinn þar sem raddir sjúkraliða fá að heyrast. Þær þurfa líka að hljóma heima, í ríkisfjármálum, fjármálaáætlun, á Alþingi, í kjarasamningum og pólitískum ákvörðunum. Það þarf meira en viljayfirlýsingar, það þarf virka stefnu sem tryggir starfsfólki mannsæmandi kjör, öryggi og faglegt rými til að rækja störf sín með reisn. Þau sem hugsa um okkur Fundurinn í Evrópuþinginu var áminning um mikilvægi alþjóðlegrar samstöðu. Um að raddir þeirra sem vinna við að hlúa að fólki, á öllum aldri, á öllum stigum veikinda og þjáningar, þurfa að vera í forgrunni. Of lengi hefur fólk verið sett í þá stöðu að gefa meira en það hefur. Nú er kominn tími til að sinna okkar frábæra heilbrigðisstarfsfólki. Að fjárfesta ekki bara í byggingum eða búnaði, heldur í fólkinu. Í höndum og hugsun heilbrigðisþjónustunnar. Í þeim sem hlúa að okkur þegar við getum það ekki sjálf. Það þarf að sýna með verkum, en ekki orðum, að sjúkraliðar og starfsfólk sem sinnir hjúkrun skipta máli. Að hugsað sé þau sem hugsa um okkur. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar