Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar 13. apríl 2025 07:02 Ég hef ætlað mér að stunda nám við þjóðfræði alveg síðan að ég frétti að námið væri til. Það var hins vegar ekki fyrr en rétt hálfu ári áður en ég hóf nám í Háskóla Íslands sem ég vissi af náminu. Það kom mér á óvart að hafa ekki heyrt um það áður, þar sem samfélagið sem ég ólst upp í, á Stykkishólmi, hélt mikið upp á allskonar hefðir, muni og minningar, sem oft eru rannsóknarefni þjóðfræðinga. Meðal annars mætti minnast á gömlu húsin sem enn vekja mikla athygli og tilfinningar bæði meðal bæjarbúa og ferðamanna. Spurningarnar höfðu alltaf verið til staðar. Af hverju finnast fólki svona hlutir merkilegir? Þetta er spurning sem hefur breyst mikið í huga mínum. Í stað þess að spyrja hennar í skilningsleysi þá spyr ég af undrun, forvitni og vilja til að vita meira. Þjóðfræðin, og í raun hvaða nám sem er, getur hjálpað manni að fá nýtt sjónarhorn á daglegt líf. Í þjóðfræðinni myndi það kallast að setja á sig þjóðfræðigleraugun. Sem dæmi hef ég heyrt þjóðfræðinga minnast á hvernig álit þeirra á hefðum eins og hátíðum breyttist eftir að þau hófu námið. Mig langar einnig að taka páskana sem dæmi, þar sem þeir eru rétt handan við hornið. Páskahátíðin í sinni best þekktu mynd er nátengd við kristna trú. Í nútímanum er hins vegar minni áhersla á trúarlegu hlið hátíðarinnar og meiri á hefðir sem fólk hefur mótað sér í nútímanum. Páskahérinn og hænan eru vinsælar táknmyndir hátíðarinnar, en það er ekki ný tilkomið. Uppruni þeirra hefða eru nátengd enska heitinu á páskahátíðinni (e. Easter), sem á rætur sínar að rekja til Anglo-Saxon gyðjunnar Eostre (Ostara). Eostre var gyðja vorsins, morgunsins, endurfæðingarinnar og barna. Sagan segir að Eostre hafi umbreytt uppáhalds fuglinum sínu í kanínu sem gladdi börn með því að færa þeim marglit egg, sem voru tákn upphafsins. Hænur eru því tengdar við páskana í gegnum eiginleika þeirra til að verpa eggjum. Páskahefðin, eins og aðrar hefðir, hefur tekið breytingum eftir stað og stund. Í nútímanum eru páska kanínur og hænur oftast séðar í formi sælgætis og/eða skreytinga. Hefðir eru einnig mismunandi eftir fjölskyldum. Þar sem fjölskyldan mín mætti lengi í miðnæturmessu laugardaginn fyrir páskadag var venjan að sofa út. Einn eða tveir fjölskyldumeðlimir vöknuðu samt aðeins fyrr til að undirbúa morgunmatinn, sem voru allt frá eggjum, brauði með allskonar áleggi og pönnukökum. Fyrir morgunmatinn földu foreldrarnir mínir einnig lítil súkkulaðiegg í mismunandi litum í stofunni. Ég og systur mínar kepptumst við að finna öll eggin af okkar lit á undan hinum og maður varð einnig frekar góður í því að gefa ekki frá sér viðbrögð þegar maður fann egg einhvers annars. Ég hef heyrt af öðrum fjölskyldum sem fela eggin út í garði ef veður leyfir eða fela aðeins stóru páskaeggin. Fjölskyldan mín hefur það einnig fyrir sið að velja grein úr einum runna í garðinum, klippa hana af og skreyta með allskonar páskalegu skrauti. Þá eru það yfirleitt gulu ungarnir sem við höfum safnað af páskaeggjum undanfarna páska. Áfram mætti lengi telja og páskahefðirnar eru fjölbreyttar. Við vitum ekki endilega hver uppruni hverrar einustu hefðar er, en skiptir það í raun öllu máli? Hefðir eru aðeins lifandi ef það er þörf á þeim, þær hafa einhverja þýðingu eða tilgang. Tökum þorrablótið sem dæmi um hefð sem dó út en birtist svo á ný í seinni tíð með nýrri uppsetningu og hlutverki. Það er áhugavert að velta því fyrir sér af hverju við höldum í hefðir? Af hverju eru þær mikilvægar fyrir okkur? Höldum við þeim uppi vegna þess að þær gagnast okkur eða er það vegna þess að manneskjur eru vanasamar verur? Þetta eru spurningarnar sem ég hef öðlast áhuga á í gegnum námið mitt í þjóðfræðinni. Það er áhugavert að velta fyrir sér hvað það er sem kallar á breytingar á hefðum, en það er mikilvægt að leyfa þeim að þróast og breytast, annars hverfa þær. Höfundur er þjóðfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Skóla- og menntamál Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ég hef ætlað mér að stunda nám við þjóðfræði alveg síðan að ég frétti að námið væri til. Það var hins vegar ekki fyrr en rétt hálfu ári áður en ég hóf nám í Háskóla Íslands sem ég vissi af náminu. Það kom mér á óvart að hafa ekki heyrt um það áður, þar sem samfélagið sem ég ólst upp í, á Stykkishólmi, hélt mikið upp á allskonar hefðir, muni og minningar, sem oft eru rannsóknarefni þjóðfræðinga. Meðal annars mætti minnast á gömlu húsin sem enn vekja mikla athygli og tilfinningar bæði meðal bæjarbúa og ferðamanna. Spurningarnar höfðu alltaf verið til staðar. Af hverju finnast fólki svona hlutir merkilegir? Þetta er spurning sem hefur breyst mikið í huga mínum. Í stað þess að spyrja hennar í skilningsleysi þá spyr ég af undrun, forvitni og vilja til að vita meira. Þjóðfræðin, og í raun hvaða nám sem er, getur hjálpað manni að fá nýtt sjónarhorn á daglegt líf. Í þjóðfræðinni myndi það kallast að setja á sig þjóðfræðigleraugun. Sem dæmi hef ég heyrt þjóðfræðinga minnast á hvernig álit þeirra á hefðum eins og hátíðum breyttist eftir að þau hófu námið. Mig langar einnig að taka páskana sem dæmi, þar sem þeir eru rétt handan við hornið. Páskahátíðin í sinni best þekktu mynd er nátengd við kristna trú. Í nútímanum er hins vegar minni áhersla á trúarlegu hlið hátíðarinnar og meiri á hefðir sem fólk hefur mótað sér í nútímanum. Páskahérinn og hænan eru vinsælar táknmyndir hátíðarinnar, en það er ekki ný tilkomið. Uppruni þeirra hefða eru nátengd enska heitinu á páskahátíðinni (e. Easter), sem á rætur sínar að rekja til Anglo-Saxon gyðjunnar Eostre (Ostara). Eostre var gyðja vorsins, morgunsins, endurfæðingarinnar og barna. Sagan segir að Eostre hafi umbreytt uppáhalds fuglinum sínu í kanínu sem gladdi börn með því að færa þeim marglit egg, sem voru tákn upphafsins. Hænur eru því tengdar við páskana í gegnum eiginleika þeirra til að verpa eggjum. Páskahefðin, eins og aðrar hefðir, hefur tekið breytingum eftir stað og stund. Í nútímanum eru páska kanínur og hænur oftast séðar í formi sælgætis og/eða skreytinga. Hefðir eru einnig mismunandi eftir fjölskyldum. Þar sem fjölskyldan mín mætti lengi í miðnæturmessu laugardaginn fyrir páskadag var venjan að sofa út. Einn eða tveir fjölskyldumeðlimir vöknuðu samt aðeins fyrr til að undirbúa morgunmatinn, sem voru allt frá eggjum, brauði með allskonar áleggi og pönnukökum. Fyrir morgunmatinn földu foreldrarnir mínir einnig lítil súkkulaðiegg í mismunandi litum í stofunni. Ég og systur mínar kepptumst við að finna öll eggin af okkar lit á undan hinum og maður varð einnig frekar góður í því að gefa ekki frá sér viðbrögð þegar maður fann egg einhvers annars. Ég hef heyrt af öðrum fjölskyldum sem fela eggin út í garði ef veður leyfir eða fela aðeins stóru páskaeggin. Fjölskyldan mín hefur það einnig fyrir sið að velja grein úr einum runna í garðinum, klippa hana af og skreyta með allskonar páskalegu skrauti. Þá eru það yfirleitt gulu ungarnir sem við höfum safnað af páskaeggjum undanfarna páska. Áfram mætti lengi telja og páskahefðirnar eru fjölbreyttar. Við vitum ekki endilega hver uppruni hverrar einustu hefðar er, en skiptir það í raun öllu máli? Hefðir eru aðeins lifandi ef það er þörf á þeim, þær hafa einhverja þýðingu eða tilgang. Tökum þorrablótið sem dæmi um hefð sem dó út en birtist svo á ný í seinni tíð með nýrri uppsetningu og hlutverki. Það er áhugavert að velta því fyrir sér af hverju við höldum í hefðir? Af hverju eru þær mikilvægar fyrir okkur? Höldum við þeim uppi vegna þess að þær gagnast okkur eða er það vegna þess að manneskjur eru vanasamar verur? Þetta eru spurningarnar sem ég hef öðlast áhuga á í gegnum námið mitt í þjóðfræðinni. Það er áhugavert að velta fyrir sér hvað það er sem kallar á breytingar á hefðum, en það er mikilvægt að leyfa þeim að þróast og breytast, annars hverfa þær. Höfundur er þjóðfræðinemi.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun