Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar 14. apríl 2025 06:02 Það liggur fyrir, hefur gert það mörg síðustu misseri, að afgerandi meirihluti þjóðarinnar vill þjóðaratkvæði um framahaldsviðræður við ESB. Í skoðanakönnun Prósents 9. janúar síðastliðinn, voru 68% þeirra, sem afstöðu tóku, hlynntir því, að framhaldsviðræður færu fram. Slíkar viðræður eru auðvitað með öllu óskuldbindandi og áhætta af þeim engin. Hverjir komu ríkisstjórninni til valda? Það er ljóst, að stór hluti þeirra, sem greiddi Viðreisn og Samfylkingu atkvæði sitt í kosningunum 30. nóvember, koma einmitt úr þessum meirihlutahópi. Á sama hátt er það ljóst, að þessi sami hópur - skýr meirhluti landsmanna, sem vill þjóðaratkvæði um framhaldsviððræður, auðvitað sem allra fyrst - kom þessari ríkisstjórn til valda. Það er því með ólíkindum, að ríkisstjórnin skuli hafa leyft sér, við stjórnarmyndun í desember 2024, að setja þjóðaratkvæði um framhaldssamninga fyrst á dagskrá 2027, eða ekki síðar, en valdatími hennar rennur út í síðasta lagi 2028. Þessi síðbúna tímasetning er í reynd blaut tuska í andlit meirihluta landsmanna Fyrir undirrituðum var og er tilkynningin um þjóðaratkvæði um framhaldssamninga 2027 ekkert annað en blaut tuska í andlit meirihluta þjóðarinnar og í rauninni ekkert nema svik við margyfirlýsta grunn stefnumörkun og málstað, sem margir treystu á og kusu Viðreisn og Samfylkingu út á. Það, sem gerir málið ennþá verra, er það, að mögulegt þjóðaratkvæði um framhaldssaminga fyrst 2027, er hvorki fugl né fiskur. Í raun bara fyrirsláttur. Ef kosið yrði fyrst þá um framhaldssamninga, og, ef „Já“ fengist, sem vænta má, gætu aðildarsamningar fyrst hafizt 2027/2028, en valdatími ríkisstjórnarinnar rennur, sem sagt, út 2028, ef hún heldur út kjörtímabilið, sem við þrátt fyrir allt vonum. Þar sem þessir samningar taka minst 2 ár, kannske 3, væri þá engan veginn hægt að ljúka málinu í hennar valdatíð, og væri þá í reynd til einskis af staðið farið; enginn veit hér, hvað tekur við eftir 2028. Evrópsambandið hefi heldur enginn áhuga á, að hefja framhaldsamninga við ríkisstjórn, hverrar valdatími væri að enda. Í raun er það, sem ríkistjórnin hefur gert í þessu máli, því bara látalæti eða sjónarspil. Hver ber hér ábyrgð, Inga blessunin Sæland? Varla! Þegar gengið er á stjórnarliða með þessa broguðu afstöðu og glórulausu tímasetningu, stefnusvik fyrir undirrituðum, er helzt að heyra á mönnum, að Inga Sæland og Flokkur fólksins beri hér alla ábyrgð. Samfylking og Viðrfeisn hafi viljað halda þjóðaratkvæði um framhaldssamninga miklu fyrr. Inga Sæland lýsti því ítrekað yfir fyrir kosningar, að hún væri algjörlega hlynnt því, að kosið yrði um framhaldssamninga, það væri réttur landsmanna, að tjá sig um það, af eða á, en hún lýsti því jafnframt yfir, að óvíst væri, hvort hún styddi aðild, eða ekki, þegar að slíkri atkvæðagreiðslu kæmi. Þetta tel ég góða og rétta afstöðu hjá Ingu, og trúi ég því, að hún hafi staðið og standi við hana. Staðreyndin er nefnilega sú, að hvorki Inga né aðrir geta á þessu stigi vegið og metið, tekið málefnalega afstöðu til þess, hvort aðild sé æskileg, eða ekki, þar sem þá fyrst, þegar búið er að semja, 2-3 árum eftir að framhaldssamningar hefjast aftur, geta Inga og aðrir vitað, hver býtin eru, hver kjör og skilmála ESB myndi í lok dags bjóða okkur eða fallast á. Mistök má oftast leiðrétta – Sunnudagurinn 28. september góður dagur Undirritaður skorar hér með á ríkisstjórnina, í nafni þess þjóðarmeirihluta, sem kom henni til valda, að endurskoða nú og leiðrétta sína stefnu í þessu þjóðaratkvæðismáli; stofna til þess eins fljótt og verða má. Væri sunnudagurinn 28. september þar ekki illa tilfallinn. Þannig mætti framhalda samningaumleitunum við ESB, um möguleg kjör og skilmála, í lok þessa árs, 2025, og ljúka þeim um áramótin 2027/2028. Þjóðaratkvæði um aðild, eða ekki, gæti svo farið fram sumarið 2028, eftir hálfs árs öfluga umræðu um kosti og galla mögulegrar aðildar, en allar hliðar málsins, kjör og skilmálar, lægju þá, og þá fyrst, fyrir. Ótti forsætisráðherra um að kljúfa þjóðina - Tvær fylkingar ríkjandi víðast Margar þjóðir heims eru nú klofnar í tvær fylkingar. Annars vegar fara þeir, sem til vinstri standa, ásamt með græningjum, miðjufólki og frjálslyndum, hins vegar standa hægri menn, þjóðernissinnar, hægri-hægri og fasistar. Það undarlega er, að þessar fylkingar eru oft ámóta stórar og öflugar. Meirihlutar verða þá oft naumir og minnihlutar líka, en slíkir minnihlutar verða þó að una því, þar sem lýðræði ríkir. Enginn getur breytt þessari þróun eða stöðu, sameinað eða samstillt ólíkar fylkingar - oft ráða hér tilfinngar og kenndir meira en skynsemi og rök - og er það ekki á valdi neins, að gera úr þessum fylkingum skoðanabræður og -systur, ekki heldur forsætisráðaherra landsins, þó hún gjarnan vilji og henni gangi gott eitt til. Höfundur er samfélagsrýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það liggur fyrir, hefur gert það mörg síðustu misseri, að afgerandi meirihluti þjóðarinnar vill þjóðaratkvæði um framahaldsviðræður við ESB. Í skoðanakönnun Prósents 9. janúar síðastliðinn, voru 68% þeirra, sem afstöðu tóku, hlynntir því, að framhaldsviðræður færu fram. Slíkar viðræður eru auðvitað með öllu óskuldbindandi og áhætta af þeim engin. Hverjir komu ríkisstjórninni til valda? Það er ljóst, að stór hluti þeirra, sem greiddi Viðreisn og Samfylkingu atkvæði sitt í kosningunum 30. nóvember, koma einmitt úr þessum meirihlutahópi. Á sama hátt er það ljóst, að þessi sami hópur - skýr meirhluti landsmanna, sem vill þjóðaratkvæði um framhaldsviððræður, auðvitað sem allra fyrst - kom þessari ríkisstjórn til valda. Það er því með ólíkindum, að ríkisstjórnin skuli hafa leyft sér, við stjórnarmyndun í desember 2024, að setja þjóðaratkvæði um framhaldssamninga fyrst á dagskrá 2027, eða ekki síðar, en valdatími hennar rennur út í síðasta lagi 2028. Þessi síðbúna tímasetning er í reynd blaut tuska í andlit meirihluta landsmanna Fyrir undirrituðum var og er tilkynningin um þjóðaratkvæði um framhaldssamninga 2027 ekkert annað en blaut tuska í andlit meirihluta þjóðarinnar og í rauninni ekkert nema svik við margyfirlýsta grunn stefnumörkun og málstað, sem margir treystu á og kusu Viðreisn og Samfylkingu út á. Það, sem gerir málið ennþá verra, er það, að mögulegt þjóðaratkvæði um framhaldssaminga fyrst 2027, er hvorki fugl né fiskur. Í raun bara fyrirsláttur. Ef kosið yrði fyrst þá um framhaldssamninga, og, ef „Já“ fengist, sem vænta má, gætu aðildarsamningar fyrst hafizt 2027/2028, en valdatími ríkisstjórnarinnar rennur, sem sagt, út 2028, ef hún heldur út kjörtímabilið, sem við þrátt fyrir allt vonum. Þar sem þessir samningar taka minst 2 ár, kannske 3, væri þá engan veginn hægt að ljúka málinu í hennar valdatíð, og væri þá í reynd til einskis af staðið farið; enginn veit hér, hvað tekur við eftir 2028. Evrópsambandið hefi heldur enginn áhuga á, að hefja framhaldsamninga við ríkisstjórn, hverrar valdatími væri að enda. Í raun er það, sem ríkistjórnin hefur gert í þessu máli, því bara látalæti eða sjónarspil. Hver ber hér ábyrgð, Inga blessunin Sæland? Varla! Þegar gengið er á stjórnarliða með þessa broguðu afstöðu og glórulausu tímasetningu, stefnusvik fyrir undirrituðum, er helzt að heyra á mönnum, að Inga Sæland og Flokkur fólksins beri hér alla ábyrgð. Samfylking og Viðrfeisn hafi viljað halda þjóðaratkvæði um framhaldssamninga miklu fyrr. Inga Sæland lýsti því ítrekað yfir fyrir kosningar, að hún væri algjörlega hlynnt því, að kosið yrði um framhaldssamninga, það væri réttur landsmanna, að tjá sig um það, af eða á, en hún lýsti því jafnframt yfir, að óvíst væri, hvort hún styddi aðild, eða ekki, þegar að slíkri atkvæðagreiðslu kæmi. Þetta tel ég góða og rétta afstöðu hjá Ingu, og trúi ég því, að hún hafi staðið og standi við hana. Staðreyndin er nefnilega sú, að hvorki Inga né aðrir geta á þessu stigi vegið og metið, tekið málefnalega afstöðu til þess, hvort aðild sé æskileg, eða ekki, þar sem þá fyrst, þegar búið er að semja, 2-3 árum eftir að framhaldssamningar hefjast aftur, geta Inga og aðrir vitað, hver býtin eru, hver kjör og skilmála ESB myndi í lok dags bjóða okkur eða fallast á. Mistök má oftast leiðrétta – Sunnudagurinn 28. september góður dagur Undirritaður skorar hér með á ríkisstjórnina, í nafni þess þjóðarmeirihluta, sem kom henni til valda, að endurskoða nú og leiðrétta sína stefnu í þessu þjóðaratkvæðismáli; stofna til þess eins fljótt og verða má. Væri sunnudagurinn 28. september þar ekki illa tilfallinn. Þannig mætti framhalda samningaumleitunum við ESB, um möguleg kjör og skilmála, í lok þessa árs, 2025, og ljúka þeim um áramótin 2027/2028. Þjóðaratkvæði um aðild, eða ekki, gæti svo farið fram sumarið 2028, eftir hálfs árs öfluga umræðu um kosti og galla mögulegrar aðildar, en allar hliðar málsins, kjör og skilmálar, lægju þá, og þá fyrst, fyrir. Ótti forsætisráðherra um að kljúfa þjóðina - Tvær fylkingar ríkjandi víðast Margar þjóðir heims eru nú klofnar í tvær fylkingar. Annars vegar fara þeir, sem til vinstri standa, ásamt með græningjum, miðjufólki og frjálslyndum, hins vegar standa hægri menn, þjóðernissinnar, hægri-hægri og fasistar. Það undarlega er, að þessar fylkingar eru oft ámóta stórar og öflugar. Meirihlutar verða þá oft naumir og minnihlutar líka, en slíkir minnihlutar verða þó að una því, þar sem lýðræði ríkir. Enginn getur breytt þessari þróun eða stöðu, sameinað eða samstillt ólíkar fylkingar - oft ráða hér tilfinngar og kenndir meira en skynsemi og rök - og er það ekki á valdi neins, að gera úr þessum fylkingum skoðanabræður og -systur, ekki heldur forsætisráðaherra landsins, þó hún gjarnan vilji og henni gangi gott eitt til. Höfundur er samfélagsrýnir.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun