Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar 13. apríl 2025 18:03 Ágrip af merkri sögu Kvikmyndaskóla Íslands og skýringar á erfiðleikum hans — heimatilbúinn vandi í boði stjórnvalda. Grasrótarstarf í áratugi með aðkomu rafiðnaðarmanna — vegferð á háskólastig Fyrstu námskeiðin undir nafni Kvikmyndaskóla Íslands voru haldin haustið 1992 í húsakynnum MÍR félagsins að Vatnsstíg 10. Nemendur voru 23 og kennarar og fyrirlesarar 17, þar af margir af helstu kvikmyndagerðarmönnum landsins. Stofnandi skólans var Böðvar Bjarki Pétursson kvikmyndagerðarmaður. Á árabilinu 1992 til 2000 voru haldin margvísleg námskeið á vegum skólans sem flest höfðu það að markmiði að undirbúa ungmenni til frekara náms eða starfa í kvikmynda- og sjónvarps iðnaðinum. Árið 2000 var tekin ákvörðun um að efla rekstur Kvikmyndaskóla Íslands og að fella starfsemi hans að hinu almenna skólakerfi í landinu. Í samvinnu við fjölda sérfræðinga var hafist handa við hönnun nýrrar námskrár. Fyrsta námskrá skólans var síðan send Mennta- og menningarmálaráðuneytinu síðla árs 2002. Haustið 2003 veitti Tómas Ingi Olrich, þáverandi Mennta- og menningarmálaráðherra, skólanum svo formlega viðurkenningu ráðuneytisins á tveggja ára námsbraut í kvikmyndagerð á framhaldsskólastigi. Með því var stigið fyrsta skrefið í því að Kvikmyndaskóli Íslands yrði viðurkenndur og formlegur skóli í íslensku menntakerfi. Áfram var unnið að þróun námskrár og haustið 2004 var kynnt að þrjár nýjar brautir væru í undirbúningi og árið 2005 var svo lögð inn til Mennta- og menningarmálaráðuneytis námskrá að þremur nýjum brautum við skólann. Þar var mörkuð sú stefna að bjóða upp á nám á sérhæfðum sviðum eins og tíðkast við flesta af betri kvikmyndaskólanum erlendis. Tveimur árum síðar veitti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi Mennta- og menningarmálaráðherra, Kvikmyndaskólanum viðurkenningu á þremur nýjum sérsviðum eftir margvíslegt þróunarstarf. Árið 2009 framlengdi Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra viðurkenningu á fjórum brautum skólans. Kvikmyndaskólinn hefur allt frá upphafi starfað í nánum tengslum við hagsmunasamtök kvikmyndagerðarmanna og við starfandi framleiðslufyrirtæki og sjónvarpsstöðvar. Unnin hafa verið margvísleg verkefni í samvinnu við sjónvarpsstöðvarnar. . Árið 2000 keyptu samtök rafiðnaðarmanna 50% hlut í skólanum og markmiðið var að fella það að þeirra skólakerfi sem var mjög öflugt á þeim tíma. Vegna áfalla sem rafiðnaðarmenn urðu fyrir í sínum rekstri, sem varð til þess að þeir lokuðu eða lögðu niður alla sína skóla nema einn, þá var rekstur Kvikmyndaskólans endurskipulagður. Skólinn hefur útskrifað á sjötta hundrað nemenda af ýmsum námskeiðum skólans. Útskrifaðir nemendur starfa nú víðs vegar í íslenskum kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði og hafa haft þar margvísleg áhrif. Mikill hreyfanleiki hefur einkennt starfsmenn skólans enda er það í eðli rekstrarins. Stjórnendur, kennarar og leiðbeinendur eru starfandi kvikmyndagerðarmenn sem taka tímabundið að sér störf við skólann á milli verkefna. Á meðal þeirra sem gegnt hafa skólameistarastöðu í skólanum eru: Guðmundur Bjartmarsson, Kristín Jóhannesdóttir, Ásdís Thoroddsen, Hilmar Oddsson, Sigrún Sigurðardóttir ,Friðrik Þór Friðriksson, Börkur Gunnarsson og núverandi skólameistari Hlín Jóhannesdóttir. Árið 2008 var ákveðið að taka þá stefnu að færa skólastarf Kvikmyndaskóla Íslands á háskólastig og var kennsluskrá skólans löguð að því skólastigi. Jafnframt var hafinn undirbúningur að stofnun alþjóðlegrar deildar við skólann. Árið 2012 var skólinn tekinn inn sem fullgildur meðlimur inn í Cilect, alþjóðasamtök kvikmyndaháskóla. Frá árinu 2021 hefur öll kennsla í Kvikmyndaskóla Íslands farið fram á háskólastig en þó hefur viðurkenning verið á 4 stigi framhaldsskóla. Það ná á að vera hægt að meta til háskólaeininga en hefur reynst í framkvæmd erfitt og flókið. Samhliða lagði KVÍ inn umsókn um yfirfærslu á háskólastig á fræðasviði lista. Skipuð var alþjóðleg úttektarnefnd á vegum Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytis og lauk hún störfum og skilaði af sér vandaðri skýrslu sem kom ágætlega út varðandi námið og leiðbeiningar hvað mætti betur fara. Þegar þessi vinna í sambandi við yfirfærslu á háskólastig lenti skólinn skyndilega á milli ráðuneyta. Lög segja að ef sambærilegt nám sem er á framhaldsskólastigi er að finna á háskólastigi þá falli réttur nemanda til námslána niður. Þegar Listaháskólinn hóf kennslu í kvikmyndagerð þá féll réttur nemenda til námslána niður. Þetta er viðurkenning bæði Menntamálastofnunar, og ráðuneyta á að nám KVÍ er á háskólastigi en ekki með rétta viðurkenningu. Þessi aðgerð hefur haft gríðarleg áhrif á rekstur skólans en samt eru 69 nemendur enn þá í skólanum en þeir voru yfir 100 áður en þessi óhæfa gekk yfir. Stefna skólans var að vera með 160 nemendur í heild. Herra ráðherra mennta og barnamála Guðmundur Ingi. Þetta er sagan og upplýsingar til þín um hvað þetta mál snýst um sem þú segir að komi þér ekki við. Ráðuneyti þitt hefur stöðvað yfirfærslu skólans til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytis og vill koma í veg fyrir að sú vinna og fjármunir sem hafa verið lagðir í yfirfærslu KVÍ á háskólastig geti gefið af sér góða stofnun. Hvað liggur að baki að bjóða háskólanemum í Tækniskólann sem er annars frábær skóli ? Á að galdra fram kvikmyndanám þar á nokkrum dögum. Hættið þið þessu og hlustið á nemendur, þeir vilja háskólanám. Ekki standa í vegi fyrir að skólinn færist yfir í menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið.. Það er ekki verið að biðja um að bjarga gjaldþrota félagi heldur mannauð og menntun. Í burðarliðnum eru fjöldasamtök hollvina Kvikmyndaskóla Íslands sem saman standa af starfsfólki, kennurum og nemendum, fyrr og síðar ásamt og öllum þeim sem vilja leggja málinu lið. Við erum að tala um miklu meira en gjaldþrota rekstarfélag eða bara einhvern einkaskóla í niðrandi merkingu. Virðingarfyllst Höfundur er fyrrum stjórnarmaður Kvikmyndaskóla Íslands menntastofnunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ágrip af merkri sögu Kvikmyndaskóla Íslands og skýringar á erfiðleikum hans — heimatilbúinn vandi í boði stjórnvalda. Grasrótarstarf í áratugi með aðkomu rafiðnaðarmanna — vegferð á háskólastig Fyrstu námskeiðin undir nafni Kvikmyndaskóla Íslands voru haldin haustið 1992 í húsakynnum MÍR félagsins að Vatnsstíg 10. Nemendur voru 23 og kennarar og fyrirlesarar 17, þar af margir af helstu kvikmyndagerðarmönnum landsins. Stofnandi skólans var Böðvar Bjarki Pétursson kvikmyndagerðarmaður. Á árabilinu 1992 til 2000 voru haldin margvísleg námskeið á vegum skólans sem flest höfðu það að markmiði að undirbúa ungmenni til frekara náms eða starfa í kvikmynda- og sjónvarps iðnaðinum. Árið 2000 var tekin ákvörðun um að efla rekstur Kvikmyndaskóla Íslands og að fella starfsemi hans að hinu almenna skólakerfi í landinu. Í samvinnu við fjölda sérfræðinga var hafist handa við hönnun nýrrar námskrár. Fyrsta námskrá skólans var síðan send Mennta- og menningarmálaráðuneytinu síðla árs 2002. Haustið 2003 veitti Tómas Ingi Olrich, þáverandi Mennta- og menningarmálaráðherra, skólanum svo formlega viðurkenningu ráðuneytisins á tveggja ára námsbraut í kvikmyndagerð á framhaldsskólastigi. Með því var stigið fyrsta skrefið í því að Kvikmyndaskóli Íslands yrði viðurkenndur og formlegur skóli í íslensku menntakerfi. Áfram var unnið að þróun námskrár og haustið 2004 var kynnt að þrjár nýjar brautir væru í undirbúningi og árið 2005 var svo lögð inn til Mennta- og menningarmálaráðuneytis námskrá að þremur nýjum brautum við skólann. Þar var mörkuð sú stefna að bjóða upp á nám á sérhæfðum sviðum eins og tíðkast við flesta af betri kvikmyndaskólanum erlendis. Tveimur árum síðar veitti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi Mennta- og menningarmálaráðherra, Kvikmyndaskólanum viðurkenningu á þremur nýjum sérsviðum eftir margvíslegt þróunarstarf. Árið 2009 framlengdi Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra viðurkenningu á fjórum brautum skólans. Kvikmyndaskólinn hefur allt frá upphafi starfað í nánum tengslum við hagsmunasamtök kvikmyndagerðarmanna og við starfandi framleiðslufyrirtæki og sjónvarpsstöðvar. Unnin hafa verið margvísleg verkefni í samvinnu við sjónvarpsstöðvarnar. . Árið 2000 keyptu samtök rafiðnaðarmanna 50% hlut í skólanum og markmiðið var að fella það að þeirra skólakerfi sem var mjög öflugt á þeim tíma. Vegna áfalla sem rafiðnaðarmenn urðu fyrir í sínum rekstri, sem varð til þess að þeir lokuðu eða lögðu niður alla sína skóla nema einn, þá var rekstur Kvikmyndaskólans endurskipulagður. Skólinn hefur útskrifað á sjötta hundrað nemenda af ýmsum námskeiðum skólans. Útskrifaðir nemendur starfa nú víðs vegar í íslenskum kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði og hafa haft þar margvísleg áhrif. Mikill hreyfanleiki hefur einkennt starfsmenn skólans enda er það í eðli rekstrarins. Stjórnendur, kennarar og leiðbeinendur eru starfandi kvikmyndagerðarmenn sem taka tímabundið að sér störf við skólann á milli verkefna. Á meðal þeirra sem gegnt hafa skólameistarastöðu í skólanum eru: Guðmundur Bjartmarsson, Kristín Jóhannesdóttir, Ásdís Thoroddsen, Hilmar Oddsson, Sigrún Sigurðardóttir ,Friðrik Þór Friðriksson, Börkur Gunnarsson og núverandi skólameistari Hlín Jóhannesdóttir. Árið 2008 var ákveðið að taka þá stefnu að færa skólastarf Kvikmyndaskóla Íslands á háskólastig og var kennsluskrá skólans löguð að því skólastigi. Jafnframt var hafinn undirbúningur að stofnun alþjóðlegrar deildar við skólann. Árið 2012 var skólinn tekinn inn sem fullgildur meðlimur inn í Cilect, alþjóðasamtök kvikmyndaháskóla. Frá árinu 2021 hefur öll kennsla í Kvikmyndaskóla Íslands farið fram á háskólastig en þó hefur viðurkenning verið á 4 stigi framhaldsskóla. Það ná á að vera hægt að meta til háskólaeininga en hefur reynst í framkvæmd erfitt og flókið. Samhliða lagði KVÍ inn umsókn um yfirfærslu á háskólastig á fræðasviði lista. Skipuð var alþjóðleg úttektarnefnd á vegum Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytis og lauk hún störfum og skilaði af sér vandaðri skýrslu sem kom ágætlega út varðandi námið og leiðbeiningar hvað mætti betur fara. Þegar þessi vinna í sambandi við yfirfærslu á háskólastig lenti skólinn skyndilega á milli ráðuneyta. Lög segja að ef sambærilegt nám sem er á framhaldsskólastigi er að finna á háskólastigi þá falli réttur nemanda til námslána niður. Þegar Listaháskólinn hóf kennslu í kvikmyndagerð þá féll réttur nemenda til námslána niður. Þetta er viðurkenning bæði Menntamálastofnunar, og ráðuneyta á að nám KVÍ er á háskólastigi en ekki með rétta viðurkenningu. Þessi aðgerð hefur haft gríðarleg áhrif á rekstur skólans en samt eru 69 nemendur enn þá í skólanum en þeir voru yfir 100 áður en þessi óhæfa gekk yfir. Stefna skólans var að vera með 160 nemendur í heild. Herra ráðherra mennta og barnamála Guðmundur Ingi. Þetta er sagan og upplýsingar til þín um hvað þetta mál snýst um sem þú segir að komi þér ekki við. Ráðuneyti þitt hefur stöðvað yfirfærslu skólans til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytis og vill koma í veg fyrir að sú vinna og fjármunir sem hafa verið lagðir í yfirfærslu KVÍ á háskólastig geti gefið af sér góða stofnun. Hvað liggur að baki að bjóða háskólanemum í Tækniskólann sem er annars frábær skóli ? Á að galdra fram kvikmyndanám þar á nokkrum dögum. Hættið þið þessu og hlustið á nemendur, þeir vilja háskólanám. Ekki standa í vegi fyrir að skólinn færist yfir í menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið.. Það er ekki verið að biðja um að bjarga gjaldþrota félagi heldur mannauð og menntun. Í burðarliðnum eru fjöldasamtök hollvina Kvikmyndaskóla Íslands sem saman standa af starfsfólki, kennurum og nemendum, fyrr og síðar ásamt og öllum þeim sem vilja leggja málinu lið. Við erum að tala um miklu meira en gjaldþrota rekstarfélag eða bara einhvern einkaskóla í niðrandi merkingu. Virðingarfyllst Höfundur er fyrrum stjórnarmaður Kvikmyndaskóla Íslands menntastofnunar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun