McIlroy vann Masters í bráðabana Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. apríl 2025 23:21 Dramatíkin var allsráðandi á lokadegi mótsins. McIlroy missti forystuna margsinnis frá sér en vann mótið eftir bráðabana. Michael Reaves/Getty Images Rory McIlroy stóð uppi sem sigurvegari á Masters og kláraði þar með alslemmuna eftirsóttu, þrátt fyrir að lenda í heilmiklum vandræðum á lokadeginum og þurfa að fara í bráðabana gegn Justin Rose. Masters var eina risamótið sem McIlroy átti eftir að vinna á sínum sigursæla ferli. Hann hafði oft áður náð langt og endað í öðru sæti síðustu tvö ár. McIlroy var með tveggja högga forystu fyrir lokadaginn, missti hana strax frá sér á fyrstu holu til Brysons DeChambeau, en vann hana upp aftur á næstu holum. McIlroy makes birdie on No. 9 to extend his lead. #themasters pic.twitter.com/EvytUu5Q2i— The Masters (@TheMasters) April 13, 2025 McIlroy var síðan kominn með fjögurra högga forystu eftir fyrstu níu holurnar en spilaði næstu holur illa, vippaði boltanum meðal annars út í vatn úr auðveldu færi og missti forystuna frá sér. DeChambeau hafði þá lent langt á eftir en Justin Rose kom sér upp að hlið McIlroy og jafnaði höggfjölda hans. Forystan skiptist svo formlega um hendur eftir þrettándu holu McIlroy og Rose leiddi með einu höggi. Stressið steig Rose hins vegar til höfuðs, hann missti forystuna strax frá sér og þá voru þrír jafnir: McIlroy, Rose og Ludvig Aberg. McIlroy átti síðan algjört draumahögg á fimmtándu holu og tók forystuna á ný, þó aðeins um eitt högg eftir að hafa klikkað á pútti fyrir erni. Poised to make eagle. Rory McIlroy goes for glory on No. 15. #themasters pic.twitter.com/hAM0zxnkM7— The Masters (@TheMasters) April 13, 2025 Justin Rose kláraði hringinn á undan McIlroy og setti hann undir gríðarlega pressu með því að jafna hann aftur í höggfjölda eftir frábært pútt á átjándu holu. McIlroy þurfti því að lækka skorkort sitt um eitt högg síðustu tvær holurnar. Sem virtist ætla að ganga eftir, stórkostlegt högg á sautjándu holu setti upp tækifæri fyrir fugl og meters púttið fór ofan í. En McIlroy átti síðan skelfilegt högg á átjandu holu sem endaði í sandgryfju og tókst ekki að klára holuna á pari til að tryggja sér sigur á mótinu. That close to victory. #themasters pic.twitter.com/VFj0gHA7lc— The Masters (@TheMasters) April 13, 2025 Haldið var því í bráðabana milli McIlroy og Rose. Leikið var átjándu holuna og þar gekk McIlroy betur í annarri tilraun. Hann fór holuna á fugli meðan Rose fór á pari. Rory McIlroy stóð því uppi sem sigurvegari eftir stórkostlega dramatík á lokadeginum. The cinema of the 73rd hole. #themasters pic.twitter.com/wJgncWWhOr— The Masters (@TheMasters) April 13, 2025 Sweet, sweet victory. #themasters pic.twitter.com/4h1ODOodnt— The Masters (@TheMasters) April 13, 2025 Golf Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Sjá meira
Masters var eina risamótið sem McIlroy átti eftir að vinna á sínum sigursæla ferli. Hann hafði oft áður náð langt og endað í öðru sæti síðustu tvö ár. McIlroy var með tveggja högga forystu fyrir lokadaginn, missti hana strax frá sér á fyrstu holu til Brysons DeChambeau, en vann hana upp aftur á næstu holum. McIlroy makes birdie on No. 9 to extend his lead. #themasters pic.twitter.com/EvytUu5Q2i— The Masters (@TheMasters) April 13, 2025 McIlroy var síðan kominn með fjögurra högga forystu eftir fyrstu níu holurnar en spilaði næstu holur illa, vippaði boltanum meðal annars út í vatn úr auðveldu færi og missti forystuna frá sér. DeChambeau hafði þá lent langt á eftir en Justin Rose kom sér upp að hlið McIlroy og jafnaði höggfjölda hans. Forystan skiptist svo formlega um hendur eftir þrettándu holu McIlroy og Rose leiddi með einu höggi. Stressið steig Rose hins vegar til höfuðs, hann missti forystuna strax frá sér og þá voru þrír jafnir: McIlroy, Rose og Ludvig Aberg. McIlroy átti síðan algjört draumahögg á fimmtándu holu og tók forystuna á ný, þó aðeins um eitt högg eftir að hafa klikkað á pútti fyrir erni. Poised to make eagle. Rory McIlroy goes for glory on No. 15. #themasters pic.twitter.com/hAM0zxnkM7— The Masters (@TheMasters) April 13, 2025 Justin Rose kláraði hringinn á undan McIlroy og setti hann undir gríðarlega pressu með því að jafna hann aftur í höggfjölda eftir frábært pútt á átjándu holu. McIlroy þurfti því að lækka skorkort sitt um eitt högg síðustu tvær holurnar. Sem virtist ætla að ganga eftir, stórkostlegt högg á sautjándu holu setti upp tækifæri fyrir fugl og meters púttið fór ofan í. En McIlroy átti síðan skelfilegt högg á átjandu holu sem endaði í sandgryfju og tókst ekki að klára holuna á pari til að tryggja sér sigur á mótinu. That close to victory. #themasters pic.twitter.com/VFj0gHA7lc— The Masters (@TheMasters) April 13, 2025 Haldið var því í bráðabana milli McIlroy og Rose. Leikið var átjándu holuna og þar gekk McIlroy betur í annarri tilraun. Hann fór holuna á fugli meðan Rose fór á pari. Rory McIlroy stóð því uppi sem sigurvegari eftir stórkostlega dramatík á lokadeginum. The cinema of the 73rd hole. #themasters pic.twitter.com/wJgncWWhOr— The Masters (@TheMasters) April 13, 2025 Sweet, sweet victory. #themasters pic.twitter.com/4h1ODOodnt— The Masters (@TheMasters) April 13, 2025
Golf Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Sjá meira