Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2025 08:30 Aivi Luik missti af tækifærinu á því að vera með á Ólympíuleikunum í París en nú er komið í ljós að hún var ranglega sakfelld. Getty/Albert Perez Ástralska knattspyrnukonan Aivi Luik féll á lyfjaprófi í fyrra og var í kjölfarinu dæmd í þriggja mánaða bann. Nú hefur hún verið sýknuð og fengið uppreisn æru sinnar. Í ljós kom að félag hennar hafði gert stór mistök. Luik lék með ítalska félaginu Pomigliano á þeim tíma en nú er hún hjá BK Häcken í Svíþjóð. „Heiðarleiki skiptir mig miklu máli og þetta tók mikinn toll af mér. Ég vildi ekki að fólk sæi mig sem svindlara,“ sagði Aivi Luik við Aftonbladet í Svíþjóð. Hún hefur hreinsað nafnið sitt en þetta kostaði hana ekki bara vanlíðan því þetta kostaði hana einnig þátttöku í Ólympíuleikunum í París með ástalska landsliðinu. „Þetta var mjög erfitt fyrir mig en ég fékk líka mikinn stuðning. Þetta var allt svolítið yfirþyrmandi,“ sagði Aivi. Hin fertuga Luik vissi auðvitað sannleikann en var að hugsa um að áfrýja ekki dómnum. Það er dýrt að áfrýja til Íþróttadómstólsins. Titta vem som är tillbaka 😍Welcome back, Aivi Luik 💛🖤#bkhäcken pic.twitter.com/lKt2glC4RH— BK Häcken (@bkhackenofcl) September 28, 2024 „Ég sagði að það væri kannski ekki þess virði. Fólk sem þekkir mig vissi að ég myndi ekki svindla og það væri bara nóg,“ sagði Aivi. Alexis Schoeb, lögmaður hennar, gaf sig ekki og pressaði á hana að áfrýja. „Hann vildi virkilega berjast fyrir réttlætinu. Ég er svo ánægð að við gerðum það og fengum þessa niðurstöðu. Ég á honum svo mikið að þakka,“ sagði Aivi. „Ég veit að ég er ekki sú eina og það eru margir sem hafa þurft að upplifa svipaða hluti. Að vera sakfelldur fyrir eitthvað sem þú gerðir ekki. Það hafa ekki allir verið eins heppnir og ég,“ sagði Aivi. „Kerfið er ekki fullkomið en ég vona að fólk fái aðstoð strax svo að þetta þurfi ekki að fara svona langt,“ sagði Aivi. Hún getur þó ekki spilað strax eftir að hafa fótbrotnað í vetur en ætlar sér að snúa aftur inn á völlinn sem fyrst. „Tímasetning var ekki sú besta en ég hlakka til að koma til baka og gefa liðinu allt mitt besta. Hjálpa félaginu sem stóð með mér allan tímann. Ég vil hjálpa okkur að vinna gullið,“ sagði Aivi. 📰🗞️🎇 Breaking news: Matildas No.169, Aivi Luik, has had her doping charge annulled...an innocent athlete finds justice...#Matildas #AiviLuik #AntiDoping #doping #WADA #FIFA #SIA #sportintegrity #integrity #justice pic.twitter.com/Rs4HrNi8w3— Tracey Holmes (@TraceyLeeHolmes) April 4, 2025 Sænski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Í ljós kom að félag hennar hafði gert stór mistök. Luik lék með ítalska félaginu Pomigliano á þeim tíma en nú er hún hjá BK Häcken í Svíþjóð. „Heiðarleiki skiptir mig miklu máli og þetta tók mikinn toll af mér. Ég vildi ekki að fólk sæi mig sem svindlara,“ sagði Aivi Luik við Aftonbladet í Svíþjóð. Hún hefur hreinsað nafnið sitt en þetta kostaði hana ekki bara vanlíðan því þetta kostaði hana einnig þátttöku í Ólympíuleikunum í París með ástalska landsliðinu. „Þetta var mjög erfitt fyrir mig en ég fékk líka mikinn stuðning. Þetta var allt svolítið yfirþyrmandi,“ sagði Aivi. Hin fertuga Luik vissi auðvitað sannleikann en var að hugsa um að áfrýja ekki dómnum. Það er dýrt að áfrýja til Íþróttadómstólsins. Titta vem som är tillbaka 😍Welcome back, Aivi Luik 💛🖤#bkhäcken pic.twitter.com/lKt2glC4RH— BK Häcken (@bkhackenofcl) September 28, 2024 „Ég sagði að það væri kannski ekki þess virði. Fólk sem þekkir mig vissi að ég myndi ekki svindla og það væri bara nóg,“ sagði Aivi. Alexis Schoeb, lögmaður hennar, gaf sig ekki og pressaði á hana að áfrýja. „Hann vildi virkilega berjast fyrir réttlætinu. Ég er svo ánægð að við gerðum það og fengum þessa niðurstöðu. Ég á honum svo mikið að þakka,“ sagði Aivi. „Ég veit að ég er ekki sú eina og það eru margir sem hafa þurft að upplifa svipaða hluti. Að vera sakfelldur fyrir eitthvað sem þú gerðir ekki. Það hafa ekki allir verið eins heppnir og ég,“ sagði Aivi. „Kerfið er ekki fullkomið en ég vona að fólk fái aðstoð strax svo að þetta þurfi ekki að fara svona langt,“ sagði Aivi. Hún getur þó ekki spilað strax eftir að hafa fótbrotnað í vetur en ætlar sér að snúa aftur inn á völlinn sem fyrst. „Tímasetning var ekki sú besta en ég hlakka til að koma til baka og gefa liðinu allt mitt besta. Hjálpa félaginu sem stóð með mér allan tímann. Ég vil hjálpa okkur að vinna gullið,“ sagði Aivi. 📰🗞️🎇 Breaking news: Matildas No.169, Aivi Luik, has had her doping charge annulled...an innocent athlete finds justice...#Matildas #AiviLuik #AntiDoping #doping #WADA #FIFA #SIA #sportintegrity #integrity #justice pic.twitter.com/Rs4HrNi8w3— Tracey Holmes (@TraceyLeeHolmes) April 4, 2025
Sænski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira