„Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. apríl 2025 17:37 Helgi Gunnlaugsson er afbrotafræðingur. Vísir/Arnar Afbrotafræðingur segir refsihörku Íslendinga fara minnkandi samkvæmt rannsókn um viðhorf Íslendinga til refsinga og dóma. Íslendingar sækist frekar eftir endurhæfingu afbrotafólks í stað refsingar. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði og afbrotafræði við Háskóla Íslands, sagði frá nýrri rannsókn sinni um viðhorf Íslendinga til refsingu og dóma. „Þetta er norrænt verkefni sem kannar afstöðu almennings og dómara til afbrota og refsinga til að athuga hvort að það sé munur þar á milli,“ segir Helgi í viðtali í Reykjavík síðdegis. Rannsóknin fer fram á öllum Norðurlöndunum en sambærileg rannsókn var gerð á árunum 2010 til 2015. „Niðurstaða sem hefur komið fram í nýja verkefninu er að það eru ekki alveg jafn margir í dag sem telja refsingar of vægar líkt og 2010 til 2012 þegar sambærileg könnun var gerð,“ segir Helgi. „Það er ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var á þeim tíma.“ Vanmeta refsingu dómara Rannsóknin er enn í gangi og hefur verið framkvæmd spurningakönnun meðal almennings, rýnihópur fyrir fólk á aldrinum átján til 24 ára og hittist hópur íslenskra dómara sem fór yfir mál og ákvað hvernig dæmt yrði í málunum. Að sögn Helga hefur almenningur þá tilhneigingu að vanmeta hvernig dómarar dæma í málum og telji refsingarnar ekki nógu harðar. „Það er í gangi eins konar vanmat á refsingu dómara,“ segir Helgi. „Ef við skoðum ofbeldismálin sérstaklega, þar kemur það skýrt fram að almenningur telur dómstóla allt of væga. Þegar er almenningur er spurður um þetta þá kemur raunverulega ljós að þegar spurt er um refsingar er verið að hugsa um ákveðin brot, fyrst og fremst kynferðisbrot,“ segir Helgi. Íslendingar eru hins vegar flestir sammála um að refsing afbrotafólks eigi ekki að vera hefnd heldur endurhæfing. „Þá kemur fram að það er ekki bara að refsa viðkomandi eða senda skilaboð eða hefna fyrir heldur endurhæfing. Það er endurhæfingarsjónarmiðið sem er lang algengast að menn nefni það sem höfuðmarkmið refsingar hér hjá okkur,“ segir Helgi. Ekki mikill munur á milli þjóða Niðurstöður á Íslandi í fyrri rannsókninni voru þá á pari við niðurstöðurnar í hinum Norðurlöndunum. „Þær vísbendingar sem ég hef fengið frá kollegum mínum á Norðurlöndunum að það er það sama að gerast þar. Almenningur telur refsingar of vægar og þegar þeir eru spurðir hvort þær séu almennt of vægar eða þeir séu að hugsa um tiltekin brot, þá eru þeir að hugsa um tiltekin brot. Það eru ofbeldisbrotin sem fólk er að hugsa fyrst og fremst um,“ segir Helgi. Íslendingarnir eru ekki með afgerandi skoðanir miðað við hin löndin. „Við erum mjög lík Norðurlandaþjóðirnar. Við sáum ekki mikinn mun á milli þjóðanna. Við sáum að Svíarnir eru heldur harðari og Danirnir heldur mýkri. Við á Íslandi vorum svona mitt á milli.“ Helgi fer á fund með rannsakendum á Norðurlöndunum í maí þar sem fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar koma í ljós. Vísindi Reykjavík síðdegis Fangelsismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði og afbrotafræði við Háskóla Íslands, sagði frá nýrri rannsókn sinni um viðhorf Íslendinga til refsingu og dóma. „Þetta er norrænt verkefni sem kannar afstöðu almennings og dómara til afbrota og refsinga til að athuga hvort að það sé munur þar á milli,“ segir Helgi í viðtali í Reykjavík síðdegis. Rannsóknin fer fram á öllum Norðurlöndunum en sambærileg rannsókn var gerð á árunum 2010 til 2015. „Niðurstaða sem hefur komið fram í nýja verkefninu er að það eru ekki alveg jafn margir í dag sem telja refsingar of vægar líkt og 2010 til 2012 þegar sambærileg könnun var gerð,“ segir Helgi. „Það er ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var á þeim tíma.“ Vanmeta refsingu dómara Rannsóknin er enn í gangi og hefur verið framkvæmd spurningakönnun meðal almennings, rýnihópur fyrir fólk á aldrinum átján til 24 ára og hittist hópur íslenskra dómara sem fór yfir mál og ákvað hvernig dæmt yrði í málunum. Að sögn Helga hefur almenningur þá tilhneigingu að vanmeta hvernig dómarar dæma í málum og telji refsingarnar ekki nógu harðar. „Það er í gangi eins konar vanmat á refsingu dómara,“ segir Helgi. „Ef við skoðum ofbeldismálin sérstaklega, þar kemur það skýrt fram að almenningur telur dómstóla allt of væga. Þegar er almenningur er spurður um þetta þá kemur raunverulega ljós að þegar spurt er um refsingar er verið að hugsa um ákveðin brot, fyrst og fremst kynferðisbrot,“ segir Helgi. Íslendingar eru hins vegar flestir sammála um að refsing afbrotafólks eigi ekki að vera hefnd heldur endurhæfing. „Þá kemur fram að það er ekki bara að refsa viðkomandi eða senda skilaboð eða hefna fyrir heldur endurhæfing. Það er endurhæfingarsjónarmiðið sem er lang algengast að menn nefni það sem höfuðmarkmið refsingar hér hjá okkur,“ segir Helgi. Ekki mikill munur á milli þjóða Niðurstöður á Íslandi í fyrri rannsókninni voru þá á pari við niðurstöðurnar í hinum Norðurlöndunum. „Þær vísbendingar sem ég hef fengið frá kollegum mínum á Norðurlöndunum að það er það sama að gerast þar. Almenningur telur refsingar of vægar og þegar þeir eru spurðir hvort þær séu almennt of vægar eða þeir séu að hugsa um tiltekin brot, þá eru þeir að hugsa um tiltekin brot. Það eru ofbeldisbrotin sem fólk er að hugsa fyrst og fremst um,“ segir Helgi. Íslendingarnir eru ekki með afgerandi skoðanir miðað við hin löndin. „Við erum mjög lík Norðurlandaþjóðirnar. Við sáum ekki mikinn mun á milli þjóðanna. Við sáum að Svíarnir eru heldur harðari og Danirnir heldur mýkri. Við á Íslandi vorum svona mitt á milli.“ Helgi fer á fund með rannsakendum á Norðurlöndunum í maí þar sem fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar koma í ljós.
Vísindi Reykjavík síðdegis Fangelsismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira