Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. apríl 2025 22:57 Antoni Gaudí i Cornet er þekktastur fyrir að hafa teiknað hina víðfrægu Yfirbótakirkju heilögu fjölskyldunnar, eða Sagrada família eins og hún er betur þekkt. Vísir Páfagarður hefur gefið út að arkitektinn katalónski Antonio Gaudí sé kominn skrefi nær því að verða tekinn í tölu dýrðlinga. Í tilkynningu frá embætti páfans kemur fram að hann hafi á einum sínu fyrstu embættisverkum eftir að hafa legið lengi í alvarlegum veikindum viðurkennt „hetjulegar dyggðir“ Gaudí en hann hefur oft verið kallaður „arkitekt guðs.“ Þessi viðurkenning páfans er fyrsta skrefið af mörgum í átt til þess að vera tekinn í tölu dýrðlinga. Gaudí er þekktastur fyrir að vera maðurinn á bak við Yfirbótakirkju heilögu fjölskyldunnar í Barselóna, sem er yfirleitt kölluð Sagrada família. Hann stendur einnig að fleiri þekktum áfangastöðum ferðamanna í borginni svo sem safni tileinkuðu honum og fjöldanum öllum að frægustu mannvirkjum borgarinnar. Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa dýrkendur hans barist fyrir því að hann verði tekinn í dýrðlingatölu í fleiri áratugi og bent á það að meistaraverk hans, draumkenndir turnar þess og hvernig ljósið leikur um það inn um gluggana, hafi snúið fólki til kaþólskrar trúar. „Það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því,“ er haft eftir þáverandi formanni samtakanna um dýrðlingavæðingu Gaudí, José Manuel Almuzara, árið 2003. Hann sagði hreyfingu sem teldi allt að 80 þúsund kaþólikka biðja til hans. Yfirbótakirkju heilögu fjölskyldunnar hefur verið í byggingu síðan 1882. Öllum þessum árum síðar stendur hún enn ókláruð. Benedikt sextándi vígði kirkjuna árið 2010 og lofaði Gaudí. Hann sagði kirkjuna bera vott um snilligáfu Gaudí og kallaði hana „lofsöng til drottins úr steini.“ Páfagarður Spánn Arkitektúr Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Í tilkynningu frá embætti páfans kemur fram að hann hafi á einum sínu fyrstu embættisverkum eftir að hafa legið lengi í alvarlegum veikindum viðurkennt „hetjulegar dyggðir“ Gaudí en hann hefur oft verið kallaður „arkitekt guðs.“ Þessi viðurkenning páfans er fyrsta skrefið af mörgum í átt til þess að vera tekinn í tölu dýrðlinga. Gaudí er þekktastur fyrir að vera maðurinn á bak við Yfirbótakirkju heilögu fjölskyldunnar í Barselóna, sem er yfirleitt kölluð Sagrada família. Hann stendur einnig að fleiri þekktum áfangastöðum ferðamanna í borginni svo sem safni tileinkuðu honum og fjöldanum öllum að frægustu mannvirkjum borgarinnar. Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa dýrkendur hans barist fyrir því að hann verði tekinn í dýrðlingatölu í fleiri áratugi og bent á það að meistaraverk hans, draumkenndir turnar þess og hvernig ljósið leikur um það inn um gluggana, hafi snúið fólki til kaþólskrar trúar. „Það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því,“ er haft eftir þáverandi formanni samtakanna um dýrðlingavæðingu Gaudí, José Manuel Almuzara, árið 2003. Hann sagði hreyfingu sem teldi allt að 80 þúsund kaþólikka biðja til hans. Yfirbótakirkju heilögu fjölskyldunnar hefur verið í byggingu síðan 1882. Öllum þessum árum síðar stendur hún enn ókláruð. Benedikt sextándi vígði kirkjuna árið 2010 og lofaði Gaudí. Hann sagði kirkjuna bera vott um snilligáfu Gaudí og kallaði hana „lofsöng til drottins úr steini.“
Páfagarður Spánn Arkitektúr Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira