Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 15. apríl 2025 15:01 Íslenskur sjávarútvegur hefur verið hryggjarstykki í efnahagslegri hagsæld á landinu um langt árabil. Hann getur og vill vera það áfram. Íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum tekst sífellt betur upp í að gera verðmæti úr því sem úr sjó er dregið. Ef rétt verður á spilunum haldið má leysa úr læðingi mikil verðmæti á komandi árum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skiluðu í dag athugasemdum við frumvarpsdrög atvinnuvegaráðherra um breytingar á lögum um veiðigjald. Það er vonum seinna, en frestur ráðuneytisins til að skila athugasemdum var venju fremur stuttur í þessu máli. Í þeim eru sett fram veigamikil rök fyrir því að skynsamlegt kunni að vera fyrir stjórnvöld að staldra við og gaumgæfa málið betur. Gengur geng stjórnarskrá Gert er ráð fyrir því í frumvarpsdrögum ráðherra að miða skuli andlag veiðigjalds við verðmæti sem ekki verða til hjá fyrirtækjunum sjálfum. Þar verði horft til verðs á uppboðsmörkuðum, en ekki raunverulegs aflaverðmætis. Telja verður hæpið að slíkt standist ákvæði stjórnarskrár, því eign eins getur ekki verið skattandlag annars. Þannig verður verðmæti afla í Noregi ekki lagt til grundvallar skattlagningu á Íslandi. Ekki frekar en að fasteignamat í Ósló verði lagt til grundvallar fasteignagjöldum á Íslandi. Hvaða leiðrétting? Einhverra hluta vegna forðast stjórnvöld að tala um hækkun á veiðigjaldi og fela hana í orðagjálfri þar sem „leiðrétting“ er leiðarstefið. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa fylgt öllum lögum og reglum um verðlagningu á afla. Staðhæfingar um að þau verð beri að leiðrétta vegna verðlagningar í annars konar og ótengdum viðskiptum, hvort heldur á markaði hér heima fyrir bolfisk eða við uppboð uppsjávarfisks í Noregi, standast enga skoðun. Allt tal um leiðréttingu er til þess fallið að skapa upplýsingaóreiðu. Vonandi var það ekki tilgangurinn. Norska leiðin – meira flutt út óunnið Ef svo óheppilega myndi vilja til að stjórnvöld tækju ákvörðun um að fiskvinnsla ætti að greiða hærra verð til skips þá dregur það úr samkeppnishæfni fiskvinnslunnar. Það er í ætt við það sem gerist í Noregi, þaðan sem fiskur er fluttur óunninn úr landi í vinnslur í láglaunalöndum. Það tapast dýrmæt og góð störf í fiskvinnslu og mikil önnur verðmæti við það að fullvinna ekki fiskinn í landi. Óhætt er að taka undir þungar áhyggjur tækni- og iðnfyrirtækja víðs vegar um land, en um þær er hægt að lesa í umsögnum um frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda. Eðlileg afkoma Engri þjóð hefur tekist að gera jafn mikil verðmæti úr sjávarútvegi fyrir þjóðarhag og Íslendingum. Engin þjóð fær meiri tekjur af sjávarútvegi en Íslendingar. Skattspor sjávarútvegs árið 2023 var um 87 milljarðar króna og hefur aldrei verið stærra. Laun í sjávarútvegi eru góð, störf eru trygg allan ársins hring og tekjur ríkis og sveitarfélaga frá sjávarútvegi hafa aldrei verið hærri. Afkoma í sjávarútvegi ber þess ekki merki að þar liggi sérstakur umframarður. Arðsemi eigin fjár er hvorki meiri né minni en í öðrum atvinnugreinum og arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði eru, að meðaltali á liðnum árum, hlutfallslega lægri en í viðskiptahagkerfinu. Um það vitna bæði greiningar KPMG og Jakobsson Capital, sem voru meðfylgjandi umsögn SFS um frumvarpsdrögin. Vinnubrögð stjórnvalda Svo virðist sem stjórnvöld hafi í engu, eða litlu, reynt að meta áhrif hækkunar á veiðigjaldi hvort sem horft er til afkomu fyrirtækja, sveitarfélaga eða starfsmanna í sjávarútvegi. Allir þessir aðilar verða fyrir miklum áhrifum af boðaðri breytingu. Í athugasemdum SFS er reynt að gera grein fyrir þeim helstu en rétt er að geta þess að ráðuneytið hefur ekki enn afhent öll umbeðin gögn. Þessu til viðbótar og miðað við greiningu SFS verður síðan ekki annað ráðið en að atvinnuvegaráðuneytið hafi ekki reiknað réttilega þá heildarhækkun á veiðigjaldi sem boðuð er. Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytis. Það eitt og sér staðfestir að ráðherra þarf að vanda betur til verka við frekari úrvinnslu frumvarpsins. Stundum er ágætt að fara sér hægt, sér í lagi þegar störf, samfélög og mikil verðmæti eru í húfi. Umsögn SFS og greiningar má nálgast á heimasíðu samtakanna. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Heiðrún Lind Marteinsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnarskrá Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Íslenskur sjávarútvegur hefur verið hryggjarstykki í efnahagslegri hagsæld á landinu um langt árabil. Hann getur og vill vera það áfram. Íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum tekst sífellt betur upp í að gera verðmæti úr því sem úr sjó er dregið. Ef rétt verður á spilunum haldið má leysa úr læðingi mikil verðmæti á komandi árum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skiluðu í dag athugasemdum við frumvarpsdrög atvinnuvegaráðherra um breytingar á lögum um veiðigjald. Það er vonum seinna, en frestur ráðuneytisins til að skila athugasemdum var venju fremur stuttur í þessu máli. Í þeim eru sett fram veigamikil rök fyrir því að skynsamlegt kunni að vera fyrir stjórnvöld að staldra við og gaumgæfa málið betur. Gengur geng stjórnarskrá Gert er ráð fyrir því í frumvarpsdrögum ráðherra að miða skuli andlag veiðigjalds við verðmæti sem ekki verða til hjá fyrirtækjunum sjálfum. Þar verði horft til verðs á uppboðsmörkuðum, en ekki raunverulegs aflaverðmætis. Telja verður hæpið að slíkt standist ákvæði stjórnarskrár, því eign eins getur ekki verið skattandlag annars. Þannig verður verðmæti afla í Noregi ekki lagt til grundvallar skattlagningu á Íslandi. Ekki frekar en að fasteignamat í Ósló verði lagt til grundvallar fasteignagjöldum á Íslandi. Hvaða leiðrétting? Einhverra hluta vegna forðast stjórnvöld að tala um hækkun á veiðigjaldi og fela hana í orðagjálfri þar sem „leiðrétting“ er leiðarstefið. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa fylgt öllum lögum og reglum um verðlagningu á afla. Staðhæfingar um að þau verð beri að leiðrétta vegna verðlagningar í annars konar og ótengdum viðskiptum, hvort heldur á markaði hér heima fyrir bolfisk eða við uppboð uppsjávarfisks í Noregi, standast enga skoðun. Allt tal um leiðréttingu er til þess fallið að skapa upplýsingaóreiðu. Vonandi var það ekki tilgangurinn. Norska leiðin – meira flutt út óunnið Ef svo óheppilega myndi vilja til að stjórnvöld tækju ákvörðun um að fiskvinnsla ætti að greiða hærra verð til skips þá dregur það úr samkeppnishæfni fiskvinnslunnar. Það er í ætt við það sem gerist í Noregi, þaðan sem fiskur er fluttur óunninn úr landi í vinnslur í láglaunalöndum. Það tapast dýrmæt og góð störf í fiskvinnslu og mikil önnur verðmæti við það að fullvinna ekki fiskinn í landi. Óhætt er að taka undir þungar áhyggjur tækni- og iðnfyrirtækja víðs vegar um land, en um þær er hægt að lesa í umsögnum um frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda. Eðlileg afkoma Engri þjóð hefur tekist að gera jafn mikil verðmæti úr sjávarútvegi fyrir þjóðarhag og Íslendingum. Engin þjóð fær meiri tekjur af sjávarútvegi en Íslendingar. Skattspor sjávarútvegs árið 2023 var um 87 milljarðar króna og hefur aldrei verið stærra. Laun í sjávarútvegi eru góð, störf eru trygg allan ársins hring og tekjur ríkis og sveitarfélaga frá sjávarútvegi hafa aldrei verið hærri. Afkoma í sjávarútvegi ber þess ekki merki að þar liggi sérstakur umframarður. Arðsemi eigin fjár er hvorki meiri né minni en í öðrum atvinnugreinum og arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði eru, að meðaltali á liðnum árum, hlutfallslega lægri en í viðskiptahagkerfinu. Um það vitna bæði greiningar KPMG og Jakobsson Capital, sem voru meðfylgjandi umsögn SFS um frumvarpsdrögin. Vinnubrögð stjórnvalda Svo virðist sem stjórnvöld hafi í engu, eða litlu, reynt að meta áhrif hækkunar á veiðigjaldi hvort sem horft er til afkomu fyrirtækja, sveitarfélaga eða starfsmanna í sjávarútvegi. Allir þessir aðilar verða fyrir miklum áhrifum af boðaðri breytingu. Í athugasemdum SFS er reynt að gera grein fyrir þeim helstu en rétt er að geta þess að ráðuneytið hefur ekki enn afhent öll umbeðin gögn. Þessu til viðbótar og miðað við greiningu SFS verður síðan ekki annað ráðið en að atvinnuvegaráðuneytið hafi ekki reiknað réttilega þá heildarhækkun á veiðigjaldi sem boðuð er. Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytis. Það eitt og sér staðfestir að ráðherra þarf að vanda betur til verka við frekari úrvinnslu frumvarpsins. Stundum er ágætt að fara sér hægt, sér í lagi þegar störf, samfélög og mikil verðmæti eru í húfi. Umsögn SFS og greiningar má nálgast á heimasíðu samtakanna. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun