Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2025 09:02 Ollanta Humala talar í símann í dómsal í Lima eftir að hann var dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti í gær. AP/Martín Mejía Ollanta Humala, fyrrverandi forseti Perú, og Nadine Heredia, eiginkona hans, voru bæði dæmd í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti í gær. Humala er annar fyrrverandi forseti Perú sem hlýtur þungan fangelsisdóm á aðeins nokkrum mánuðum. Peningaþvættismál Humala tengist einu umfangsmesta spillingarmáli í sögu Rómönsku Ameríku. Humala þáði ólöglegar greiðslur upp á milljónir dollara frá brasilíska verktakafyrirtækinu Odebrecht sem fjármögnuðu að hluta kosningabaráttu hans árið 2006 og 2011. Fyrirtækið greiddi stjórnmálamönnum vítt og breitt um heimshlutann mútur til þess að fá verktakasamninga. Humala, sem var forseti Perú frá 2011 til 2016, og Heredia neituðu bæði sök. Heredia fékk hæli í Brasilíu og verður leyft að fara þangað með syni sínum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Saksóknarar höfðu engu að síður farið fram á þyngri fangelsisdóm yfir henni en Humala. Alejando Toledo, annar fyrrverandi forseti Perú, var dæmdur í tuttugu og hálfs árs fangelsi fyrir mútuþægni í október. Þær mútur voru einnig frá Odebrecht. Þá er Pedro Pablo Kuczynski, enn einn fyrrverandi forsetinn, enn til rannsóknar í tengslum við spillingarmálið. Þar með eru vandræði fyrrverandi forseta landsins ekki enn upptalin. Pedro Castillo hefur setið í fangelsi, sakaður um uppreisn eftir að hann reyndi að leysa upp perúska þingið árið 2022. Hann er einnig sakaður um spillingu, þó ekki í Odebrecht-málinu. Arftaki Castillo, Dina Boluarte, núverandi forseti, var kærð fyrir mútuþægni í fyrra. Perú Erlend sakamál Brasilía Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti í tuttugu ára fangelsi fyrir mútuþægni Dómstóll í Perú dæmdi Alejandro Toledo, fyrrverandi forseta landsins, í tuttugu og hálfs árs fangelsi fyrir mútuþægni í gær. Múturnar sem Toledo þáði tengdust stærsta spillingarmáli sem skekið hefur heimshlutann. 22. október 2024 11:30 Forseti Perú kærður fyrir mútuþægni Ríkissaksóknari í Perú lagði fram kæru til þingsins á hendur Dinu Boluarte, forseta landsins, fyrir mútuþægni í gær. Ásakanirnar tengjast lúxusúrum og skartgripum sem Boluarte ber. 28. maí 2024 09:35 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Peningaþvættismál Humala tengist einu umfangsmesta spillingarmáli í sögu Rómönsku Ameríku. Humala þáði ólöglegar greiðslur upp á milljónir dollara frá brasilíska verktakafyrirtækinu Odebrecht sem fjármögnuðu að hluta kosningabaráttu hans árið 2006 og 2011. Fyrirtækið greiddi stjórnmálamönnum vítt og breitt um heimshlutann mútur til þess að fá verktakasamninga. Humala, sem var forseti Perú frá 2011 til 2016, og Heredia neituðu bæði sök. Heredia fékk hæli í Brasilíu og verður leyft að fara þangað með syni sínum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Saksóknarar höfðu engu að síður farið fram á þyngri fangelsisdóm yfir henni en Humala. Alejando Toledo, annar fyrrverandi forseti Perú, var dæmdur í tuttugu og hálfs árs fangelsi fyrir mútuþægni í október. Þær mútur voru einnig frá Odebrecht. Þá er Pedro Pablo Kuczynski, enn einn fyrrverandi forsetinn, enn til rannsóknar í tengslum við spillingarmálið. Þar með eru vandræði fyrrverandi forseta landsins ekki enn upptalin. Pedro Castillo hefur setið í fangelsi, sakaður um uppreisn eftir að hann reyndi að leysa upp perúska þingið árið 2022. Hann er einnig sakaður um spillingu, þó ekki í Odebrecht-málinu. Arftaki Castillo, Dina Boluarte, núverandi forseti, var kærð fyrir mútuþægni í fyrra.
Perú Erlend sakamál Brasilía Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti í tuttugu ára fangelsi fyrir mútuþægni Dómstóll í Perú dæmdi Alejandro Toledo, fyrrverandi forseta landsins, í tuttugu og hálfs árs fangelsi fyrir mútuþægni í gær. Múturnar sem Toledo þáði tengdust stærsta spillingarmáli sem skekið hefur heimshlutann. 22. október 2024 11:30 Forseti Perú kærður fyrir mútuþægni Ríkissaksóknari í Perú lagði fram kæru til þingsins á hendur Dinu Boluarte, forseta landsins, fyrir mútuþægni í gær. Ásakanirnar tengjast lúxusúrum og skartgripum sem Boluarte ber. 28. maí 2024 09:35 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Fyrrverandi forseti í tuttugu ára fangelsi fyrir mútuþægni Dómstóll í Perú dæmdi Alejandro Toledo, fyrrverandi forseta landsins, í tuttugu og hálfs árs fangelsi fyrir mútuþægni í gær. Múturnar sem Toledo þáði tengdust stærsta spillingarmáli sem skekið hefur heimshlutann. 22. október 2024 11:30
Forseti Perú kærður fyrir mútuþægni Ríkissaksóknari í Perú lagði fram kæru til þingsins á hendur Dinu Boluarte, forseta landsins, fyrir mútuþægni í gær. Ásakanirnar tengjast lúxusúrum og skartgripum sem Boluarte ber. 28. maí 2024 09:35