Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2025 16:00 Björgvin Karl Gunnarsson og Baldur Sigurðsson í ræktarsalnum sem nú er án allra ræktartækja. Stöð 2 Sport Í lokaþætti nýrrar seríu af Lengsta undirbúningstímabili í heimi tekur Baldur Sigurðsson púlsinn á nýliðunum frá Austfjörðum í FHL sem í fyrsta sinn spila í Bestu deildinni í sumar. Þjálfarinn Björgvin Karl Gunnarsson sýnir Baldri meðal annars aðstöðuna í Fjarðabyggð. Þátturinn um FHL er sýndur á Stöð 2 Sport 5 í kvöld klukkan 20 en þetta er sjötti og síðasti þátturinn í seríunni, þar sem Baldur heimsækir liðin sem eru að búa sig undir leiktíðina. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: LUÍH - Bærinn seldi öll tækin úr ræktinni FHL byrjar sína fyrstu leiktíð í efstu deild með leik við Tindastól á Sauðárkróki í kvöld og tekur svo á móti Val í Fjarðabyggðarhöllinni á annan í páskum. Á undirbúningstímabilinu urðu miklar breytingar á aðstöðunni sem leikmenn FHL njóta því að sögn Björgvins seldi Fjarðabyggð öll helstu tæki og tól úr líkamsræktaraðstöðu félagsins í desember: „Hérna var mjög góð rækt og frábært útsýni en það var ákveðið að selja tæki og tól, og líklega á að breyta þessu í félagsmiðstöð,“ segir Björgvin Karl. Sendi fyrirspurn á bæinn en fékk aldrei svar „Þetta er mjög dapurt með þessa frábæru íþróttamiðstöð. Ég ætla að vona að Fjarðabyggð sjái að sér og reyni að koma upp einhverri aðstöðu. Þeir töldu sig ekki mega vera í samkeppni við aðra líkamsræktarstöð sem sér um Crossfit. Það góða fólk fékk því að kaupa tækin og er komið með aðstöðu þar, og leyfa okkur væntanlega að fara þangað. En þá ertu annars staðar og þarft að fara á milli, sem er óhagstætt fyrir afreksíþróttafólk hér í Fjarðabyggð,“ segir Björgvin Karl. Baldur var óneitanlega hissa á þessari stöðu: „Þið eruð flaggskipið, komin í Bestu deild kvenna og væntanlega mikil gleði og miklar væntingar, en þá er þetta skref til baka finnst manni. Að taka frá aðstöðu í stað þess að skapa betri og nýrri aðstöðu,“ segir Baldur og Björgvin Karl tekur undir: „Ég hefði alltaf frekar viljað sjá að þessi aðstaða yrði frekar bætt. Ég sendi meðal annars fyrirspurn á bæinn um söluna en fékk ekki einu sinni svar. Mér finnst því ekki verið að gera þetta með afreksíþróttafólk í huga, hvort sem það er í fótbolta, glímu eða skíðum. Ég veit að til dæmis markvörðurinn minn, sem er að koma aftur frá Bandaríkjunum, mun fá áfall þegar hún sér þetta. Við erum hins vegar með fínustu aðstöðu í Crossfit, tækin fóru þangað og við eigum að geta leitað til þeirra, en þú hefur þá ekki tíma til að hoppa til dæmis upp og gera „activation“ æfingar eða hjóla, til að gera þig kláran [fyrir fótboltaæfingu].“ FHL Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FHL 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 11:02 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Þátturinn um FHL er sýndur á Stöð 2 Sport 5 í kvöld klukkan 20 en þetta er sjötti og síðasti þátturinn í seríunni, þar sem Baldur heimsækir liðin sem eru að búa sig undir leiktíðina. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: LUÍH - Bærinn seldi öll tækin úr ræktinni FHL byrjar sína fyrstu leiktíð í efstu deild með leik við Tindastól á Sauðárkróki í kvöld og tekur svo á móti Val í Fjarðabyggðarhöllinni á annan í páskum. Á undirbúningstímabilinu urðu miklar breytingar á aðstöðunni sem leikmenn FHL njóta því að sögn Björgvins seldi Fjarðabyggð öll helstu tæki og tól úr líkamsræktaraðstöðu félagsins í desember: „Hérna var mjög góð rækt og frábært útsýni en það var ákveðið að selja tæki og tól, og líklega á að breyta þessu í félagsmiðstöð,“ segir Björgvin Karl. Sendi fyrirspurn á bæinn en fékk aldrei svar „Þetta er mjög dapurt með þessa frábæru íþróttamiðstöð. Ég ætla að vona að Fjarðabyggð sjái að sér og reyni að koma upp einhverri aðstöðu. Þeir töldu sig ekki mega vera í samkeppni við aðra líkamsræktarstöð sem sér um Crossfit. Það góða fólk fékk því að kaupa tækin og er komið með aðstöðu þar, og leyfa okkur væntanlega að fara þangað. En þá ertu annars staðar og þarft að fara á milli, sem er óhagstætt fyrir afreksíþróttafólk hér í Fjarðabyggð,“ segir Björgvin Karl. Baldur var óneitanlega hissa á þessari stöðu: „Þið eruð flaggskipið, komin í Bestu deild kvenna og væntanlega mikil gleði og miklar væntingar, en þá er þetta skref til baka finnst manni. Að taka frá aðstöðu í stað þess að skapa betri og nýrri aðstöðu,“ segir Baldur og Björgvin Karl tekur undir: „Ég hefði alltaf frekar viljað sjá að þessi aðstaða yrði frekar bætt. Ég sendi meðal annars fyrirspurn á bæinn um söluna en fékk ekki einu sinni svar. Mér finnst því ekki verið að gera þetta með afreksíþróttafólk í huga, hvort sem það er í fótbolta, glímu eða skíðum. Ég veit að til dæmis markvörðurinn minn, sem er að koma aftur frá Bandaríkjunum, mun fá áfall þegar hún sér þetta. Við erum hins vegar með fínustu aðstöðu í Crossfit, tækin fóru þangað og við eigum að geta leitað til þeirra, en þú hefur þá ekki tíma til að hoppa til dæmis upp og gera „activation“ æfingar eða hjóla, til að gera þig kláran [fyrir fótboltaæfingu].“
FHL Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FHL 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 11:02 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FHL 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 11:02
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti