Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2025 19:45 Meðlimir For Women Scotland fagna ákaft eftir uppkvaðningu dómsins. AP Photo/Kin Cheung Hæstiréttur Bretlands dæmdi í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Aktívisti segir dóminn hafa lítil áhrif á daglegt líf en hættulegt skref í átt að sömu þróun og í Bandaríkjunum. „Það er einróma ákvörðun þessa dómstóls að hugtökin kona og kyn í jafnréttislögunum frá 2010 vísi til líffræðilegrar konu og líffræðilegs kyns. Við ráðum fólki frá því að líta á þennan dóm sem sigur eins eða fleiri hópa í samfélagi okkar á kostnað annars. Það er hann ekki.“ Þetta sagði Lord Patrick Hodge dómari við Hæstarétt Bretlands þegar hann greindi frá niðurstöðu dómsins. Málið sóttu samtökin For Women Scotland, sem eru andstæðingar trans fólks, gegn skoskum stjórnvöldum vegna laga um jöfn kynjahlutföll í stjórnum opinberra stofnana, sem voru samþykkt árið 2018. Virki sem árás á trans fólk Í lögunum er gert ráð fyrir að trans konur teljist konur en stjórnandi samtakanna FWS hefur haldið því fram að með þessu gætu stjórnir opinberra stofnana verið skipaðar eingöngu körlum. Samtökin fögnuðu ákaft þegar dómurinn hafði verið kveðinn upp. „Það þýðir að skilgreiningin á hugtakinu kona er skýr í lögunum. Nú er ljóst að við erum að vísa til líffræðilegs kyns kvenna og að þegar við sjáum rými eingöngu ætlað konum þýðir það nákvæmlega það: Aðeins konur, engir karlar, ekki einu sinni þótt þeir hafi vottorð um kynleiðréttingu,“ sagði Trina Budge, forstöðukona For Women Scotland, eftir dómsuppsögu. Dómurinn er ekki algildur og á eingöngu við þessi tilteknu lög. Ólíklegt er að trans konur muni finna mikið fyrir áhrifum dómsins frá degi til dags en aktívisti segir þetta skref aftur á bak. „Þetta hefur litla þýðingu. Þetta er árás á transfólk þótt dómarinn hafi lagt sig fram um að útskýra að svo væri ekki. Þetta virkar einfaldlega eins og árás á transfólk og skref í átt að Bandaríkjum Trumps,“ sagði Heather Herbert, trans aktívisti. Málefni trans fólks Hinsegin Bretland Tengdar fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í morgun að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki til trans kvenna. Formaður Samtakanna '78 segir dóminn vega að tilverurétti trans fólks. 16. apríl 2025 13:50 Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur næðu aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Hópur andstæðinga trans fólks háði áralanga baráttu fyrir dómstólum til þess að fá þá niðurstöðu fram. 16. apríl 2025 09:47 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
„Það er einróma ákvörðun þessa dómstóls að hugtökin kona og kyn í jafnréttislögunum frá 2010 vísi til líffræðilegrar konu og líffræðilegs kyns. Við ráðum fólki frá því að líta á þennan dóm sem sigur eins eða fleiri hópa í samfélagi okkar á kostnað annars. Það er hann ekki.“ Þetta sagði Lord Patrick Hodge dómari við Hæstarétt Bretlands þegar hann greindi frá niðurstöðu dómsins. Málið sóttu samtökin For Women Scotland, sem eru andstæðingar trans fólks, gegn skoskum stjórnvöldum vegna laga um jöfn kynjahlutföll í stjórnum opinberra stofnana, sem voru samþykkt árið 2018. Virki sem árás á trans fólk Í lögunum er gert ráð fyrir að trans konur teljist konur en stjórnandi samtakanna FWS hefur haldið því fram að með þessu gætu stjórnir opinberra stofnana verið skipaðar eingöngu körlum. Samtökin fögnuðu ákaft þegar dómurinn hafði verið kveðinn upp. „Það þýðir að skilgreiningin á hugtakinu kona er skýr í lögunum. Nú er ljóst að við erum að vísa til líffræðilegs kyns kvenna og að þegar við sjáum rými eingöngu ætlað konum þýðir það nákvæmlega það: Aðeins konur, engir karlar, ekki einu sinni þótt þeir hafi vottorð um kynleiðréttingu,“ sagði Trina Budge, forstöðukona For Women Scotland, eftir dómsuppsögu. Dómurinn er ekki algildur og á eingöngu við þessi tilteknu lög. Ólíklegt er að trans konur muni finna mikið fyrir áhrifum dómsins frá degi til dags en aktívisti segir þetta skref aftur á bak. „Þetta hefur litla þýðingu. Þetta er árás á transfólk þótt dómarinn hafi lagt sig fram um að útskýra að svo væri ekki. Þetta virkar einfaldlega eins og árás á transfólk og skref í átt að Bandaríkjum Trumps,“ sagði Heather Herbert, trans aktívisti.
Málefni trans fólks Hinsegin Bretland Tengdar fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í morgun að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki til trans kvenna. Formaður Samtakanna '78 segir dóminn vega að tilverurétti trans fólks. 16. apríl 2025 13:50 Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur næðu aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Hópur andstæðinga trans fólks háði áralanga baráttu fyrir dómstólum til þess að fá þá niðurstöðu fram. 16. apríl 2025 09:47 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í morgun að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki til trans kvenna. Formaður Samtakanna '78 segir dóminn vega að tilverurétti trans fólks. 16. apríl 2025 13:50
Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur næðu aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Hópur andstæðinga trans fólks háði áralanga baráttu fyrir dómstólum til þess að fá þá niðurstöðu fram. 16. apríl 2025 09:47