Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 16. apríl 2025 18:00 Bjarg íbúðafélag var stofnað árið 2016 sem viðbragð við óviðunandi aðstæðum á húsnæðismarkaði. Á þeim tíma hafði uppsafnaður húsnæðisskortur og mikil fólksfjölgun leitt til mikilla hækkana á húsnæðisverði og leiguverði með neikvæðum áhrifum á húsnæðisöryggi og lífskjör almennings. Afleiðingin var tvískiptur húsnæðismarkaður, þeirra sem eiga og þeirra sem bjuggu á afleitum leigumarkaði og áttu engan kost á að safna sér fyrir útborgun í húsnæði. Síðan þá hefur Bjarg íbúðafélag byggt yfir þúsund íbúðir og tryggt þúsundum manns húsnæðisöryggi og viðráðanlegan húsnæðiskostnað. Verkefninu er þó hvergi nærri lokið enda um 4 þúsund fjölskyldur á biðlista eftir íbúð hjá Bjargi. Af einhverjum ástæðum stígur Viðskiptaráð nú fram og í raun leggur til að kerfið verði lagt niður í heild sinni. Þetta er ekki nýr söngur frá Viðskiptaráði sem virðist í mun að viðhalda óbreyttu ástandi á húsnæðismarkaði. Útspil ráðsins er ekki óvænt enda hefur húsnæðisskortur tryggt félagsmönnum Viðskiptaráðs, þ.e. verktökum og leigusölum, mikla arðsemi. Markaðurinn ekki fær um að leysa húsnæðisvandann Húsnæði er ekki og á ekki að vera eins og hver önnur markaðsvara enda eru það mannréttindi að eiga öruggt þak yfir höfuðið. Af mörgum ástæðum, t.d. vegna óvænts uppgangs í efnahagslífi getur skapast ójafnvægi á húsnæðismarkaði, t.d. þegar eftirspurn eykst langt umfram framboð húsnæðis. Við þessar aðstæður hækkar bæði fasteignaverð og leiguverð. Á undanförnum áratugum hefur húsnæðisverð hækkað langt umfram almenna verðlags- og launaþróun. Verð á hefðbundinni 90 fermetra íbúð er í dag um þrettánfaldar árstekjur 25-29 ára einstaklings. Í kringum aldamót kostaði sambærileg íbúð um sjöfaldar árstekjur. Þessar aðstæður koma verst niður á viðkvæmum hópum, tekjulágum og ungu fólki sem lokast úti af fasteignamarkaði. Þeirra bíður aðeins óregluvæddur leigumarkaður, lítið húsnæðisöryggi og veruleiki margra barnafjölskyldna að flytja hverfa á milli á leit að langtímaleigu. Staðreyndin er sú að Íslendingar hafa ekki staðið sig að byggja upp félagslegt húsnæði og lítið er í boði af húsnæði á viðráðanlegu verði. Í dag eru íbúðir Bjargs einungis 1% af íbúðum í Reykjavík en til samanburðar voru íbúðir í verkamannabústaðakerfinu um 11% þegar kerfið var lagt niður. Þessu þarf að breyta. Heilbrigður húsnæðismarkaður byggir á því að til staðar sé flóra valkosta, félagslegt húsnæði, leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði og eignamarkaður með fjölbreyttum valkostum. Það er einfaldlega ekki nóg að byggja bara stórar lúxusíbúðir á þéttingarreitum. Hvernig virkar almenna íbúðakerfið? Málflutningur Viðskiptaráðs byggir á ákveðinni vanþekkingu. Almenna íbúðakerfið er ekki einungis fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB. Allir geta stofnað húsnæðissjálfseignarstofnun og byggt fyrir sína félagsmenn innan ramma laganna. Bjarg íbúðafélag byggir fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB en mun fleiri félög hafa byggt innan almenna íbúðakerfisins, hvort sem er fyrir námsmenn, eldri borgara eða öryrkja. Með því að byggja hagkvæmt og smærri íbúðir en markaðurinn almennt býður skilar félagið ábata til leigjenda í formi lægra leiguverðs. Stofnframlög sem veitt eru til kerfisins eru ekki styrkur, heldur eru þau langtímalán til 50 ára sem eru að fullu greidd til baka. Til lengri tíma mun þörf fyrir stofnframlög minnka eftir því sem kerfið nær þroska og félögin geta fjármagnað uppbyggingu með eigin fjármagni. Í því ófremdarástandi sem ríkir í húsnæðismálum landsmanna og þá ekki síst á höfuðborgarsvæðinu vekur nokkra furðu að framlag Viðskiptaráðs felist í því einu að reyna að gera tortryggileg þau úrræði sem gripið hefur verið til og nýst hafa prýðilega. Viðskiptaráð er að sönnu ekki fyrirbrigði sem þekkt er fyrir áhuga og skilning á kjörum og hagsmunum alþýðu manna í landinu og því tæpast undrunarefni að skotið fari langt framhjá markinu. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Finnbjörn A. Hermannsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Bjarg íbúðafélag var stofnað árið 2016 sem viðbragð við óviðunandi aðstæðum á húsnæðismarkaði. Á þeim tíma hafði uppsafnaður húsnæðisskortur og mikil fólksfjölgun leitt til mikilla hækkana á húsnæðisverði og leiguverði með neikvæðum áhrifum á húsnæðisöryggi og lífskjör almennings. Afleiðingin var tvískiptur húsnæðismarkaður, þeirra sem eiga og þeirra sem bjuggu á afleitum leigumarkaði og áttu engan kost á að safna sér fyrir útborgun í húsnæði. Síðan þá hefur Bjarg íbúðafélag byggt yfir þúsund íbúðir og tryggt þúsundum manns húsnæðisöryggi og viðráðanlegan húsnæðiskostnað. Verkefninu er þó hvergi nærri lokið enda um 4 þúsund fjölskyldur á biðlista eftir íbúð hjá Bjargi. Af einhverjum ástæðum stígur Viðskiptaráð nú fram og í raun leggur til að kerfið verði lagt niður í heild sinni. Þetta er ekki nýr söngur frá Viðskiptaráði sem virðist í mun að viðhalda óbreyttu ástandi á húsnæðismarkaði. Útspil ráðsins er ekki óvænt enda hefur húsnæðisskortur tryggt félagsmönnum Viðskiptaráðs, þ.e. verktökum og leigusölum, mikla arðsemi. Markaðurinn ekki fær um að leysa húsnæðisvandann Húsnæði er ekki og á ekki að vera eins og hver önnur markaðsvara enda eru það mannréttindi að eiga öruggt þak yfir höfuðið. Af mörgum ástæðum, t.d. vegna óvænts uppgangs í efnahagslífi getur skapast ójafnvægi á húsnæðismarkaði, t.d. þegar eftirspurn eykst langt umfram framboð húsnæðis. Við þessar aðstæður hækkar bæði fasteignaverð og leiguverð. Á undanförnum áratugum hefur húsnæðisverð hækkað langt umfram almenna verðlags- og launaþróun. Verð á hefðbundinni 90 fermetra íbúð er í dag um þrettánfaldar árstekjur 25-29 ára einstaklings. Í kringum aldamót kostaði sambærileg íbúð um sjöfaldar árstekjur. Þessar aðstæður koma verst niður á viðkvæmum hópum, tekjulágum og ungu fólki sem lokast úti af fasteignamarkaði. Þeirra bíður aðeins óregluvæddur leigumarkaður, lítið húsnæðisöryggi og veruleiki margra barnafjölskyldna að flytja hverfa á milli á leit að langtímaleigu. Staðreyndin er sú að Íslendingar hafa ekki staðið sig að byggja upp félagslegt húsnæði og lítið er í boði af húsnæði á viðráðanlegu verði. Í dag eru íbúðir Bjargs einungis 1% af íbúðum í Reykjavík en til samanburðar voru íbúðir í verkamannabústaðakerfinu um 11% þegar kerfið var lagt niður. Þessu þarf að breyta. Heilbrigður húsnæðismarkaður byggir á því að til staðar sé flóra valkosta, félagslegt húsnæði, leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði og eignamarkaður með fjölbreyttum valkostum. Það er einfaldlega ekki nóg að byggja bara stórar lúxusíbúðir á þéttingarreitum. Hvernig virkar almenna íbúðakerfið? Málflutningur Viðskiptaráðs byggir á ákveðinni vanþekkingu. Almenna íbúðakerfið er ekki einungis fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB. Allir geta stofnað húsnæðissjálfseignarstofnun og byggt fyrir sína félagsmenn innan ramma laganna. Bjarg íbúðafélag byggir fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB en mun fleiri félög hafa byggt innan almenna íbúðakerfisins, hvort sem er fyrir námsmenn, eldri borgara eða öryrkja. Með því að byggja hagkvæmt og smærri íbúðir en markaðurinn almennt býður skilar félagið ábata til leigjenda í formi lægra leiguverðs. Stofnframlög sem veitt eru til kerfisins eru ekki styrkur, heldur eru þau langtímalán til 50 ára sem eru að fullu greidd til baka. Til lengri tíma mun þörf fyrir stofnframlög minnka eftir því sem kerfið nær þroska og félögin geta fjármagnað uppbyggingu með eigin fjármagni. Í því ófremdarástandi sem ríkir í húsnæðismálum landsmanna og þá ekki síst á höfuðborgarsvæðinu vekur nokkra furðu að framlag Viðskiptaráðs felist í því einu að reyna að gera tortryggileg þau úrræði sem gripið hefur verið til og nýst hafa prýðilega. Viðskiptaráð er að sönnu ekki fyrirbrigði sem þekkt er fyrir áhuga og skilning á kjörum og hagsmunum alþýðu manna í landinu og því tæpast undrunarefni að skotið fari langt framhjá markinu. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar