„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Siggeir Ævarsson skrifar 16. apríl 2025 22:57 Þorleifur Ólafsson segir þetta hafa verið ömurlegt tímabil sem endaði rosalega vel þrátt fyrir tap í kvöld og að liðið sé komið í sumarfrí Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur með niðurstöðu kvöldsins þegar Grindvíkingar töpuðu í oddaleik í Ólafssal gegn Haukum 79-64 og var tíðrætt um hversu þungt það reyndist liðinu að missa miðherja sinn, Isabellu Ósk Sigurðardóttur, í meiðsli á ögurstundu. „Bara frábær sería en kannski einn lélegur leikhluti. Skitum á okkur í þriðja leikhluta og það er bara munurinn. Haukar bara frábærar. Ég er kannski ekkert aðdáandi þessa frasa en það er þetta gamla góða, þær vildu það meira, það er alveg hægt að segja það.“ Aðspurður um sveifluna sem varð í leiknum undir lok fyrri hálfleiks svaraði Þorleifur bara allt öðru og fór þess í stað í djúpa greiningu á seríunni í heild og hvar Grindvíkingar í raun misstu hana úr höndum sér eftir að hafa komist í 2-0. „Ég held svona eftir á að hyggja þá erum við að spila flotta fjóra leiki. Við erum óheppnar að tapa þriðja og svo bara missum við Isabellu út. Það sem við vorum að gera á móti þeim, hún var stærsti parturinn af því, sérstaklega varnarlega og var að gera það frábærlega. Hún dettur út, lendir í einhverju bílslysi og eitthvað djöfulsins kjaftæði. Hún kemur hérna inn og er að reyna sitt besta.“ Varnarleikur Grindvíkinga riðlaðist mikið með brotthvarfi Isabellu og það sást glöggt í kvöld. „Ég vil bara meina að ef við hefðum ekki misst Isabellu þá hefðum við bara tekið fjórða leikinn nokkuð örugglega. Því við vorum bara það fullar af sjálfstrausti. Við vorum bara það ákveðnar og okkur leið bara rosalega vel með Haukana. En svo bara breytist jafnvægið í liðinu. Að missa svona leikmann út, sem er náttúrulega frábær frákastari og hún var að binda vörnina okkar saman og var að gera það vel. Við þurfum ekki að vera að hjálpa mikið af skyttunum þeirra og hún bara sá um rúllið og gerði það ógeðslega vel.“ Það er nokkuð ljóst í huga Þorleifs að Haukar myndu ekki gefa nein grið í oddaleik. „Þar svona liggur hundurinn grafinn. Við missum hana og Haukar náttúrulega bara hörkulið, ógeðslega góðar, vel rútíneraðar og vel þjálfaðar. Eru búnar að spila vel í vetur og þær gefa ekkert einhverja sénsa í leik fimm þegar allt er búið að riðlast hjá okkur. Þær bara gerðu ógeðslega vel. Spiluðu frábærlega og við áttum bara einhvern veginn engin svör. En við reyndum. Við vorum að taka opnu skotin í restina. Ég tók leikhlé og sagði: „Þetta eru sex stopp og sex þristar og þá er málið dautt“ en það gekk ekki upp og við erum bara komnar í sumarfrí.“ Beðinn um að líta til baka á tímabilið, þar sem Grindavík rétt slefaði í úrslitakeppnina eftir allskonar skakkaföll var Þorleifur bara nokkuð sáttur með hvernig þetta fór að lokum, þrátt fyrir tap í kvöld. „Ég er mjög sáttur við hvernig við enduðum tímabilið. En byrjunin og miðjan og ýmislegt, það gekk mikið á. Þetta var svolítill rússíbani. Við vorum að skipta um útlendinga og lentum í fullt af meiðslum. Við ætluðum okkur bara stærri hluti. En mér finnst svona eftir á að hyggja, ömurlegt tímabil sem endaði rosalega vel.“ Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira
„Bara frábær sería en kannski einn lélegur leikhluti. Skitum á okkur í þriðja leikhluta og það er bara munurinn. Haukar bara frábærar. Ég er kannski ekkert aðdáandi þessa frasa en það er þetta gamla góða, þær vildu það meira, það er alveg hægt að segja það.“ Aðspurður um sveifluna sem varð í leiknum undir lok fyrri hálfleiks svaraði Þorleifur bara allt öðru og fór þess í stað í djúpa greiningu á seríunni í heild og hvar Grindvíkingar í raun misstu hana úr höndum sér eftir að hafa komist í 2-0. „Ég held svona eftir á að hyggja þá erum við að spila flotta fjóra leiki. Við erum óheppnar að tapa þriðja og svo bara missum við Isabellu út. Það sem við vorum að gera á móti þeim, hún var stærsti parturinn af því, sérstaklega varnarlega og var að gera það frábærlega. Hún dettur út, lendir í einhverju bílslysi og eitthvað djöfulsins kjaftæði. Hún kemur hérna inn og er að reyna sitt besta.“ Varnarleikur Grindvíkinga riðlaðist mikið með brotthvarfi Isabellu og það sást glöggt í kvöld. „Ég vil bara meina að ef við hefðum ekki misst Isabellu þá hefðum við bara tekið fjórða leikinn nokkuð örugglega. Því við vorum bara það fullar af sjálfstrausti. Við vorum bara það ákveðnar og okkur leið bara rosalega vel með Haukana. En svo bara breytist jafnvægið í liðinu. Að missa svona leikmann út, sem er náttúrulega frábær frákastari og hún var að binda vörnina okkar saman og var að gera það vel. Við þurfum ekki að vera að hjálpa mikið af skyttunum þeirra og hún bara sá um rúllið og gerði það ógeðslega vel.“ Það er nokkuð ljóst í huga Þorleifs að Haukar myndu ekki gefa nein grið í oddaleik. „Þar svona liggur hundurinn grafinn. Við missum hana og Haukar náttúrulega bara hörkulið, ógeðslega góðar, vel rútíneraðar og vel þjálfaðar. Eru búnar að spila vel í vetur og þær gefa ekkert einhverja sénsa í leik fimm þegar allt er búið að riðlast hjá okkur. Þær bara gerðu ógeðslega vel. Spiluðu frábærlega og við áttum bara einhvern veginn engin svör. En við reyndum. Við vorum að taka opnu skotin í restina. Ég tók leikhlé og sagði: „Þetta eru sex stopp og sex þristar og þá er málið dautt“ en það gekk ekki upp og við erum bara komnar í sumarfrí.“ Beðinn um að líta til baka á tímabilið, þar sem Grindavík rétt slefaði í úrslitakeppnina eftir allskonar skakkaföll var Þorleifur bara nokkuð sáttur með hvernig þetta fór að lokum, þrátt fyrir tap í kvöld. „Ég er mjög sáttur við hvernig við enduðum tímabilið. En byrjunin og miðjan og ýmislegt, það gekk mikið á. Þetta var svolítill rússíbani. Við vorum að skipta um útlendinga og lentum í fullt af meiðslum. Við ætluðum okkur bara stærri hluti. En mér finnst svona eftir á að hyggja, ömurlegt tímabil sem endaði rosalega vel.“
Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira