Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. apríl 2025 20:54 Kartöflugeymslan, nýja menningarhús Selfyssinga, sem heitir í dag Langhús enda geymslan löng og mjó. Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfyssingar hafa nú eignast sitt eigið menningarhús en það er 73 ára gömul grænmetis- og kartöflugeymsla, sem hefur verið breytt í glæsilegt húsnæði undir fjölbreytt menningarstarf. Magnús Hlynur var viðstaddur formlega opnun hússins. Ekkert eiginlegt menningarhús hefur verið til á Selfossi en á sama tíma er fokheldur menningarsalur í Hótel Selfossi, sem ekkert hefur gerst í og hefur hann staðið fokheldur í einhverja tugi ára. Nokkrir karlar á besta aldri tóku sig því til og sömdu við Sveitarfélagið Árborg um að fá afnot af gamalli kartöflugeymslu, sem var reyndar fyrst grænmetisgeymsla og er frá 1952 og breyta geymslunni í menningarhús. Búið er að skrifa undir samning þess efnis og allt klárt fyrir fyrstu viðburði í geymslunni. „Já, nú stendur til að lyfta menningunni svolítið á æðra plan. Við ætlum að grafa okkur niður í jörðina til að lyfta henni upp. Það eru við búnir að gera með því að stofna hér félag, sem heitir „Grasrótarfélagið Langhúsið““, segir Gunnar Sigurgeirsson, sem á sæti í stjórn félagsins. „Þetta er náttúrulega bara menningarlega sinnaður félagsskapur, sem ætlar að efna til jaðar menningarsvæðis hér á Selfossi,” segir Magnús J. Magnússon, sem á einnig sæti í stjórninni. Selfyssingar eru mjög ánægðir með nýja menningarhúsið sitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Nú heitir þetta Langhús því húsið er langt. Og þú sérð ekki neitt af þessu húsi nema framhliðina og búið,” bætir Bergsveinn Halldórsson við en hann situr líka í stjórn félagsins og átti meðal annars hugmyndina um að breyta kartöflugeymslunni í menningarhús. Góð stemning var við opnun nýja menningarhússins á Selfossi og þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í framtíðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn Óskarsson er líka í stjórn hússins. Er stjórn geymslunnar í ruglinu eða hvað? „Það má alveg segja það að taka svona gamalt hús já. Þetta er allavega vel notað hús og þetta verður skemmtileg nýjung að koma menningunni hérna inn í staðin fyrir kartöflur,” segir Hreinn léttur í bragði. Félagarnir segja að húsnæðið muni nýtast undir fjölbreytta menningu eins og myndlistarsýningar, tónlistar uppákomur, upplestra og fleira og fleira í þessum dúr. Og það þótti vel við hæfi að spila braggablús við opnun nýja menningarhússins, sem stendur rétt við Ölfusá á Langanesi á Selfossi eða fyrir utan á eins og heimamenn kalla svæðið. Frá undirritun samningsins við Sveitarfélagið Árborg um afnot af kartöflugeymslunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Menning Húsavernd Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Ekkert eiginlegt menningarhús hefur verið til á Selfossi en á sama tíma er fokheldur menningarsalur í Hótel Selfossi, sem ekkert hefur gerst í og hefur hann staðið fokheldur í einhverja tugi ára. Nokkrir karlar á besta aldri tóku sig því til og sömdu við Sveitarfélagið Árborg um að fá afnot af gamalli kartöflugeymslu, sem var reyndar fyrst grænmetisgeymsla og er frá 1952 og breyta geymslunni í menningarhús. Búið er að skrifa undir samning þess efnis og allt klárt fyrir fyrstu viðburði í geymslunni. „Já, nú stendur til að lyfta menningunni svolítið á æðra plan. Við ætlum að grafa okkur niður í jörðina til að lyfta henni upp. Það eru við búnir að gera með því að stofna hér félag, sem heitir „Grasrótarfélagið Langhúsið““, segir Gunnar Sigurgeirsson, sem á sæti í stjórn félagsins. „Þetta er náttúrulega bara menningarlega sinnaður félagsskapur, sem ætlar að efna til jaðar menningarsvæðis hér á Selfossi,” segir Magnús J. Magnússon, sem á einnig sæti í stjórninni. Selfyssingar eru mjög ánægðir með nýja menningarhúsið sitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Nú heitir þetta Langhús því húsið er langt. Og þú sérð ekki neitt af þessu húsi nema framhliðina og búið,” bætir Bergsveinn Halldórsson við en hann situr líka í stjórn félagsins og átti meðal annars hugmyndina um að breyta kartöflugeymslunni í menningarhús. Góð stemning var við opnun nýja menningarhússins á Selfossi og þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í framtíðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn Óskarsson er líka í stjórn hússins. Er stjórn geymslunnar í ruglinu eða hvað? „Það má alveg segja það að taka svona gamalt hús já. Þetta er allavega vel notað hús og þetta verður skemmtileg nýjung að koma menningunni hérna inn í staðin fyrir kartöflur,” segir Hreinn léttur í bragði. Félagarnir segja að húsnæðið muni nýtast undir fjölbreytta menningu eins og myndlistarsýningar, tónlistar uppákomur, upplestra og fleira og fleira í þessum dúr. Og það þótti vel við hæfi að spila braggablús við opnun nýja menningarhússins, sem stendur rétt við Ölfusá á Langanesi á Selfossi eða fyrir utan á eins og heimamenn kalla svæðið. Frá undirritun samningsins við Sveitarfélagið Árborg um afnot af kartöflugeymslunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Menning Húsavernd Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira