„Ég er alltaf stressuð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2025 12:33 Tinna Guðrún Alexandersdóttir fór í gang í þriðja leikhluta í gær og þá áttu Grindavíkurkonur fá svör á móti Haukaliðinu. S2 Sport Tinna Guðrún Alexandersdóttir mætti á háborðið til Harðar, Pálínu og Helenu eftir magnaða endurkomu Haukakvenna í einvígi sínu við Grindavík. Tinna Guðrún skoraði 49 stig í tveimur síðustu leikjum einvígis Hauka og Grindavíkur í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í körfubolta og átti mikinn þátt í því að Haukakonur grófu sig upp úr 0-2 holu og unnu einvígið 3-2. Hörður Unnsteinsson og sérfræðingar hans í Bónus Körfuboltakvöldi, Pálína Gunnlaugsdóttir og Helena Sverrisdóttir, fengu Tinnu Guðrún í heimsókn til sín á háborðið eftir sigur Haukakvenna í oddaleiknum í gær. Klippa: „Svo er þetta bara að vera ógeðslega ákveðin“ „Hingað í settið er komin til okkar Tinna Guðrún Alexandersdóttir sem er að öðrum ólöstuðum búin að vera besti leikmaðurinn í þessari seríu. Til hamingju með sigurinn en hvernig er svona tilfinningin rétt eftir leik,“ spurði Hörður. Ég er ótrúlega sátt „Bara ótrúlega góð. Ég er bara ótrúlega ánægð með að við náðum að mæta svona sterkt inn í þennan leik því mér finnst við ekki hafa náð því í síðustu leikjum. Ég er ótrúlega sátt,“ sagði Tinna Guðrún. Hún er á því að þetta hafi verið besti leikur Hauka í einvíginu. „Já langbesti. Ég ætla samt að hrósa Grindavíkurliðinu því mér fannst þær mæta ótrúlega flottar inn í þessa seríu. Við náðum ekki að mæta ákefðinni sem þær voru með,“ sagði Tinna. „Við vorum að leyfa þeim að ýta okkur út úr því sem við vorum að reyna að gera. Þær brutu pressuna okkar mjög auðveldlega og við náðum einhvern veginn ekki að komast á strik í okkar varnarleik sérstaklega,“ sagði Tinna en var farið að fara um hana? „Maður er náttúrulega drullustressaður að lenda 2-0 undir. Ég er alltaf stressuð,“ sagði Tinna. Bara að vera ógeðslega ákveðin Sérfræðingurinn Pálina Gunnlaugsdóttir vildi fá að vita hvernig Tinna undirbjó sig fyrir þriðja leikinn þegar Haukarnir voru einu tapi frá sumarfrí. „Ég undirbjó mig eins. Ég fór bara betur yfir það sem við ætluðum að gera og svo er þetta bara að vera ógeðslega ákveðin. Maður verður að ákveða að maður ætli að mæta til að fara í öll fráköst og að fara í alla lausa bolta. Við náðum að gera það í kvöld,“ sagði Tinna. Það má sjá allt spjallið við Tinnu hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Tinna Guðrún skoraði 49 stig í tveimur síðustu leikjum einvígis Hauka og Grindavíkur í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í körfubolta og átti mikinn þátt í því að Haukakonur grófu sig upp úr 0-2 holu og unnu einvígið 3-2. Hörður Unnsteinsson og sérfræðingar hans í Bónus Körfuboltakvöldi, Pálína Gunnlaugsdóttir og Helena Sverrisdóttir, fengu Tinnu Guðrún í heimsókn til sín á háborðið eftir sigur Haukakvenna í oddaleiknum í gær. Klippa: „Svo er þetta bara að vera ógeðslega ákveðin“ „Hingað í settið er komin til okkar Tinna Guðrún Alexandersdóttir sem er að öðrum ólöstuðum búin að vera besti leikmaðurinn í þessari seríu. Til hamingju með sigurinn en hvernig er svona tilfinningin rétt eftir leik,“ spurði Hörður. Ég er ótrúlega sátt „Bara ótrúlega góð. Ég er bara ótrúlega ánægð með að við náðum að mæta svona sterkt inn í þennan leik því mér finnst við ekki hafa náð því í síðustu leikjum. Ég er ótrúlega sátt,“ sagði Tinna Guðrún. Hún er á því að þetta hafi verið besti leikur Hauka í einvíginu. „Já langbesti. Ég ætla samt að hrósa Grindavíkurliðinu því mér fannst þær mæta ótrúlega flottar inn í þessa seríu. Við náðum ekki að mæta ákefðinni sem þær voru með,“ sagði Tinna. „Við vorum að leyfa þeim að ýta okkur út úr því sem við vorum að reyna að gera. Þær brutu pressuna okkar mjög auðveldlega og við náðum einhvern veginn ekki að komast á strik í okkar varnarleik sérstaklega,“ sagði Tinna en var farið að fara um hana? „Maður er náttúrulega drullustressaður að lenda 2-0 undir. Ég er alltaf stressuð,“ sagði Tinna. Bara að vera ógeðslega ákveðin Sérfræðingurinn Pálina Gunnlaugsdóttir vildi fá að vita hvernig Tinna undirbjó sig fyrir þriðja leikinn þegar Haukarnir voru einu tapi frá sumarfrí. „Ég undirbjó mig eins. Ég fór bara betur yfir það sem við ætluðum að gera og svo er þetta bara að vera ógeðslega ákveðin. Maður verður að ákveða að maður ætli að mæta til að fara í öll fráköst og að fara í alla lausa bolta. Við náðum að gera það í kvöld,“ sagði Tinna. Það má sjá allt spjallið við Tinnu hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira