Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2025 15:02 Madelene Sagstrom hefur verið að spila vel í apríl. Getty/David Becker Sænski kylfingurinn Madelene Sagström náði draumahöggi á bandarísku mótaröðinni í golfi en sú sænska hafði smá áhyggjur af því að það hefði ekki náðst á mynd. Ólíkt PGA-mótaröðinni hjá körlunum þá eru ekki eins veglegar sjónvarpsútsendingar á kvennamótaröðinni. Hin 32 ára gamla Sagström var að ná því í fyrsta sinn að fara holu í höggi í keppni. Hún var að keppa á JM Eagle meistaramótinu sem fer fram í Los Angeles. Sagström sló með níu járni af 117 metrum en kúlan skoppaði tvisvar og fór síðan beint ofan í holu. „Ég sá kúluna hverfa og hugsaði: Andskotinn, hún hlýtur að vera í holu. Þetta var svalt,“ sagði Madelene Sagström við Sportbladet. „Það eru líklega tólf ár síðan ég fór holu í höggi. Síðan þá hef ég ekki einu sinni náð því á æfingu. Það var kominn tími á þetta,“ sagði Sagström. Höggið var ekki sýnt í sjónvarpsútsendingu keppninnar en seinna fannst þó myndband af því. „Ég veit ekki einu sinni hvort þeir náðu þessu á myndband,“ sagði Sagström en bætti við: En hver er bílinn minn,“ spurði Sagström í léttum tón. Oft eru bílar í verðlaun fyrir að fara holu í höggi. Það voru auðvitað mörg vitni að þessu og svo auðvitað mun standa 1 í skorkortinu hennar. Myndbandið fannst síðan og höggið má sjá hér fyrir neðan. HOLE IN ONE – Madelene Sagström 💥 pic.twitter.com/mW2tXDkJSB— Viaplay Golf (@ViaplayGolfSE) April 18, 2025 Golf Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólíkt PGA-mótaröðinni hjá körlunum þá eru ekki eins veglegar sjónvarpsútsendingar á kvennamótaröðinni. Hin 32 ára gamla Sagström var að ná því í fyrsta sinn að fara holu í höggi í keppni. Hún var að keppa á JM Eagle meistaramótinu sem fer fram í Los Angeles. Sagström sló með níu járni af 117 metrum en kúlan skoppaði tvisvar og fór síðan beint ofan í holu. „Ég sá kúluna hverfa og hugsaði: Andskotinn, hún hlýtur að vera í holu. Þetta var svalt,“ sagði Madelene Sagström við Sportbladet. „Það eru líklega tólf ár síðan ég fór holu í höggi. Síðan þá hef ég ekki einu sinni náð því á æfingu. Það var kominn tími á þetta,“ sagði Sagström. Höggið var ekki sýnt í sjónvarpsútsendingu keppninnar en seinna fannst þó myndband af því. „Ég veit ekki einu sinni hvort þeir náðu þessu á myndband,“ sagði Sagström en bætti við: En hver er bílinn minn,“ spurði Sagström í léttum tón. Oft eru bílar í verðlaun fyrir að fara holu í höggi. Það voru auðvitað mörg vitni að þessu og svo auðvitað mun standa 1 í skorkortinu hennar. Myndbandið fannst síðan og höggið má sjá hér fyrir neðan. HOLE IN ONE – Madelene Sagström 💥 pic.twitter.com/mW2tXDkJSB— Viaplay Golf (@ViaplayGolfSE) April 18, 2025
Golf Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira