Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar 18. apríl 2025 13:03 Stríðið í Úkraínu er tapað eins og önnur stríð sem háð hafa verið með vopnum, sama hvernig það fer. Hvorki lönd né þjóðir verða unnin með hernaði, ekki fremur að friðsamlegu og varanlega öruggu þjóðskipulagi verði komið á með vopnavaldi. Vopnasendingar til Úkraínu hafa ekki skilað þeim árangri sem vonast hefur verið eftir. Ófriðurinn heldur áfram og nú stendur til að magna hann enn frekar með langdrægum hertólum. Einu sýnilegu ráðin eru meiri hernaður. Meira stríð. Meira brjálæði. Alveg er sama hve ógeðfellt öfugsnúið það kann að virðast þá eru samningar eina leiðin til varanlegs friðar. Hörmungarnar í Palestínu eru skelfilegar. Ráðandi öfl halda uppi skoðanakúgun til réttlætingar á einhliða fjöldamorðum, beita lögregluvaldi og fangelsunum á þeim sem mótmæla villimannlegu framferði gegn saklausu fólki á Gasa. Nú hefur verið lokað fyrir alla hjálp inná þennan vettvang grimmdar og dauða og endir þessa brjálæðis stefnir sífellt í að verða verri. Illskan og ómennskan deilir og drottnar. Þær vonir um frið í Úkraínu sem bundnar voru við nýafstaðið forsetakjör í Bandaríkjunum eru brostnar. Nálgun hins nýkjörna forseta í friðarumleitunum er eingöngu á forsendum og hagsmunum Bandaríkjanna. Þá er ekki annað að sjá en þessi viðleitni sé runnin út í sandinn. Þá hefur orðræða hans um Kanada, Grænland, Danmörku, og Evrópusambandið grafið undan trausti og skaðað samskipti Bandaríkjanna og þessara þjóða. Þessi veruleiki hefur orðið til þess að áform um hervæðingu með tilheyrandi óttastjórnun hefur vaxið hröðum skerfum og vonir um varanlegan frið orðið æ fjarlægari. Friðarviðleitni hefur ekki náð að verða ráðandi. Ástandið í Súdan meiri hryllingur en orð fá lýst. Allsleysi, hungur, misþyrmingar og miskunnarlaus morð á saklausu fólki. Viljum við hafa þetta svona? Eigum við að leiða þennan veruleika hjá okkur, líta undan? Þurfa ekki friðarsinnar að brýna raust sína. Í kalda stríðinu var heimsendir af manna völdum yfirvofandi raunveruleiki. Það voru loftvarnaflautur í Reykjavík fram undir lok liðinnar aldar. Í símaskránni voru leiðbeiningar um hvernig bregðast átti við geislun frá kjarnorkusprengjum. Viljum við þetta aftur? Þrátt fyrir skelfilegar afleiðingar kjarnorkuárásanna á Japan í heimstyrjöldinni síðari hefur þróun slíkra gereyðingarvopna haldið áfram og eru þau orðin útbreidd og margfalt öflugri en þau voru í upphafi. Nú eru hótanir um beitingu þessara vopna nánast orðnar hversdagslegar. Við sem munum tíma kalda stríðsins fundum vel hve mikill léttir varð af leiðtogafundurinn í Höfða 1986. Þau tímamót urðu söguleg. Á svipstundu ómaði orðspor Íslands sem merkisberi friðar um allan heim. Var það tilviljun að Yoko Ono valdi Ísland sem handhafa friðarsúlunnar sem komið var fyrir í Viðey? Þá horfði heimurinn aftur til Íslands. Viljum við að afkomendur okkar alist upp í styrjaldarótta eins og við sem fæddumst inn í kalda stríðið? Við kunnum og munum sögu síðari heimsstyrjaldarinnar vegna þess að við ólumst upp með þeim samtímaheimildum sem foreldrar okkar voru. Viljum við að siglingaleiðum verði lokað með tundurduflagirðingum og flutningar á sjó þurfi kafbátafylgd? Viljum við vöruskort með tilheyrandi skömmtunum eins og varði í mörg ár eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk? Viljum við þessa tíma aftur? Höfum líka hugfast að í stríði er lýðræði ekki til staðar. Þá fjarlægist lýðræðið fólkið og verður að þoku. Það virkar ekki. Kosningar eru blásnar af og öllu stjórnað með einhliða tilskipunum og hervaldi. Málfrelsi er einhliða afnumið og fólk fangelsað af engu tilefni, sakað um mótþróa gegn hervaldinu. Um þennan veruleika vitna nýleg dæmi í þeirri óöld sem nú fer vaxandi víða í heiminum. Reynt er með fjársvelti að kúga virtar menntastofnanir til hlýðni við öfgastefnur. Stærstu alþjóðasamtök eru ráðþrota. Þessa þróun verður að stöðva og snúa henni við. Þeir sem vilja vinna að friði í heiminum verða að ná höndum saman og grípa til ráða sem duga. Það er ekki nóg að lýsa yfir andstöðu við hernað, fordæma dauða og eyðileggingu? Þarf ekki að gera betur? Fjölþjóðleg ráðstefna um frið og alþjóðasamskipti er rökrétt byrjun? Hana er hægt að halda á Íslandi. Þjóðir heims verða að leggja aukna rækt við betri samskipti? Allsherjarsamtal er þar rétt nálgun? Er hægt að fá tónlistarfólk í heiminum að senda út ákall um frið, að fyrirmynd Life aid 85? Alheims friðartónleika? Er það möguleiki? Það myndi örugglega gera gagn. Er það meira í þágu bættra samskipta og friðar að gefa út einhliða yfirlýsingar og tilskipanir? Hindra ferðafrelsi? Afnema tjáningarfrelsi? Beita viðskiptaþvingunum og hafa uppi hótanir um beitingu hervalds? Leiðir það til betri samskipta og friðar? Viljum við að Norður-Kórea verði svarthol í samfélagi þjóðanna um ókomna tíð? Viljum við að Rússland verði líka eins og Norður Kórea? Er það markmið? Er óvildin og sundurlyndið í Miðausturlöndum óumbreytanlegt lögmál? Er aukin hervæðing og fjandskapur eina ráðið og svarið við þessum veruleika? Í síðustu forsetakosningum á Íslandi talaði Halla Tómasdóttir um að hún myndi nýta stöðu þína og krafta í að leiða fólk saman til góðra verka. Nú er þörfin er brýn. Fjöldi Íslendinga horfir nú til forseta Íslands sem leiðarljóss við að opna almenna umræðu um það sem okkur hér í heimi raunverulega vantar – sem er varanlegur friður. Höfum í huga S-in þrjú „samkennd, samtal og samvinna“. (C-in þrjú, „compassion, conversation and cooperation“). Þau geta sigrað heiminn innan frá ef haldið er á lofti þeim jákvæðu gildum og sjónarmiðum sem þau fela í sér – í stað ótta, fjandskapar og stríðsæsinga. - Vilji er allt sem þarf. Á páskum 2025. Höfundur er fyrrum sjómaður og bóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páskar Innrás Rússa í Úkraínu Súdan Átök í Ísrael og Palestínu Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Stríðið í Úkraínu er tapað eins og önnur stríð sem háð hafa verið með vopnum, sama hvernig það fer. Hvorki lönd né þjóðir verða unnin með hernaði, ekki fremur að friðsamlegu og varanlega öruggu þjóðskipulagi verði komið á með vopnavaldi. Vopnasendingar til Úkraínu hafa ekki skilað þeim árangri sem vonast hefur verið eftir. Ófriðurinn heldur áfram og nú stendur til að magna hann enn frekar með langdrægum hertólum. Einu sýnilegu ráðin eru meiri hernaður. Meira stríð. Meira brjálæði. Alveg er sama hve ógeðfellt öfugsnúið það kann að virðast þá eru samningar eina leiðin til varanlegs friðar. Hörmungarnar í Palestínu eru skelfilegar. Ráðandi öfl halda uppi skoðanakúgun til réttlætingar á einhliða fjöldamorðum, beita lögregluvaldi og fangelsunum á þeim sem mótmæla villimannlegu framferði gegn saklausu fólki á Gasa. Nú hefur verið lokað fyrir alla hjálp inná þennan vettvang grimmdar og dauða og endir þessa brjálæðis stefnir sífellt í að verða verri. Illskan og ómennskan deilir og drottnar. Þær vonir um frið í Úkraínu sem bundnar voru við nýafstaðið forsetakjör í Bandaríkjunum eru brostnar. Nálgun hins nýkjörna forseta í friðarumleitunum er eingöngu á forsendum og hagsmunum Bandaríkjanna. Þá er ekki annað að sjá en þessi viðleitni sé runnin út í sandinn. Þá hefur orðræða hans um Kanada, Grænland, Danmörku, og Evrópusambandið grafið undan trausti og skaðað samskipti Bandaríkjanna og þessara þjóða. Þessi veruleiki hefur orðið til þess að áform um hervæðingu með tilheyrandi óttastjórnun hefur vaxið hröðum skerfum og vonir um varanlegan frið orðið æ fjarlægari. Friðarviðleitni hefur ekki náð að verða ráðandi. Ástandið í Súdan meiri hryllingur en orð fá lýst. Allsleysi, hungur, misþyrmingar og miskunnarlaus morð á saklausu fólki. Viljum við hafa þetta svona? Eigum við að leiða þennan veruleika hjá okkur, líta undan? Þurfa ekki friðarsinnar að brýna raust sína. Í kalda stríðinu var heimsendir af manna völdum yfirvofandi raunveruleiki. Það voru loftvarnaflautur í Reykjavík fram undir lok liðinnar aldar. Í símaskránni voru leiðbeiningar um hvernig bregðast átti við geislun frá kjarnorkusprengjum. Viljum við þetta aftur? Þrátt fyrir skelfilegar afleiðingar kjarnorkuárásanna á Japan í heimstyrjöldinni síðari hefur þróun slíkra gereyðingarvopna haldið áfram og eru þau orðin útbreidd og margfalt öflugri en þau voru í upphafi. Nú eru hótanir um beitingu þessara vopna nánast orðnar hversdagslegar. Við sem munum tíma kalda stríðsins fundum vel hve mikill léttir varð af leiðtogafundurinn í Höfða 1986. Þau tímamót urðu söguleg. Á svipstundu ómaði orðspor Íslands sem merkisberi friðar um allan heim. Var það tilviljun að Yoko Ono valdi Ísland sem handhafa friðarsúlunnar sem komið var fyrir í Viðey? Þá horfði heimurinn aftur til Íslands. Viljum við að afkomendur okkar alist upp í styrjaldarótta eins og við sem fæddumst inn í kalda stríðið? Við kunnum og munum sögu síðari heimsstyrjaldarinnar vegna þess að við ólumst upp með þeim samtímaheimildum sem foreldrar okkar voru. Viljum við að siglingaleiðum verði lokað með tundurduflagirðingum og flutningar á sjó þurfi kafbátafylgd? Viljum við vöruskort með tilheyrandi skömmtunum eins og varði í mörg ár eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk? Viljum við þessa tíma aftur? Höfum líka hugfast að í stríði er lýðræði ekki til staðar. Þá fjarlægist lýðræðið fólkið og verður að þoku. Það virkar ekki. Kosningar eru blásnar af og öllu stjórnað með einhliða tilskipunum og hervaldi. Málfrelsi er einhliða afnumið og fólk fangelsað af engu tilefni, sakað um mótþróa gegn hervaldinu. Um þennan veruleika vitna nýleg dæmi í þeirri óöld sem nú fer vaxandi víða í heiminum. Reynt er með fjársvelti að kúga virtar menntastofnanir til hlýðni við öfgastefnur. Stærstu alþjóðasamtök eru ráðþrota. Þessa þróun verður að stöðva og snúa henni við. Þeir sem vilja vinna að friði í heiminum verða að ná höndum saman og grípa til ráða sem duga. Það er ekki nóg að lýsa yfir andstöðu við hernað, fordæma dauða og eyðileggingu? Þarf ekki að gera betur? Fjölþjóðleg ráðstefna um frið og alþjóðasamskipti er rökrétt byrjun? Hana er hægt að halda á Íslandi. Þjóðir heims verða að leggja aukna rækt við betri samskipti? Allsherjarsamtal er þar rétt nálgun? Er hægt að fá tónlistarfólk í heiminum að senda út ákall um frið, að fyrirmynd Life aid 85? Alheims friðartónleika? Er það möguleiki? Það myndi örugglega gera gagn. Er það meira í þágu bættra samskipta og friðar að gefa út einhliða yfirlýsingar og tilskipanir? Hindra ferðafrelsi? Afnema tjáningarfrelsi? Beita viðskiptaþvingunum og hafa uppi hótanir um beitingu hervalds? Leiðir það til betri samskipta og friðar? Viljum við að Norður-Kórea verði svarthol í samfélagi þjóðanna um ókomna tíð? Viljum við að Rússland verði líka eins og Norður Kórea? Er það markmið? Er óvildin og sundurlyndið í Miðausturlöndum óumbreytanlegt lögmál? Er aukin hervæðing og fjandskapur eina ráðið og svarið við þessum veruleika? Í síðustu forsetakosningum á Íslandi talaði Halla Tómasdóttir um að hún myndi nýta stöðu þína og krafta í að leiða fólk saman til góðra verka. Nú er þörfin er brýn. Fjöldi Íslendinga horfir nú til forseta Íslands sem leiðarljóss við að opna almenna umræðu um það sem okkur hér í heimi raunverulega vantar – sem er varanlegur friður. Höfum í huga S-in þrjú „samkennd, samtal og samvinna“. (C-in þrjú, „compassion, conversation and cooperation“). Þau geta sigrað heiminn innan frá ef haldið er á lofti þeim jákvæðu gildum og sjónarmiðum sem þau fela í sér – í stað ótta, fjandskapar og stríðsæsinga. - Vilji er allt sem þarf. Á páskum 2025. Höfundur er fyrrum sjómaður og bóndi.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun