Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2025 20:02 Theódóra S. Þorsteinsdóttir er oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Vísir/Stefán Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir miklar hækkanir á gjaldskrá vegna sumarnámskeiða bæjarins vera fráleitar. Það sé dapurlegt að ungmennaráð fái ekki að ræða hækkanirnar. Í fyrra greiddu foreldrar í Kópavogi rúmar tólf þúsund krónur fyrir heils dags námskeið sé miðað við fimm daga í viku. Gjaldið hækkar nú í 18.500 krónur, tæplega 53 prósent hækkun. Fyrir námskeið á smíðavelli fer gjaldið úr 9.500 og í 19.500. 105 prósent hækkun. Vildu ekki vísa til ungmennaráðs Minnihlutinn gagnrýndi þessa hækkun á fundi bæjarráðs og vildi vísa því til umsagnar í ungmennaráði. Því hafnaði meirihlutinn og vísaði til þess að gjaldskrárbreytingar séu almennt ekki teknar til umræðu hjá nefndum sem snúa að tilteknum hópum. „Það er auðvitað mjög sorglegt því Kópavogsbær er búinn að hafa mikið fyrir því að innleiða þetta verkefni, sem er að vera barnvænt samfélag. Partur af því er að ungt fólk í Kópavogi eigi að hafa áhrif á sín eigin mál. Það er hlutverk ungmennaráðs að fjalla um sín eigin mál þannig við vildum fá sjónarmið þeirra á þessar gjaldskrár hækkanir. Þetta er bara dapurlegt að þau hafni því,“ segir Theódóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Meirihlutinn segir í sinni bókun hækkunina koma meðal annars til þar sem námskeið samkeppnisaðila, íþróttafélaga og kirkjunnar, séu dýrari. Minnihlutinn telur þetta þó vera vegna nýrra kjarasamninga kennara. „Kópavogsbær hefur boðið upp á þetta í gegnum tíðina, sumarnámskeið á góðu verði, og á ekki að vera í samkeppni við neinn. Þetta er bara mikilvæg grunnþjónusta. Og það sem meirihlutanum hefur verið tíðrætt um í tengslum við þessar hagræðingaaðgerðir, er að þetta eigi ekki að bitna á grunnþjónustunni. En þetta gerir það. Það er mjög óvenjulegt að vera að hækka þetta um tugi prósenta,“ segir Theódóra. Fátækir foreldrar í klandri Hækkanirnar geti orðið til þess að börn með foreldra í viðkvæmri stöðu komist ekki á sumarnámskeið. „Það er bara nóg um álög á barnafjölskyldur í Kópavogi í dag. Sama hvort það er almennar hækkanir á húsnæðislánum, matarkörfunni og leikskólagjöldum, þá þarf ekki að bæta þessu við,“ segir Theódóra. Kópavogur Sveitarstjórnarmál Frístund barna Börn og uppeldi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Í fyrra greiddu foreldrar í Kópavogi rúmar tólf þúsund krónur fyrir heils dags námskeið sé miðað við fimm daga í viku. Gjaldið hækkar nú í 18.500 krónur, tæplega 53 prósent hækkun. Fyrir námskeið á smíðavelli fer gjaldið úr 9.500 og í 19.500. 105 prósent hækkun. Vildu ekki vísa til ungmennaráðs Minnihlutinn gagnrýndi þessa hækkun á fundi bæjarráðs og vildi vísa því til umsagnar í ungmennaráði. Því hafnaði meirihlutinn og vísaði til þess að gjaldskrárbreytingar séu almennt ekki teknar til umræðu hjá nefndum sem snúa að tilteknum hópum. „Það er auðvitað mjög sorglegt því Kópavogsbær er búinn að hafa mikið fyrir því að innleiða þetta verkefni, sem er að vera barnvænt samfélag. Partur af því er að ungt fólk í Kópavogi eigi að hafa áhrif á sín eigin mál. Það er hlutverk ungmennaráðs að fjalla um sín eigin mál þannig við vildum fá sjónarmið þeirra á þessar gjaldskrár hækkanir. Þetta er bara dapurlegt að þau hafni því,“ segir Theódóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Meirihlutinn segir í sinni bókun hækkunina koma meðal annars til þar sem námskeið samkeppnisaðila, íþróttafélaga og kirkjunnar, séu dýrari. Minnihlutinn telur þetta þó vera vegna nýrra kjarasamninga kennara. „Kópavogsbær hefur boðið upp á þetta í gegnum tíðina, sumarnámskeið á góðu verði, og á ekki að vera í samkeppni við neinn. Þetta er bara mikilvæg grunnþjónusta. Og það sem meirihlutanum hefur verið tíðrætt um í tengslum við þessar hagræðingaaðgerðir, er að þetta eigi ekki að bitna á grunnþjónustunni. En þetta gerir það. Það er mjög óvenjulegt að vera að hækka þetta um tugi prósenta,“ segir Theódóra. Fátækir foreldrar í klandri Hækkanirnar geti orðið til þess að börn með foreldra í viðkvæmri stöðu komist ekki á sumarnámskeið. „Það er bara nóg um álög á barnafjölskyldur í Kópavogi í dag. Sama hvort það er almennar hækkanir á húsnæðislánum, matarkörfunni og leikskólagjöldum, þá þarf ekki að bæta þessu við,“ segir Theódóra.
Kópavogur Sveitarstjórnarmál Frístund barna Börn og uppeldi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira