Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. apríl 2025 21:45 Breskir kennarar segja samfélagsmiðla hafa bein áhrif á slæma hegðun nemenda og einelti. Getty Breskir kennarar segja áhrifavalda á samfélagsmiðlum hafa leitt til aukins kvenhaturs og rasisma í skólum. Samfélagsmiðlar séu ein helsta ástæðan fyrir slæmri hegðun nemenda og einelti. Könnun sem landssamtök kvenkyns kennara í Bretlandi (NASUWT) lögðu fyrir um 5.800 kennara leiddi þetta í ljós. BBC og Guardian hafa fjallað um málið. Þar kom fram að flestir kennarar telja samfélagsmiðla vera „aðalástæðuna“ fyrir slæmri framkomu í breskum skólum og að kvenkyns kennarar finni helst fyrir því. „Tveir af hverjum þremur kennurum segja okkur að samfélagsmiðlar séu nú lykilþáttur í einelti og slæmri hegðun nemenda,“ sagði Patrick Roach, framkvæmdastjóri NASUWT, á landsfundi samtakanna á föstudag. Þá töldu kennarar sem tóku könnunina einnig brýnt að bregðast við foreldrum sem neita að samþykkja skólareglur eða taka ábyrgð vegna hegðunar barna sinna. Ungir drengir spúi hatri, gelti á konur og horfi á klám Karlrembuáhrifavaldurinn Andrew Tate bar ítrekað á góma meðal kennara á landsfundinum og virðist enn hafa töluverð áhrif á unga drengi þó frægðarsól hans hafi dalað samanborið við árið 2022. „Margir nemenda okkar eru undir áhrifum Tate og Trump, spúa rasískum, hómófóbískum, transfóbískum og karlrembu-ummælum í hverju samtali og telja að það hafi engar afleiðingar,“ sagði einn kennari á fundi samtakanna og fleiri tóku undir. Andrew Tate er vinsæll karlrembu-áhrifavaldur sem talar fyrir ofbeldi gegn konum.Skjáskot „Það hafa drengir neitað að tala við mig og í staðinn talað við karlkyns aðstoðarkennara af því ég er kona og þeir fylgja Andrew Tate og finnst hann vera æðislegur með sína bíla og konur... Þetta voru tíu ára drengir,“ sagði einn kennari. Annar kennari lýsti því hvernig hópur drengja hefði ákveðið að skrifa ritgerð um það af hverju Andrew Tate væri geitin (the GOAT eða greatest of all time á ensku) af því hann kæmi fram við konur eins og eign sína. Haft hefði verið samband við foreldra sem hneykslaðir og könnuðust ekkert við þessar skoðanir barna sinna. Enn annar lýsti dæmum þess að drengir „geltu á kvenkyns starfsfólk“ og stæðu í vegi fyrir því. „Nemendur horfa á ofbeldisfullt og öfgakennt klámefni. Athyglisgáfa þeirra hefur minnkað. Þeir lesa fullt af falsfréttum og æsisögum sem láta þeim líða valdefldum og telja sig því vita betur en kennarinn,“ sagði einn kennari á fundinum. Þörf á hnitmiðuðu átaki Menntamálaráðuneyti Bretlands segist styðja kennara til að takast á við „skaðsöm áhrif“ á börn sem „uppgangur hættulegra áhrifavalda“ veldur. Talsmaður ráðuneytisins segir það munu veita kennurum ákveðin verkfæri til að takast á við þessar áskoranir. Endurskoðun á námsskrá muni skoða hvaða hæfni þurfi að hafa til að þrífast í síbreytilegum netheimum. Fyrrnefndur Roach hjá NASUWT sagði „aðkallandi þörf eftir hnitmiðuðu átaki grunnskóla, framhaldsskóla og annarra stofnana til að vernda öll börn og ungt fólk fyrir hættulegum áhrifum öfgahægri popúlista og öfgamanna“. Kennarar gætu ekki tekist á við slík vandamál einir. Bretland Ofbeldi barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Könnun sem landssamtök kvenkyns kennara í Bretlandi (NASUWT) lögðu fyrir um 5.800 kennara leiddi þetta í ljós. BBC og Guardian hafa fjallað um málið. Þar kom fram að flestir kennarar telja samfélagsmiðla vera „aðalástæðuna“ fyrir slæmri framkomu í breskum skólum og að kvenkyns kennarar finni helst fyrir því. „Tveir af hverjum þremur kennurum segja okkur að samfélagsmiðlar séu nú lykilþáttur í einelti og slæmri hegðun nemenda,“ sagði Patrick Roach, framkvæmdastjóri NASUWT, á landsfundi samtakanna á föstudag. Þá töldu kennarar sem tóku könnunina einnig brýnt að bregðast við foreldrum sem neita að samþykkja skólareglur eða taka ábyrgð vegna hegðunar barna sinna. Ungir drengir spúi hatri, gelti á konur og horfi á klám Karlrembuáhrifavaldurinn Andrew Tate bar ítrekað á góma meðal kennara á landsfundinum og virðist enn hafa töluverð áhrif á unga drengi þó frægðarsól hans hafi dalað samanborið við árið 2022. „Margir nemenda okkar eru undir áhrifum Tate og Trump, spúa rasískum, hómófóbískum, transfóbískum og karlrembu-ummælum í hverju samtali og telja að það hafi engar afleiðingar,“ sagði einn kennari á fundi samtakanna og fleiri tóku undir. Andrew Tate er vinsæll karlrembu-áhrifavaldur sem talar fyrir ofbeldi gegn konum.Skjáskot „Það hafa drengir neitað að tala við mig og í staðinn talað við karlkyns aðstoðarkennara af því ég er kona og þeir fylgja Andrew Tate og finnst hann vera æðislegur með sína bíla og konur... Þetta voru tíu ára drengir,“ sagði einn kennari. Annar kennari lýsti því hvernig hópur drengja hefði ákveðið að skrifa ritgerð um það af hverju Andrew Tate væri geitin (the GOAT eða greatest of all time á ensku) af því hann kæmi fram við konur eins og eign sína. Haft hefði verið samband við foreldra sem hneykslaðir og könnuðust ekkert við þessar skoðanir barna sinna. Enn annar lýsti dæmum þess að drengir „geltu á kvenkyns starfsfólk“ og stæðu í vegi fyrir því. „Nemendur horfa á ofbeldisfullt og öfgakennt klámefni. Athyglisgáfa þeirra hefur minnkað. Þeir lesa fullt af falsfréttum og æsisögum sem láta þeim líða valdefldum og telja sig því vita betur en kennarinn,“ sagði einn kennari á fundinum. Þörf á hnitmiðuðu átaki Menntamálaráðuneyti Bretlands segist styðja kennara til að takast á við „skaðsöm áhrif“ á börn sem „uppgangur hættulegra áhrifavalda“ veldur. Talsmaður ráðuneytisins segir það munu veita kennurum ákveðin verkfæri til að takast á við þessar áskoranir. Endurskoðun á námsskrá muni skoða hvaða hæfni þurfi að hafa til að þrífast í síbreytilegum netheimum. Fyrrnefndur Roach hjá NASUWT sagði „aðkallandi þörf eftir hnitmiðuðu átaki grunnskóla, framhaldsskóla og annarra stofnana til að vernda öll börn og ungt fólk fyrir hættulegum áhrifum öfgahægri popúlista og öfgamanna“. Kennarar gætu ekki tekist á við slík vandamál einir.
Bretland Ofbeldi barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira