Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. apríl 2025 19:13 Ásthildur Lóa og maður hennar eru greinilega tilbúin að segja skilið við húsið á Háhæð sem þau hafa búið í frá 2007. Lögheimili eignamiðlun/Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir og eiginmaður hennar hafa sett hús sitt við Háhæð í Garðabæ á sölu. Þau keyptu húsið á 55,4 milljónir árið 2007, misstu það þegar húsið var selt á uppboði 2017 en keyptu það aftur 2019 af Arion banka á 55,5 milljónir. Ásett verð hússins er nú 174,9 milljónir. Mikið hefur verið fjallað um húsið í fjölmiðlum eftir að Ásthildur Lóa, þingmaður Flokks fólksins og fyrrverandi menntamálaráðherra, og Hafþór Ólafsson, eiginmaður hennar, höfðuðu mál gegn ríkinu árið 2023 vegna uppboðs Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á húsinu 2017. Sjá einnig: „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Hjónin töldu að Sýslumaður hefði ekki gert ráð fyrir fyrningu vaxta og þannig haft af þeim 10,7 milljónir króna sem hefðu runnið til Arion banka. Í mars síðastliðnum sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur íslenska ríkið af öllum kröfum hjónanna en Ásthildur sagði að þau myndu líklega áfrýja til landsréttar. Eins málsástæða lögmanns ríkisins í málinu var að hjónin hefðu ekki orðið fyrir tjóni þar sem þau hefðu fengið að kaupa húsið aftur af bankanum á lágu verði. Þau keyptu húsið aftur af Arion banka 2019 á aðeins hundrað þúsund krónum meira en þau höfðu keypt húsið upprunalega árið 2007. Ásthildur Lóa hélt því fram að bankinn hefði ekki tapað á viðskiptunum og að ekki hefði verið um hefðbundin fasteignakaup að ræða. Þau hjónin hefðu einfaldlega gert upp skuld með greiðslu eftirstöðvar skuldar við bankann. Þriggja hæða 300 fermetra sérbýli Nú hafa hjónin greinilega ákveðið að segja skilið við húsið sem þau hafa búið í frá 2007 og barist með kjafti og klóm fyrir. Um er að ræða 300 fermetra sérbýli á þremur hæðum með góðu útsýni, bílskúr og palli og er ásett verð 174,9 milljónir. Aðalhæðin er 134,6 fermetrar með forstofu, þremur svefnherbergjum, baðherbergi, alrými sem í er eldhús, stofa og borðstofa og svo er einnig þvottahús sem hægt er að nýta sem geymslu og búr. Stofa og borðstofa eru samliggjandi og útgengt er á suðursvalir sitt hvoru megin úr borðstofunni en svalirnar snúa bæði í suðaustur og suðvestur. Stigi liggur úr gangi aðalhæðarinnar upp í risloft sem er 45 óskráðir fermetrar mestmegnis undir súð með gaflglugga og þakglugga sem gefur góða birtu. Neðri hæðin er 90 fermetrar með 2,1 metra lofthæð og gengið er inn í hana sunnanmegin. Hún er gluggalaus með salerni og vaski. Bílskúrinn er um 29,6 fermetrar og telst hann inn í heildarfermetrafjölda eignarinnar. Við húsið er garður og pallur með skjólveggjum og snýr hann í suður. Nánar má lesa um húsið á Fasteignavef Vísis en þar kemur fram að eignin verður ekki sýnd á opnu húsi. Húsið er með bílskúr og bílastæði.Lögheimili Eignamiðlun Pallurinn vísar til suðurs og er skjólgóður.Lögheimili Eignamiðlun Útsýnið úr húsinu er nokkuð gott.Lögheimili Eignamiðlun Fasteignamarkaður Flokkur fólksins Hrunið Hús og heimili Garðabær Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um húsið í fjölmiðlum eftir að Ásthildur Lóa, þingmaður Flokks fólksins og fyrrverandi menntamálaráðherra, og Hafþór Ólafsson, eiginmaður hennar, höfðuðu mál gegn ríkinu árið 2023 vegna uppboðs Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á húsinu 2017. Sjá einnig: „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Hjónin töldu að Sýslumaður hefði ekki gert ráð fyrir fyrningu vaxta og þannig haft af þeim 10,7 milljónir króna sem hefðu runnið til Arion banka. Í mars síðastliðnum sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur íslenska ríkið af öllum kröfum hjónanna en Ásthildur sagði að þau myndu líklega áfrýja til landsréttar. Eins málsástæða lögmanns ríkisins í málinu var að hjónin hefðu ekki orðið fyrir tjóni þar sem þau hefðu fengið að kaupa húsið aftur af bankanum á lágu verði. Þau keyptu húsið aftur af Arion banka 2019 á aðeins hundrað þúsund krónum meira en þau höfðu keypt húsið upprunalega árið 2007. Ásthildur Lóa hélt því fram að bankinn hefði ekki tapað á viðskiptunum og að ekki hefði verið um hefðbundin fasteignakaup að ræða. Þau hjónin hefðu einfaldlega gert upp skuld með greiðslu eftirstöðvar skuldar við bankann. Þriggja hæða 300 fermetra sérbýli Nú hafa hjónin greinilega ákveðið að segja skilið við húsið sem þau hafa búið í frá 2007 og barist með kjafti og klóm fyrir. Um er að ræða 300 fermetra sérbýli á þremur hæðum með góðu útsýni, bílskúr og palli og er ásett verð 174,9 milljónir. Aðalhæðin er 134,6 fermetrar með forstofu, þremur svefnherbergjum, baðherbergi, alrými sem í er eldhús, stofa og borðstofa og svo er einnig þvottahús sem hægt er að nýta sem geymslu og búr. Stofa og borðstofa eru samliggjandi og útgengt er á suðursvalir sitt hvoru megin úr borðstofunni en svalirnar snúa bæði í suðaustur og suðvestur. Stigi liggur úr gangi aðalhæðarinnar upp í risloft sem er 45 óskráðir fermetrar mestmegnis undir súð með gaflglugga og þakglugga sem gefur góða birtu. Neðri hæðin er 90 fermetrar með 2,1 metra lofthæð og gengið er inn í hana sunnanmegin. Hún er gluggalaus með salerni og vaski. Bílskúrinn er um 29,6 fermetrar og telst hann inn í heildarfermetrafjölda eignarinnar. Við húsið er garður og pallur með skjólveggjum og snýr hann í suður. Nánar má lesa um húsið á Fasteignavef Vísis en þar kemur fram að eignin verður ekki sýnd á opnu húsi. Húsið er með bílskúr og bílastæði.Lögheimili Eignamiðlun Pallurinn vísar til suðurs og er skjólgóður.Lögheimili Eignamiðlun Útsýnið úr húsinu er nokkuð gott.Lögheimili Eignamiðlun
Fasteignamarkaður Flokkur fólksins Hrunið Hús og heimili Garðabær Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira