Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2025 08:40 Víða um landið fóru páskamessur fram utan kirkju vegna linnulausra loft- og stórskotaliðsárása. AP/Jevgeníj Maloletka Loftvarnarsírenur ómuðu um Kænugarð og víða í austurhluta Úkraínu snemma í morgun eftir að „páskavopnahlé“ Pútíns Rússlandsforseta lauk formlega. Ásakanir um rof á vopnahléinu hafa gengið á víxl leiðtoganna á milli og Selenskí lýsti yfirlýsingum Pútíns sem tilraun til að bæta ímynd Rússlandshers án þess að gera í raun og veru hlé á landvinningatilraunum. Yfirvöld bæði í Kænugarði og Washington hafa lagt til að vopnahléið verði framlengt um þrjátíu daga eða að minnsta kosti að hlé verði gert á loftárásum um það tímabil. Pútín og talsmenn hans hafa þó ekki gefið til kynna að það standi til en vopnahléinu lauk formlega á miðnætti á Moskvutíma. „Engar aðrar skipanir voru gefnar,“ var svar Dmítrí Peskovs talsmanns rússneskra yfirvalda aðspurðs. Guardian og Reuters greina frá því að víða í Austur-Úkraínu hefðu loftvarnarsírenurnar hafið söng sinn fáeinum mínútum eftir miðnætti. „Við brýnum fyrir íbúum að gera sér tafarlaust leið til næsta sprengjubyrgis og halda sér þar uns hættan er yfirstaðin,“ skrifuðu hermálayfirvöld í Kænugarði í færslu á samfélagsmiðlum þegar 41 mínúta var gengin í fimm í nótt á staðartíma. Sprengjur dundu á hafnarborginni Mykolaív í morgun að sögn Oleksandrs Senkevítsj borgarstjóra og Serhíj Lysak héraðsstjóri sagði á samfélagsmiðlum að Rússar hefðu gert flygildaárásir á Dnípropetrovsk-hérað. Hann sagði heimili hafa orðið fyrir tjóni og að eldur hafi kviknað á veitingastað en að engan hafi sakað. Loftvarnarsírenurnar þögðu þunnu hljóði páskadaginn sjálfan en hátt í þrjú þúsund „vopnahlésbrot“ voru skráð af úkraínskum hernaðaryfirvöldum og stórskotalið gerðu árásir víða á víglínunni. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Ásakanir um rof á vopnahléinu hafa gengið á víxl leiðtoganna á milli og Selenskí lýsti yfirlýsingum Pútíns sem tilraun til að bæta ímynd Rússlandshers án þess að gera í raun og veru hlé á landvinningatilraunum. Yfirvöld bæði í Kænugarði og Washington hafa lagt til að vopnahléið verði framlengt um þrjátíu daga eða að minnsta kosti að hlé verði gert á loftárásum um það tímabil. Pútín og talsmenn hans hafa þó ekki gefið til kynna að það standi til en vopnahléinu lauk formlega á miðnætti á Moskvutíma. „Engar aðrar skipanir voru gefnar,“ var svar Dmítrí Peskovs talsmanns rússneskra yfirvalda aðspurðs. Guardian og Reuters greina frá því að víða í Austur-Úkraínu hefðu loftvarnarsírenurnar hafið söng sinn fáeinum mínútum eftir miðnætti. „Við brýnum fyrir íbúum að gera sér tafarlaust leið til næsta sprengjubyrgis og halda sér þar uns hættan er yfirstaðin,“ skrifuðu hermálayfirvöld í Kænugarði í færslu á samfélagsmiðlum þegar 41 mínúta var gengin í fimm í nótt á staðartíma. Sprengjur dundu á hafnarborginni Mykolaív í morgun að sögn Oleksandrs Senkevítsj borgarstjóra og Serhíj Lysak héraðsstjóri sagði á samfélagsmiðlum að Rússar hefðu gert flygildaárásir á Dnípropetrovsk-hérað. Hann sagði heimili hafa orðið fyrir tjóni og að eldur hafi kviknað á veitingastað en að engan hafi sakað. Loftvarnarsírenurnar þögðu þunnu hljóði páskadaginn sjálfan en hátt í þrjú þúsund „vopnahlésbrot“ voru skráð af úkraínskum hernaðaryfirvöldum og stórskotalið gerðu árásir víða á víglínunni.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira