„Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2025 11:31 Illa hefur gengið hjá Lewis Hamilton í upphafi tímabilsins í Formúlu 1. getty/Alex Pantling Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton sagði að kappaksturinn í Sádí-Arabíu hefði verið hræðilegur hjá sér og árið 2025 yrði erfitt. Hamilton hefur ekki farið vel af stað með Ferrari og í gær lenti hann í 7. sæti í sádí-arabíska kappakstrinum. Samherji hans, Charles Leclerc, endaði í 3. sæti en það var í fyrsta sinn sem ökumaður Ferrari kemst á verðlaunapall á tímabilinu. „Ekkert jákvætt sem er hægt að taka frá deginum í dag fyrir utan að Charles komst á pall sem var frábært fyrir liðið,“ sagði Hamilton hreinskilinn eftir kappaksturinn í Jeddah í Sádí-Arabíu í gær. „Þetta var hræðilegt, alls ekki ánægjulegt. Ég rann bara um. Þetta var frekar slæmt.“ Hamilton á ekki von á að ástandið lagist mikið en næsti kappakstur fer fram í Miami sunnudaginn 4. maí. „Ég veit ekki hversu lengi ég verð í vandræðum en þetta er klárlega sársaukafullt. Ég reyni bara að bæta mig viku frá viku. Í augnablikinu er engin lausn svo þetta verður svona út árið. Þetta verður sársaukafullt,“ sagði Hamilton. Hann er í 7. sæti í keppni ökuþóra með 31 stig, 68 stigum á eftir forystusauðnum Oscar Piastri á McLaren. Akstursíþróttir Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Hamilton hefur ekki farið vel af stað með Ferrari og í gær lenti hann í 7. sæti í sádí-arabíska kappakstrinum. Samherji hans, Charles Leclerc, endaði í 3. sæti en það var í fyrsta sinn sem ökumaður Ferrari kemst á verðlaunapall á tímabilinu. „Ekkert jákvætt sem er hægt að taka frá deginum í dag fyrir utan að Charles komst á pall sem var frábært fyrir liðið,“ sagði Hamilton hreinskilinn eftir kappaksturinn í Jeddah í Sádí-Arabíu í gær. „Þetta var hræðilegt, alls ekki ánægjulegt. Ég rann bara um. Þetta var frekar slæmt.“ Hamilton á ekki von á að ástandið lagist mikið en næsti kappakstur fer fram í Miami sunnudaginn 4. maí. „Ég veit ekki hversu lengi ég verð í vandræðum en þetta er klárlega sársaukafullt. Ég reyni bara að bæta mig viku frá viku. Í augnablikinu er engin lausn svo þetta verður svona út árið. Þetta verður sársaukafullt,“ sagði Hamilton. Hann er í 7. sæti í keppni ökuþóra með 31 stig, 68 stigum á eftir forystusauðnum Oscar Piastri á McLaren.
Akstursíþróttir Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira