Útför páfans á laugardag Lovísa Arnardóttir skrifar 22. apríl 2025 06:42 Líkvaka páfa hefst í kirkjunni í Santa Marta en hann verður svo fluttur í Péturskirkju á miðvikudag. Hér ámyndinni sést kardinálinn Kevin Joseph Farrell við lík Frans páfa. Hann staðfestir hér andlát hans. Myndinni var dreift af Vatíkaninu. Vísir/EPA Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. Útförin verður haldin í Péturskirkju áður en páfakjörsfundur verður haldinn í næsta mánuði þar sem nýr páfi verður kjörinn. Á sama tíma munu kardínálarnir fara yfir störf kirkjunnar í aðdraganda þess að nýr páfi verður valinn. Í frétt Reuters um málið kemur fram að öllum kardínálunum, sem eru í Róm, hafi verið boðið að koma saman í Vatíkaninu klukkan 9 að staðartíma þar sem þeir munu fara yfir plönin er varða útför Frans páfa. Alls eru 135 kardinálar hæfir til að taka þátt í Páfakjörsfundi í næsta mánuði. Frans páfi tilnefndi um 80 prósent þeirra. Vísir/EPA Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur þegar tilkynnt að hann og kona hans, Melania, muni vera viðstödd útförina. Þeim lenti ítrekað saman um til dæmis innflytjendamál. Aðrir sem hafa tilkynnt komu sína eru til dæmis Javier Milei, forseti Argentínu, heimalands Frans páfa. Vatíkanið tilkynnti í gær að útförin myndi fara fram næstu helgi, föstudag, laugardag eða sunnudag. Frans páfi óskaði þess að vera jarðaður í kirkju heilagrar Maríu í Róm í stað þess að vera jarðaður í Péturskirkju í Róm eins og hefð er fyrir. Páfakjörsfundur, þar sem nýr páfi er valinn, fer yfirleitt fram um 15 til tuttugu dögum eftir andlát síðasta páfa. Það þýðir að fundurinn hefst í fyrsta lagi þann 6. maí. Alls eru um 135 kardinálar hæfir til að taka þátt í fundinum, sem getur tekið marga daga og er afar leynilegur. Í frétt Guardian segir að öllum kardinálunum sé boðið á fundinn en þeir hafi aðeins atkvæðisrétt sem séu yngri en 80 ára. Frans páfi tilnefndi um 80 prósent þeirra kardinála sem eru dreifðir um allan heim og munu taka þátt í fundinum. Í frétt Reuters segir að það auki líkurnar á því að nýr páfi muni halda áfram að tala fyrir mannréttindum hinsegin fólks og innflytjenda eins og Frans páfi gerði oft í andstöðu við aðra innan kirkjunnar. Í tilkynningu frá Vatíkaninu í gær kom fram að starfsmönnum páfadómsins hafi verið boðið að kveðja páfann á heimili hans í Santa Marta. Lík hans verður flutt í Péturskirkju á miðvikudag þar sem almenningi verður boðið að kveðja hann. Fréttin hefur verið uppfærð með tímasetningu útfarar. Uppfært 8:46 þann 22.4.2025. Páfagarður Ítalía Trúmál Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. 21. apríl 2025 08:08 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Útförin verður haldin í Péturskirkju áður en páfakjörsfundur verður haldinn í næsta mánuði þar sem nýr páfi verður kjörinn. Á sama tíma munu kardínálarnir fara yfir störf kirkjunnar í aðdraganda þess að nýr páfi verður valinn. Í frétt Reuters um málið kemur fram að öllum kardínálunum, sem eru í Róm, hafi verið boðið að koma saman í Vatíkaninu klukkan 9 að staðartíma þar sem þeir munu fara yfir plönin er varða útför Frans páfa. Alls eru 135 kardinálar hæfir til að taka þátt í Páfakjörsfundi í næsta mánuði. Frans páfi tilnefndi um 80 prósent þeirra. Vísir/EPA Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur þegar tilkynnt að hann og kona hans, Melania, muni vera viðstödd útförina. Þeim lenti ítrekað saman um til dæmis innflytjendamál. Aðrir sem hafa tilkynnt komu sína eru til dæmis Javier Milei, forseti Argentínu, heimalands Frans páfa. Vatíkanið tilkynnti í gær að útförin myndi fara fram næstu helgi, föstudag, laugardag eða sunnudag. Frans páfi óskaði þess að vera jarðaður í kirkju heilagrar Maríu í Róm í stað þess að vera jarðaður í Péturskirkju í Róm eins og hefð er fyrir. Páfakjörsfundur, þar sem nýr páfi er valinn, fer yfirleitt fram um 15 til tuttugu dögum eftir andlát síðasta páfa. Það þýðir að fundurinn hefst í fyrsta lagi þann 6. maí. Alls eru um 135 kardinálar hæfir til að taka þátt í fundinum, sem getur tekið marga daga og er afar leynilegur. Í frétt Guardian segir að öllum kardinálunum sé boðið á fundinn en þeir hafi aðeins atkvæðisrétt sem séu yngri en 80 ára. Frans páfi tilnefndi um 80 prósent þeirra kardinála sem eru dreifðir um allan heim og munu taka þátt í fundinum. Í frétt Reuters segir að það auki líkurnar á því að nýr páfi muni halda áfram að tala fyrir mannréttindum hinsegin fólks og innflytjenda eins og Frans páfi gerði oft í andstöðu við aðra innan kirkjunnar. Í tilkynningu frá Vatíkaninu í gær kom fram að starfsmönnum páfadómsins hafi verið boðið að kveðja páfann á heimili hans í Santa Marta. Lík hans verður flutt í Péturskirkju á miðvikudag þar sem almenningi verður boðið að kveðja hann. Fréttin hefur verið uppfærð með tímasetningu útfarar. Uppfært 8:46 þann 22.4.2025.
Páfagarður Ítalía Trúmál Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. 21. apríl 2025 08:08 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira