Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifa 22. apríl 2025 13:01 Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lék fyrr í mánuðinum tvo umspilsleiki við Ísrael um laust sæti á Heimsmeistaramótinu í handbolta 2026. Í kjölfarið sendi íslenska landsliðið frá sér yfirlýsingu þar sem leikmenn hvöttu alþjóðlegu íþróttahreyfinguna til að endurskoða afstöðu sína til þátttöku Ísraels í alþjóðlegum íþróttakeppnum. Liðið skoraði einnig á HSÍ og ÍSÍ að þrýsta á alþjóðasamböndin um að meina Ísrael þátttöku í alþjóðlegum íþróttaviðburðum vegna mannréttindabrota þeirra. Við myndatöku eftir seinni leik liðanna huldu leikmenn síðan lógó ísraelska fyrirtækisins Rapyd á treyjunum sínum, en Rapyd er einn af styrktaraðilum HSÍ. Þannig sendu landsliðskonurnar skýr skilaboð um að þær kæri sig ekki um að bera merki ísraelsks fyrirtækis framan á sér á meðan þær leika fyrir hönd Íslands. Söguleg framganga íslenska landsliðsins Með þessum aðgerðum sínum steig handboltalandsliðið skref sem ekkert annað íslenskt lið hefur stigið undanfarið eitt og hálft ár. Landsliðskonurnar tóku afstöðu og beittu sinni rödd til að benda á að það er óásættanlegt að Ísrael taki þátt í íþróttaviðburðum á meðan stríðsglæpir, aðskilnaðarstefna og þjóðernishreinsanir af hálfu Ísraelsríkis eru daglegt brauð í Ísrael og Palestínu. Íslensku handboltakonurnar vöktu einnig athygli á því að leikirnir við Ísrael fóru fram við mjög óeðlilegar aðstæður, s.s. við stórfellda öryggisgæslu í kringum ísraelska liðið og án áhorfenda. Ef ekki er hægt að leika handbolta venju samkvæmt er ástæða til að skoða hvort staðan sé ásættanleg fyrir leikmenn. Það er augljóst af yfirlýsingu handboltakvennanna að þær telja að svo sé ekki. Sniðganga er andóf gegn mannréttindabrotum Yfirlýsing íslenska landsliðsins er hvatning til HSÍ, ÍSÍ og alþjóðasambandanna um að sniðganga Ísrael á sviði íþrótta. Sniðganga á sviði íþrótta hefur áður átt þátt í að einangra ríki sem fremja lögbrot og mannréttindabrot. Hún er leið þeirra sem ekki geta setið aðgerðalaus hjá á meðan glæpir Ísraels viðgangast. Nú hefur íslenska handboltalandsliðið lagt sniðgönguhreyfingunni lið, líkt og þúsundir annarra Íslendinga sem undanfarið eitt og hálft ár hafa sniðgengið ísraelsk fyrirtæki og ísraelskar vörur og þrýst á stjórnvöld um að grípa til aðgerða gegn Ísrael. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu var þeim umsvifalaust meinað að taka þátt í alþjóðlegum íþróttakeppnum, þar á meðal Ólympíuleikunum. Það hljóta að renna tvær grímur á allan almenning ef glæpir Ísraels kalla ekki á sömu viðbrögð. Stöndum við með mannréttindum eða ekki? Endurspegla íþróttir gildi okkar og siðferði eða leyfum við þeim að vera vettvangur sem veitir Ísrael skjól til að fremja glæpi sína? HSÍ ber skylda til að hlusta á landsliðskonur, segir nýr formaður HSÍ Í kjölfar yfirlýsingar landsliðsins var tekið viðtal við nýjan formann HSÍ, Jón Halldórsson. Þar segir hann að sambandinu beri skylda til að hlusta á sjónarmið landsliðsins og taka afstöðu til þeirra. Hann viðurkennir jafnframt að samstarf HSÍ við Rapyd sé umdeilt og að skilaboð landsliðsins um Rapyd séu skýr. Samkvæmt Jóni er á dagskrá nýrrar stjórnar HSÍ að endurskoða alla samninga sambandsins. Framkvæmdastjóri ÍSÍ lýsti því einnig yfir að sambandið tæki yfirlýsinguna til skoðunar. Þetta sýnir svart á hvítu að þrýstingur frá íþróttafólki getur haft áhrif á stjórnendur íþróttafélaga og búið til hvata fyrir þá til að grípa til aðgerða. Boltinn er hjá HSÍ og ÍSÍ Boltinn er núna hjá HSÍ og ÍSÍ. Félögin þurfa að standa með sínu fólki og þrýsta á alþjóðasamböndin að víkja Ísrael úr keppni í alþjóðlegum íþróttaviðburðum á meðan þjóðarmorð, aðskilnaðarstefna og þjóðernishreinsanir Ísraels viðgangast. HSÍ þarf að hverfa frá samstarfi sínu við ísraelska fyrirtækið Rapyd. Þannig geta þessi félög staðið vörð um það sem íþróttir á alþjóðavettvangi eiga að snúast um - frið, virðingu, samstöðu og mannlega reisn, gildin sem íslensku handboltakonurnar vilja verja. Sniðgönguhreyfingin á Íslandi tekur undir ákall kvennalandsliðsins í handbolta. Við skorum á HSÍ og ÍSÍ að sýna jafn mikið hugrekki og leikmenn liðsins gerðu. Sýnum Ísrael rauða spjaldið! Höfundar eru í íslensku sniðgönguhreyfingunni fyrir Palestínu, BDS Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HSÍ Landslið kvenna í handbolta Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lék fyrr í mánuðinum tvo umspilsleiki við Ísrael um laust sæti á Heimsmeistaramótinu í handbolta 2026. Í kjölfarið sendi íslenska landsliðið frá sér yfirlýsingu þar sem leikmenn hvöttu alþjóðlegu íþróttahreyfinguna til að endurskoða afstöðu sína til þátttöku Ísraels í alþjóðlegum íþróttakeppnum. Liðið skoraði einnig á HSÍ og ÍSÍ að þrýsta á alþjóðasamböndin um að meina Ísrael þátttöku í alþjóðlegum íþróttaviðburðum vegna mannréttindabrota þeirra. Við myndatöku eftir seinni leik liðanna huldu leikmenn síðan lógó ísraelska fyrirtækisins Rapyd á treyjunum sínum, en Rapyd er einn af styrktaraðilum HSÍ. Þannig sendu landsliðskonurnar skýr skilaboð um að þær kæri sig ekki um að bera merki ísraelsks fyrirtækis framan á sér á meðan þær leika fyrir hönd Íslands. Söguleg framganga íslenska landsliðsins Með þessum aðgerðum sínum steig handboltalandsliðið skref sem ekkert annað íslenskt lið hefur stigið undanfarið eitt og hálft ár. Landsliðskonurnar tóku afstöðu og beittu sinni rödd til að benda á að það er óásættanlegt að Ísrael taki þátt í íþróttaviðburðum á meðan stríðsglæpir, aðskilnaðarstefna og þjóðernishreinsanir af hálfu Ísraelsríkis eru daglegt brauð í Ísrael og Palestínu. Íslensku handboltakonurnar vöktu einnig athygli á því að leikirnir við Ísrael fóru fram við mjög óeðlilegar aðstæður, s.s. við stórfellda öryggisgæslu í kringum ísraelska liðið og án áhorfenda. Ef ekki er hægt að leika handbolta venju samkvæmt er ástæða til að skoða hvort staðan sé ásættanleg fyrir leikmenn. Það er augljóst af yfirlýsingu handboltakvennanna að þær telja að svo sé ekki. Sniðganga er andóf gegn mannréttindabrotum Yfirlýsing íslenska landsliðsins er hvatning til HSÍ, ÍSÍ og alþjóðasambandanna um að sniðganga Ísrael á sviði íþrótta. Sniðganga á sviði íþrótta hefur áður átt þátt í að einangra ríki sem fremja lögbrot og mannréttindabrot. Hún er leið þeirra sem ekki geta setið aðgerðalaus hjá á meðan glæpir Ísraels viðgangast. Nú hefur íslenska handboltalandsliðið lagt sniðgönguhreyfingunni lið, líkt og þúsundir annarra Íslendinga sem undanfarið eitt og hálft ár hafa sniðgengið ísraelsk fyrirtæki og ísraelskar vörur og þrýst á stjórnvöld um að grípa til aðgerða gegn Ísrael. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu var þeim umsvifalaust meinað að taka þátt í alþjóðlegum íþróttakeppnum, þar á meðal Ólympíuleikunum. Það hljóta að renna tvær grímur á allan almenning ef glæpir Ísraels kalla ekki á sömu viðbrögð. Stöndum við með mannréttindum eða ekki? Endurspegla íþróttir gildi okkar og siðferði eða leyfum við þeim að vera vettvangur sem veitir Ísrael skjól til að fremja glæpi sína? HSÍ ber skylda til að hlusta á landsliðskonur, segir nýr formaður HSÍ Í kjölfar yfirlýsingar landsliðsins var tekið viðtal við nýjan formann HSÍ, Jón Halldórsson. Þar segir hann að sambandinu beri skylda til að hlusta á sjónarmið landsliðsins og taka afstöðu til þeirra. Hann viðurkennir jafnframt að samstarf HSÍ við Rapyd sé umdeilt og að skilaboð landsliðsins um Rapyd séu skýr. Samkvæmt Jóni er á dagskrá nýrrar stjórnar HSÍ að endurskoða alla samninga sambandsins. Framkvæmdastjóri ÍSÍ lýsti því einnig yfir að sambandið tæki yfirlýsinguna til skoðunar. Þetta sýnir svart á hvítu að þrýstingur frá íþróttafólki getur haft áhrif á stjórnendur íþróttafélaga og búið til hvata fyrir þá til að grípa til aðgerða. Boltinn er hjá HSÍ og ÍSÍ Boltinn er núna hjá HSÍ og ÍSÍ. Félögin þurfa að standa með sínu fólki og þrýsta á alþjóðasamböndin að víkja Ísrael úr keppni í alþjóðlegum íþróttaviðburðum á meðan þjóðarmorð, aðskilnaðarstefna og þjóðernishreinsanir Ísraels viðgangast. HSÍ þarf að hverfa frá samstarfi sínu við ísraelska fyrirtækið Rapyd. Þannig geta þessi félög staðið vörð um það sem íþróttir á alþjóðavettvangi eiga að snúast um - frið, virðingu, samstöðu og mannlega reisn, gildin sem íslensku handboltakonurnar vilja verja. Sniðgönguhreyfingin á Íslandi tekur undir ákall kvennalandsliðsins í handbolta. Við skorum á HSÍ og ÍSÍ að sýna jafn mikið hugrekki og leikmenn liðsins gerðu. Sýnum Ísrael rauða spjaldið! Höfundar eru í íslensku sniðgönguhreyfingunni fyrir Palestínu, BDS Ísland.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun